Segir Ísland troðið af fíkniefnum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. janúar 2018 18:30 Burðardýr sem farið hefur í á sjötta tug ferða til útlanda til þess að smygla fíkniefnum til Íslands segir landið troðið af fíkniefnum. Innflutningur á hassi og marijúana heyrir nær sögunni og er nánast að öllu leyti framleitt hér á landi. „Fólkið sem er að fara út fyrir mig er bara fólk sem er í háskóla, mæður sem eiga börn og jú einn og einn dópisti sem er að fara út líka og þetta gengur bara miklu betur svona og ég er að taka minni áhættu fyrir sjálfan mig og ísland í dag er bara troðið af fíkniefnum,“ segir fyrrverandi burðardýr. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þættinum Burðardýr sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, klukkan 21:10, en í þættinum er rætt við ungan mann sem segist hafa smyglað fíkniefnum til landsins í allt að sextíu skipti. Í dag segist hann halda utan um stjórnartaumanna og sendir fólk á sínum vegum til annarra landa í sömu erindagjörðum.Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/SigurjónÍ skýrslu Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem kom út í október á síðasta ári segir að gríðarleg aukning sé í framboði og eftirspurn eftir sterkum fíkniefnum. Aukið framboð fíkniefna er staðreynd og líklega aldrei auðveldara að nálgast þau en sala í gegnum samfélagsmiðlar hefur aldrei verið meiri. „Við erum að sjá svona meiri aukningu á neyslu á sterkari efnum, svo sem eins og kókaíni og amfetamíni. Við erum bæði að taka stærri mál í sambandi við innflutning og svo í neysluskömmtum á götunni,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að innflutningur sterkari fíkniefna hafi aukist hins vegar er innflutningur kannabisefna þannig að hann heyri nær sögunni til. „Við erum ekki að sjá þennan innflutning eins og til að mynda hassi. Það hefur ekki verið í mörg mörg ár hér hjá okkur eða síðan 2009 eða fyrir það,“ segir Margeir.Er þá framleiðslan öll hér á landi? „Öll framleiðsla er bara hér á landi. Þessar ræktanir sem við erum að taka, þetta er bara hluti af því,“ segir Margeir. Þess ber þó að geta að um tuttugu kíló af kannabisefnum sem haldlögð voru í Polar Nanoq á síðasta ári voru ekki ætluð til sölu hér á landi en síðast í gærkvöld stöðvaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannabisræktun í Árbæ en þar var framleiðslan vel á veg komin. „Þetta var eitthvað um tvö hundruð plöntur og sextíu af þeim voru tilbúnar til afgreiðslu,“ segir Margeir. Lögreglumál Tengdar fréttir Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Burðardýr sem farið hefur í á sjötta tug ferða til útlanda til þess að smygla fíkniefnum til Íslands segir landið troðið af fíkniefnum. Innflutningur á hassi og marijúana heyrir nær sögunni og er nánast að öllu leyti framleitt hér á landi. „Fólkið sem er að fara út fyrir mig er bara fólk sem er í háskóla, mæður sem eiga börn og jú einn og einn dópisti sem er að fara út líka og þetta gengur bara miklu betur svona og ég er að taka minni áhættu fyrir sjálfan mig og ísland í dag er bara troðið af fíkniefnum,“ segir fyrrverandi burðardýr. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þættinum Burðardýr sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, klukkan 21:10, en í þættinum er rætt við ungan mann sem segist hafa smyglað fíkniefnum til landsins í allt að sextíu skipti. Í dag segist hann halda utan um stjórnartaumanna og sendir fólk á sínum vegum til annarra landa í sömu erindagjörðum.Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/SigurjónÍ skýrslu Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem kom út í október á síðasta ári segir að gríðarleg aukning sé í framboði og eftirspurn eftir sterkum fíkniefnum. Aukið framboð fíkniefna er staðreynd og líklega aldrei auðveldara að nálgast þau en sala í gegnum samfélagsmiðlar hefur aldrei verið meiri. „Við erum að sjá svona meiri aukningu á neyslu á sterkari efnum, svo sem eins og kókaíni og amfetamíni. Við erum bæði að taka stærri mál í sambandi við innflutning og svo í neysluskömmtum á götunni,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að innflutningur sterkari fíkniefna hafi aukist hins vegar er innflutningur kannabisefna þannig að hann heyri nær sögunni til. „Við erum ekki að sjá þennan innflutning eins og til að mynda hassi. Það hefur ekki verið í mörg mörg ár hér hjá okkur eða síðan 2009 eða fyrir það,“ segir Margeir.Er þá framleiðslan öll hér á landi? „Öll framleiðsla er bara hér á landi. Þessar ræktanir sem við erum að taka, þetta er bara hluti af því,“ segir Margeir. Þess ber þó að geta að um tuttugu kíló af kannabisefnum sem haldlögð voru í Polar Nanoq á síðasta ári voru ekki ætluð til sölu hér á landi en síðast í gærkvöld stöðvaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannabisræktun í Árbæ en þar var framleiðslan vel á veg komin. „Þetta var eitthvað um tvö hundruð plöntur og sextíu af þeim voru tilbúnar til afgreiðslu,“ segir Margeir.
Lögreglumál Tengdar fréttir Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45
Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51