Claes ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá ORF líftækni Birgir Olgeirsson skrifar 3. janúar 2018 13:41 Claes Nilsson Aðsend ORF líftækni hefur ráðið Claes Nilsson til starfa sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Claes er sænskur en hefur starfað í Bandaríkjunum undanfarinn áratug. Claes hefur viðamikla reynslu af uppbyggingu þekkingarfyrirtækja starfaði nú síðast sem framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá tæknifyrirtækinu FriendSend. Samhliða störfum sínum hefur hann sinnt hlutverki viðskiptafulltrúa fyrir efnahagsþróunarstofu Bandaríkjanna. Claes er með gráðu í alþjóðaviðskiptum frá University of Maryland í Collage Park í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur ORF líftækni vaxið hratt, einkum og sér í lagi í gegnum BIOEFFECT vörulínu félagsins. Meginhlutverk Claes felst í að vinna að útvíkkun á starfsemi ORF líftækni með frekari hagnýtingu á próteinframleiðslukerfi og öðrum þekkingargrunni fyrirtækisins. Þá mun Claes jafnframt leiða ýmis verkefni sem miða að framþróun á innviðum fyrirtækisins. „Það er okkur mikið ánægjuefni að bæta Claes við ört vaxandi hóp starfsmanna innan ORF líftækni” segir Frosti Ólafsson, forstjóri félagsins, í tilkynningu. „Það er til marks um þau áhugaverðu verkefni sem við erum að fást við, að í starfið fáist erlendur aðili með svo viðamikla stjórnendareynslu innan alþjóðlegra þekkingarfyrirtækja. Til að standa undir örum vexti félagsins er stefnt að fjölgun tekjustoða og frekari eflingu á innviðum fyrirtækisins. Við höfum trú á því að Claes muni reynast okkur dýrmætur liðskraftur á þeirri vegferð.” ORF Líftækni er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í plöntulíftækni. Fyrirtækið framleiðir og selur sérvirk prótein sem notuð eru sem innihaldsefni í BIOEFFECT húðvörurnar, við læknisfræðilegar rannsóknir og í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins. ORF hefur þróað tækni til að framleiða slík prótein í byggi, en aðferðin er afrakstur tveggja áratuga vísinda- og þróunarstarfs. BIOEFFECT vörurnar hafa fengið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir virkni og gæði og eru núna seldar í 28 löndum. Hjá ORF Líftækni og dótturfyrirtækjum þess starfa ríflega 50 starfsmenn. Ráðningar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Sjá meira
ORF líftækni hefur ráðið Claes Nilsson til starfa sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Claes er sænskur en hefur starfað í Bandaríkjunum undanfarinn áratug. Claes hefur viðamikla reynslu af uppbyggingu þekkingarfyrirtækja starfaði nú síðast sem framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá tæknifyrirtækinu FriendSend. Samhliða störfum sínum hefur hann sinnt hlutverki viðskiptafulltrúa fyrir efnahagsþróunarstofu Bandaríkjanna. Claes er með gráðu í alþjóðaviðskiptum frá University of Maryland í Collage Park í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur ORF líftækni vaxið hratt, einkum og sér í lagi í gegnum BIOEFFECT vörulínu félagsins. Meginhlutverk Claes felst í að vinna að útvíkkun á starfsemi ORF líftækni með frekari hagnýtingu á próteinframleiðslukerfi og öðrum þekkingargrunni fyrirtækisins. Þá mun Claes jafnframt leiða ýmis verkefni sem miða að framþróun á innviðum fyrirtækisins. „Það er okkur mikið ánægjuefni að bæta Claes við ört vaxandi hóp starfsmanna innan ORF líftækni” segir Frosti Ólafsson, forstjóri félagsins, í tilkynningu. „Það er til marks um þau áhugaverðu verkefni sem við erum að fást við, að í starfið fáist erlendur aðili með svo viðamikla stjórnendareynslu innan alþjóðlegra þekkingarfyrirtækja. Til að standa undir örum vexti félagsins er stefnt að fjölgun tekjustoða og frekari eflingu á innviðum fyrirtækisins. Við höfum trú á því að Claes muni reynast okkur dýrmætur liðskraftur á þeirri vegferð.” ORF Líftækni er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í plöntulíftækni. Fyrirtækið framleiðir og selur sérvirk prótein sem notuð eru sem innihaldsefni í BIOEFFECT húðvörurnar, við læknisfræðilegar rannsóknir og í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins. ORF hefur þróað tækni til að framleiða slík prótein í byggi, en aðferðin er afrakstur tveggja áratuga vísinda- og þróunarstarfs. BIOEFFECT vörurnar hafa fengið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir virkni og gæði og eru núna seldar í 28 löndum. Hjá ORF Líftækni og dótturfyrirtækjum þess starfa ríflega 50 starfsmenn.
Ráðningar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Sjá meira