Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Lovísa Arnardóttir skrifar 3. janúar 2025 10:30 Aðeins verður Efnismiðlun í Breiðhellu. Til hægri má sjá dæmi um vöruúrvalið í Efnismiðluninni. Sorpa Sorpa lokaði fyrir áramót Efnismiðlun sinni í endurvinnslustöðinni á Sævarhöfða. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir lokunina tengda lokun endurvinnslustöðarinnar á Dalvegi síðar á árinu. Það verði að létta á Sævarhöfða samhliða því að stöðinni á Dalvegi verður lokað. „Þetta kemur til vegna þess að við erum að missa lóðina á Dalvegi,“ segir Gunnar Dofri og að Sorpa sjái þannig fram á að það þurfi að koma mörgum viðskiptavinum sínum fyrir á öðrum stöðum. Hann telur að um 1/6 eða 1/7 viðskiptavina noti stöðina á Dalvegi og um 85 prósent Kópavogsbúa. Í stað stöðvarinnar á Dalvegi, sem lokar 1. september, verður opnuð ný stöð við Glaðheimasvæðið í Kópavogi. Í tilkynningu frá bænum í desember á síðasta ári kom fram að stöðin yrði byggð upp á næstu tveimur til fjórum árum. Gunnar Dofri segir því ljóst að það verði þjónustufall í Kópavogi á meðan. Í Efnismiðluninni er yfirleitt hægt að fá notuð hjól, hjólavagna og hjólasæti fyrir börn.Sorpa „Í millitíðinni þurfum við því að grípa til aðgerða sem létta á öðrum endurvinnslustöðvum. Sævarhöfðinn er umfangsmesta stöðin okkar í dag og við sjáum fram á að fólk muni nýta hana. Við hvetjum fólk þó til að nota líka stöðina á Breiðhellu því hún er langöflugust.“ Öflugri efnismiðlun á Breiðhellu Endurvinnslustöðin að Breiðhellu og Sævarhöfða eru þær tvær stöðvar sem til dæmis opna klukkan 8 á morgnana og eru opnar til 18.30. Þar er því lengsta opnunin. Sorpa er þó alls ekki hætt með efnismiðlun því að sögn Gunnars Dofra verður efnismiðlun Sorpu í Breiðhellu efld auk þess sem hluti varanna sem voru seldar í efnismiðlun á Sævarhöfða verða í boði í Góða hirðinum á Köllunarklettsvegi. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri SorpuVísir/Stefán „Við erum að bræða betur saman Efnismiðlunina og Góða hirðinn þannig hluti vöruúrvalsins verður í Góða hirðinum. Þar verður meira úrval af til dæmis rafmagnsverkfærum. Á sama tíma verður blásið til sóknar í Breiðhellu. Stöðin er stærri og aðgengilegri,“ segir Gunnar Dofri og að það séu fleiri möguleikar þar til að nýta starfsemi Efnismiðlunarinnar. Í Efnismiðluninni hefur verið hægt að fá til dæmis hurðar, vaska, dúka og alls konar verkfæri. Þá eru reglulega haldin netuppboð á til dæmis ferðaboxum, bílakerrum og stórum verkfærum. Gunnar Dofri segir það enn í skoðun hvernig skiptingin á vöruúrvalinu verður á milli Góða hirðisins og á endurvinnslustöðinni í Breiðhellu. Nýja endurvinnslustöðin opnar á Glaðheimasvæðinu eftir tvö til fjögur ár.Kópavogsbær Þegar tilkynnt var um lokunina á Facebook lýstu margir yfir óánægju með ákvörðunina. „Það er mjög skiljanlegt. Þetta er ekki ákvörðun sem við tökum létt. Sævarhöfðinn á mjög öflugan kúnnahóp. En þegar þú ert settur í þá stöðu að þurfa að forgangsraða grunnþjónustunni, sem er móttaka á rusli, umfram þetta, þá þarftu að fara í breytingar.“ Engin endurvinnslustöð í Kópavogi eða Garðabæ Þegar stöðinni verður lokað á Dalvegi verða aðeins endurvinnslustöðvar í Mosfellsbæ, Reykjavík og í Hafnarfirði. Fyrir suma verður því langt að keyra. „Þetta er staðan sem mun koma upp 1. september.“ Hann segir ekki liggja fyrir hvað eigi að koma í staðinn. Í tilkynningu bæjarins í desember kom ekki fram hvað ætti að byggja á Dalvegi en í kringum svæðið er að finna fjölda verslana og þjónustu. Á stærri grenndarstöðum er hægt að losa sig við marga úrgangsflokka.Sorpa Fjallað var um flutninginn fyrst fyrir um tveimur árum. Þá kom fram í fréttum að lóðinni hefði verið úthlutað til bráðabirgða árið 1991. Ekki hefði verið gert ráð fyrir henni í aðalskipulagi á þessari staðsetningu. