Hátt í helmingur les smáskilaboð undir stýri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. desember 2017 19:15 Hátt í helmingur ökumanna les skilaboð í símanum á meðan á akstri stendur samkvæmt nýrri könnun Samgöngustofu. Þá hefur það færst í aukana að ungmenni noti símann undir stýri. Þetta er mikið áhyggjuefni segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá stofnuninni.Það að slá inn símanúmer á meðan verið er að keyra tólf faldar líkurnar á að það verði umferðarslys - samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. Þá eru 25 prósent allra umferðarslysa í Bandaríkjunum rakin til þess að ökumaður var að lesa eða skrifa skilaboð á símann. Hér á landi liggur ekki fyrir bein tölfræði um slys af völdum farsímanotkunar enda oft mjög erfitt að sanna slíkt. Hins vegar er það alveg vitað mál að farsímanotkun undir stýri veldur fjölda slysa. Niðurstöður nýrrar könnunar Samgöngustofu, sem Maskína framkvæmdi, sýna að farsímanotkun er nokkuð algeng við akstur. 45 prósent ökumanna sögðust lesa skilaboð í símanum við akstur og 33 prósent skrifa skilaboð. Þá kemur einnig fram að farsímanotkun undir stýri sé sá þáttur sem veldur mestri truflun í umferðinni að mati ökumannanna sjálfra. 99 prósent svarenda telja að það sé hættulegt eða stórhættulegt að nota farsíma á meðan á akstri stendur. „Þrátt fyrir þetta þá eru 33 prósent sem viðhafa það að skrifa skilaboð í farsíma á meðan á akstri stendur þrátt fyrir það að þeir standi í þeirri meiningu að þetta sé hættulegt,“ segir Einar. Einar getur ekki útskýrt hver ástæða þess sé. „Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja að þetta sé eitthvað í mannlegu eðli. Álit um að við sleppum alltaf. Það kemur ekkert fyrir mig.“ Einar Magnús segir að símanotkun undir stýri hafi færst í aukana. „Sérstaklega hjá ungu fólki og þá eru það fyrst og fremst samskipti mörg önnur en það að tala í símann og af því höfum við miklar áhyggjur,“ segir Einar og tekur dæmi um að verið sé að senda skilaboð á samskiptaforritinu Snapchat undir stýri. Samgöngustofa er nú að fara af stað með átakið „Gerum ekki neitt“ til að reyna stemma stigu við þróuninni. „Við erum að hvetja landsmenn til að gefa sér það heit núna um áramótin að gera einfaldlega ekki neitt þegar síminn kallar á það á meðan á akstri stendur,“ segir Einar Magnús. Samgöngur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Hátt í helmingur ökumanna les skilaboð í símanum á meðan á akstri stendur samkvæmt nýrri könnun Samgöngustofu. Þá hefur það færst í aukana að ungmenni noti símann undir stýri. Þetta er mikið áhyggjuefni segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá stofnuninni.Það að slá inn símanúmer á meðan verið er að keyra tólf faldar líkurnar á að það verði umferðarslys - samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. Þá eru 25 prósent allra umferðarslysa í Bandaríkjunum rakin til þess að ökumaður var að lesa eða skrifa skilaboð á símann. Hér á landi liggur ekki fyrir bein tölfræði um slys af völdum farsímanotkunar enda oft mjög erfitt að sanna slíkt. Hins vegar er það alveg vitað mál að farsímanotkun undir stýri veldur fjölda slysa. Niðurstöður nýrrar könnunar Samgöngustofu, sem Maskína framkvæmdi, sýna að farsímanotkun er nokkuð algeng við akstur. 45 prósent ökumanna sögðust lesa skilaboð í símanum við akstur og 33 prósent skrifa skilaboð. Þá kemur einnig fram að farsímanotkun undir stýri sé sá þáttur sem veldur mestri truflun í umferðinni að mati ökumannanna sjálfra. 99 prósent svarenda telja að það sé hættulegt eða stórhættulegt að nota farsíma á meðan á akstri stendur. „Þrátt fyrir þetta þá eru 33 prósent sem viðhafa það að skrifa skilaboð í farsíma á meðan á akstri stendur þrátt fyrir það að þeir standi í þeirri meiningu að þetta sé hættulegt,“ segir Einar. Einar getur ekki útskýrt hver ástæða þess sé. „Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja að þetta sé eitthvað í mannlegu eðli. Álit um að við sleppum alltaf. Það kemur ekkert fyrir mig.“ Einar Magnús segir að símanotkun undir stýri hafi færst í aukana. „Sérstaklega hjá ungu fólki og þá eru það fyrst og fremst samskipti mörg önnur en það að tala í símann og af því höfum við miklar áhyggjur,“ segir Einar og tekur dæmi um að verið sé að senda skilaboð á samskiptaforritinu Snapchat undir stýri. Samgöngustofa er nú að fara af stað með átakið „Gerum ekki neitt“ til að reyna stemma stigu við þróuninni. „Við erum að hvetja landsmenn til að gefa sér það heit núna um áramótin að gera einfaldlega ekki neitt þegar síminn kallar á það á meðan á akstri stendur,“ segir Einar Magnús.
Samgöngur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira