Viðskipti innlent

Helena til Lýðháskólans á Flateyri

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Starfsstöð framkvæmdastjóra er á Flateyri og mun Helena þegar hefja störf.
Starfsstöð framkvæmdastjóra er á Flateyri og mun Helena þegar hefja störf. félag um stofnun lýðháskóla á flateyri
Stjórn félags um stofnun Lýðháskóla á Flateyri hefur ráðið Helenu Jónsdóttur, sálfræðing, sem framkvæmdastjóra Lýðháskólans á Flateyri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum.

Helena hefur undanfarin þrjú ár starfað sem verkefnastjóri og ráðgjafi á vegum samtakanna Læknar án landamæra í Afganistan, Suður Súdan, Egyptalandi og Líbanon. Áður var hún m.a. meðeigandi og starfandi sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, framkvæmdastjóri hjá Glitni og framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi. Helena hefur auk þess starfað sem ráðgjafi hjá Capacent og PriceWaterhouseCoopers og sinnt rannsóknum og kennslu í sálfræði og markaðsfræði við Háskóla Íslands. Þá hefur hún unnið með ungu fólki í vanda á vegum Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytisins.

Helena lauk BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og Cand.Psych. prófi frá sama skóla árið 2010. Hún varð löggiltur verðbréfamiðlari árið 2006.

Starfsstöð framkvæmdastjóra er á Flateyri og mun Helena þegar hefja störf.

Framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri undirbýr starfsemi skólans en sérstök fagráð hafa unnið að því að móta námsframboð skólans á þremur sviðum, sjálfbærni og umhverfismálum, kvikmyndavinnu og tónlistarsköpun. Framkvæmdastjóri mun vinna að skipulagi skólans og útfærslu og þróun námsframboðs auk þess að vinna verkefni fyrir Fræðslumiðstöð Vestfjarða um lýðháskóla almennt samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×