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri sagði þá íbúa ekki þurfa að óttast að geta losað sorp eftir lokun stöðvarinnar. Það ætti að fjölga grenndarstöðvum á móti. Sjá einnig: Loka Sorpustöðinni við Dalveg í Kópavogi eftir tæp tvö ár Þá sagði hún móttökustöðina við Dalveg um áraraðir hafa skapað bæði umferðaröngþveiti og slysahættu. „Við í Kópavogi fögnum þessari niðurstöðu. Lykilatriði hjá okkur var að ný stöð yrði vel staðsett með góða tengingu við meginstofnvegi. Stöðin verður ívið stærri en sú á Dalveginum og yfirbyggð þannig að hún falli sem best inn í umhverfið. Við teljum að hér sé um að ræða góða lausn sem mun þjóna vel íbúum okkar og nærliggjandi sveitarfélögum,“ sagði Ásdís í desember síðastliðnum þegar tilkynnt var um staðsetningu nýrrar endurvinnslustöðvar á Glaðheimasvæðinu. Þar kom einnig fram að lóð stöðvarinnar afmarkist af Arnarnesvegi og Reykjanesbraut. Staðsetningin hafi verið valin vegna „stærðar lóðarinnar, legu í landi, fjarlægðar frá öðrum endurvinnslustöðvum, skipulags nærliggjandi byggðar, og því að aðkoma að henni verður greið fyrir íbúa Kópavogs og Garðabæjar“. Betrumbæta núverandi grenndarstöðvar Á vef bæjarins kemur fram að grenndarstöðvar séu víðs vegar um bæinn. Stærri grenndarstöðvar er að finna á fimm stöðum. Þar er hægt að losa sig við pappír, plast, pappa, gler, málma, textíl og flöskur. Smærri grenndarstöðvar er að finna á sex stöðum. Á þeim smærri er hægt að losa gler, málma, textíl og flöskur. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ stendur ekki til að fjölga grenndarstöðvunum frekar í ár, heldur að halda áfram að betrumbæta þær sem eru nú þegar til staðar. Einni stöð var bætt við í fyrra og fimm teknar í gegn. „Grenndarstöðvar sinna ákveðinni þjónustu við íbúa sem takmarkast við þá úrgangsflokka sem tekið er við og fjölgun þeirra getur ekki komið í staðin fyrir endurvinnslustöð. Íbúum verður bent á að notast við aðrar endurvinnslustöðvar Sorpu eftir að Dalvegi verður lokað og þangað til ný stöð opnar, sem er núna áætlað að verði á Glaðheimasvæðinu sem starfshópur valdi sem ákjósanlegasta staðin fyrir starfsemina,“ segir Sigríður Björg Tómasdóttir almannatengill bæjarins í svari til fréttastofu um málið. Sorpa Sorphirða Reykjavík Kópavogur Garðabær Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
„Þetta kemur til vegna þess að við erum að missa lóðina á Dalvegi,“ segir Gunnar Dofri og að Sorpa sjái þannig fram á að það þurfi að koma mörgum viðskiptavinum sínum fyrir á öðrum stöðum. Hann telur að um 1/6 eða 1/7 viðskiptavina noti stöðina á Dalvegi og um 85 prósent Kópavogsbúa. Í stað stöðvarinnar á Dalvegi, sem lokar 1. september, verður opnuð ný stöð við Glaðheimasvæðið í Kópavogi. Í tilkynningu frá bænum í desember á síðasta ári kom fram að stöðin yrði byggð upp á næstu tveimur til fjórum árum. Gunnar Dofri segir því ljóst að það verði þjónustufall í Kópavogi á meðan. Í Efnismiðluninni er yfirleitt hægt að fá notuð hjól, hjólavagna og hjólasæti fyrir börn.Sorpa „Í millitíðinni þurfum við því að grípa til aðgerða sem létta á öðrum endurvinnslustöðvum. Sævarhöfðinn er umfangsmesta stöðin okkar í dag og við sjáum fram á að fólk muni nýta hana. Við hvetjum fólk þó til að nota líka stöðina á Breiðhellu því hún er langöflugust.“ Öflugri efnismiðlun á Breiðhellu Endurvinnslustöðin að Breiðhellu og Sævarhöfða eru þær tvær stöðvar sem til dæmis opna klukkan 8 á morgnana og eru opnar til 18.30. Þar er því lengsta opnunin. Sorpa er þó alls ekki hætt með efnismiðlun því að sögn Gunnars Dofra verður efnismiðlun Sorpu í Breiðhellu efld auk þess sem hluti varanna sem voru seldar í efnismiðlun á Sævarhöfða verða í boði í Góða hirðinum á Köllunarklettsvegi. