Segir Ísland troðið af fíkniefnum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. janúar 2018 18:30 Burðardýr sem farið hefur í á sjötta tug ferða til útlanda til þess að smygla fíkniefnum til Íslands segir landið troðið af fíkniefnum. Innflutningur á hassi og marijúana heyrir nær sögunni og er nánast að öllu leyti framleitt hér á landi. „Fólkið sem er að fara út fyrir mig er bara fólk sem er í háskóla, mæður sem eiga börn og jú einn og einn dópisti sem er að fara út líka og þetta gengur bara miklu betur svona og ég er að taka minni áhættu fyrir sjálfan mig og ísland í dag er bara troðið af fíkniefnum,“ segir fyrrverandi burðardýr. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þættinum Burðardýr sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, klukkan 21:10, en í þættinum er rætt við ungan mann sem segist hafa smyglað fíkniefnum til landsins í allt að sextíu skipti. Í dag segist hann halda utan um stjórnartaumanna og sendir fólk á sínum vegum til annarra landa í sömu erindagjörðum.Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/SigurjónÍ skýrslu Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem kom út í október á síðasta ári segir að gríðarleg aukning sé í framboði og eftirspurn eftir sterkum fíkniefnum. Aukið framboð fíkniefna er staðreynd og líklega aldrei auðveldara að nálgast þau en sala í gegnum samfélagsmiðlar hefur aldrei verið meiri. „Við erum að sjá svona meiri aukningu á neyslu á sterkari efnum, svo sem eins og kókaíni og amfetamíni. Við erum bæði að taka stærri mál í sambandi við innflutning og svo í neysluskömmtum á götunni,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að innflutningur sterkari fíkniefna hafi aukist hins vegar er innflutningur kannabisefna þannig að hann heyri nær sögunni til. „Við erum ekki að sjá þennan innflutning eins og til að mynda hassi. Það hefur ekki verið í mörg mörg ár hér hjá okkur eða síðan 2009 eða fyrir það,“ segir Margeir.Er þá framleiðslan öll hér á landi? „Öll framleiðsla er bara hér á landi. Þessar ræktanir sem við erum að taka, þetta er bara hluti af því,“ segir Margeir. Þess ber þó að geta að um tuttugu kíló af kannabisefnum sem haldlögð voru í Polar Nanoq á síðasta ári voru ekki ætluð til sölu hér á landi en síðast í gærkvöld stöðvaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannabisræktun í Árbæ en þar var framleiðslan vel á veg komin. „Þetta var eitthvað um tvö hundruð plöntur og sextíu af þeim voru tilbúnar til afgreiðslu,“ segir Margeir. Lögreglumál Tengdar fréttir Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Burðardýr sem farið hefur í á sjötta tug ferða til útlanda til þess að smygla fíkniefnum til Íslands segir landið troðið af fíkniefnum. Innflutningur á hassi og marijúana heyrir nær sögunni og er nánast að öllu leyti framleitt hér á landi. „Fólkið sem er að fara út fyrir mig er bara fólk sem er í háskóla, mæður sem eiga börn og jú einn og einn dópisti sem er að fara út líka og þetta gengur bara miklu betur svona og ég er að taka minni áhættu fyrir sjálfan mig og ísland í dag er bara troðið af fíkniefnum,“ segir fyrrverandi burðardýr. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þættinum Burðardýr sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, klukkan 21:10, en í þættinum er rætt við ungan mann sem segist hafa smyglað fíkniefnum til landsins í allt að sextíu skipti. Í dag segist hann halda utan um stjórnartaumanna og sendir fólk á sínum vegum til annarra landa í sömu erindagjörðum.Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/SigurjónÍ skýrslu Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem kom út í október á síðasta ári segir að gríðarleg aukning sé í framboði og eftirspurn eftir sterkum fíkniefnum. Aukið framboð fíkniefna er staðreynd og líklega aldrei auðveldara að nálgast þau en sala í gegnum samfélagsmiðlar hefur aldrei verið meiri. „Við erum að sjá svona meiri aukningu á neyslu á sterkari efnum, svo sem eins og kókaíni og amfetamíni. Við erum bæði að taka stærri mál í sambandi við innflutning og svo í neysluskömmtum á götunni,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að innflutningur sterkari fíkniefna hafi aukist hins vegar er innflutningur kannabisefna þannig að hann heyri nær sögunni til. „Við erum ekki að sjá þennan innflutning eins og til að mynda hassi. Það hefur ekki verið í mörg mörg ár hér hjá okkur eða síðan 2009 eða fyrir það,“ segir Margeir.Er þá framleiðslan öll hér á landi? „Öll framleiðsla er bara hér á landi. Þessar ræktanir sem við erum að taka, þetta er bara hluti af því,“ segir Margeir. Þess ber þó að geta að um tuttugu kíló af kannabisefnum sem haldlögð voru í Polar Nanoq á síðasta ári voru ekki ætluð til sölu hér á landi en síðast í gærkvöld stöðvaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannabisræktun í Árbæ en þar var framleiðslan vel á veg komin. „Þetta var eitthvað um tvö hundruð plöntur og sextíu af þeim voru tilbúnar til afgreiðslu,“ segir Margeir.
Lögreglumál Tengdar fréttir Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45
Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51