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri SorpuVísir/Stefán „Við erum að bræða betur saman Efnismiðlunina og Góða hirðinn þannig hluti vöruúrvalsins verður í Góða hirðinum. Þar verður meira úrval af til dæmis rafmagnsverkfærum. Á sama tíma verður blásið til sóknar í Breiðhellu. Stöðin er stærri og aðgengilegri,“ segir Gunnar Dofri og að það séu fleiri möguleikar þar til að nýta starfsemi Efnismiðlunarinnar. Í Efnismiðluninni hefur verið hægt að fá til dæmis hurðar, vaska, dúka og alls konar verkfæri. Þá eru reglulega haldin netuppboð á til dæmis ferðaboxum, bílakerrum og stórum verkfærum. Gunnar Dofri segir það enn í skoðun hvernig skiptingin á vöruúrvalinu verður á milli Góða hirðisins og á endurvinnslustöðinni í Breiðhellu. Nýja endurvinnslustöðin opnar á Glaðheimasvæðinu eftir tvö til fjögur ár.Kópavogsbær Þegar tilkynnt var um lokunina á Facebook lýstu margir yfir óánægju með ákvörðunina. „Það er mjög skiljanlegt. Þetta er ekki ákvörðun sem við tökum létt. Sævarhöfðinn á mjög öflugan kúnnahóp. En þegar þú ert settur í þá stöðu að þurfa að forgangsraða grunnþjónustunni, sem er móttaka á rusli, umfram þetta, þá þarftu að fara í breytingar.“ Engin endurvinnslustöð í Kópavogi eða Garðabæ Þegar stöðinni verður lokað á Dalvegi verða aðeins endurvinnslustöðvar í Mosfellsbæ, Reykjavík og í Hafnarfirði. Fyrir suma verður því langt að keyra. „Þetta er staðan sem mun koma upp 1. september.“ Hann segir ekki liggja fyrir hvað eigi að koma í staðinn. Í tilkynningu bæjarins í desember kom ekki fram hvað ætti að byggja á Dalvegi en í kringum svæðið er að finna fjölda verslana og þjónustu. Á stærri grenndarstöðum er hægt að losa sig við marga úrgangsflokka.Sorpa Fjallað var um flutninginn fyrst fyrir um tveimur árum. Þá kom fram í fréttum að lóðinni hefði verið úthlutað til bráðabirgða árið 1991. Ekki hefði verið gert ráð fyrir henni í aðalskipulagi á þessari staðsetningu. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri sagði þá íbúa ekki þurfa að óttast að geta losað sorp eftir lokun stöðvarinnar. Það ætti að fjölga grenndarstöðvum á móti. Sjá einnig: Loka Sorpustöðinni við Dalveg í Kópavogi eftir tæp tvö ár Þá sagði hún móttökustöðina við Dalveg um áraraðir hafa skapað bæði umferðaröngþveiti og slysahættu. „Við í Kópavogi fögnum þessari niðurstöðu. Lykilatriði hjá okkur var að ný stöð yrði vel staðsett með góða tengingu við meginstofnvegi. Stöðin verður ívið stærri en sú á Dalveginum og yfirbyggð þannig að hún falli sem best inn í umhverfið. Við teljum að hér sé um að ræða góða lausn sem mun þjóna vel íbúum okkar og nærliggjandi sveitarfélögum,“ sagði Ásdís í desember síðastliðnum þegar tilkynnt var um staðsetningu nýrrar endurvinnslustöðvar á Glaðheimasvæðinu. Þar kom einnig fram að lóð stöðvarinnar afmarkist af Arnarnesvegi og Reykjanesbraut. Staðsetningin hafi verið valin vegna „stærðar lóðarinnar, legu í landi, fjarlægðar frá öðrum endurvinnslustöðvum, skipulags nærliggjandi byggðar, og því að aðkoma að henni verður greið fyrir íbúa Kópavogs og Garðabæjar“. Betrumbæta núverandi grenndarstöðvar Á vef bæjarins kemur fram að grenndarstöðvar séu víðs vegar um bæinn. Stærri grenndarstöðvar er að finna á fimm stöðum. Þar er hægt að losa sig við pappír, plast, pappa, gler, málma, textíl og flöskur. Smærri grenndarstöðvar er að finna á sex stöðum. Á þeim smærri er hægt að losa gler, málma, textíl og flöskur. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ stendur ekki til að fjölga grenndarstöðvunum frekar í ár, heldur að halda áfram að betrumbæta þær sem eru nú þegar til staðar. Einni stöð var bætt við í fyrra og fimm teknar í gegn. „Grenndarstöðvar sinna ákveðinni þjónustu við íbúa sem takmarkast við þá úrgangsflokka sem tekið er við og fjölgun þeirra getur ekki komið í staðin fyrir endurvinnslustöð. Íbúum verður bent á að notast við aðrar endurvinnslustöðvar Sorpu eftir að Dalvegi verður lokað og þangað til ný stöð opnar, sem er núna áætlað að verði á Glaðheimasvæðinu sem starfshópur valdi sem ákjósanlegasta staðin fyrir starfsemina,“ segir Sigríður Björg Tómasdóttir almannatengill bæjarins í svari til fréttastofu um málið.
Sorpa Sorphirða Reykjavík Kópavogur Garðabær Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira