Viðskipti innlent

Kristbjörg nýr útibússtjóri Arion banka í Borgartúni

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Kristbjörg Héðinsdóttir.
Kristbjörg Héðinsdóttir. arion banki
Kristbjörg Héðinsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Arion banka í Borgartúni 18. Hún tekur við starfinu af Elísabetu Árnadóttur sem hefur fært sig um set innan bankans og tekið við starfi forstöðumanns fyrirtækjaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Kristbjörg er viðskiptafræðingur að mennt en hefur auk þess lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og námi í markþjálfun. Kristbjörg hefur starfað hjá Arion banka frá árinu 2004 en áður starfaði hún á auglýsingastofunni Gott Fólk McCann-Erickson. Á árunum 2013-2016 var Kristbjörg útibússtjóri Arion banka í Garðabæ en síðastliðið ár hefur hún gegnt starfi forstöðumanns þjónustustýringar hjá bankanum.

Arion banki rekur 24 útibú um land allt. Útibú Arion banka í Borgartúni 18 er stærsta útibú bankans en þar starfa á fimmta tug sérfræðinga á sviði einstaklings- og fyrirtækjaviðskipta. Þá hefur bankinn kynnt fjölda nýrra stafrænna lausna á undanförnum misserum með það að markmiði að veita viðskiptavinum sínum þægilegri bankaþjónustu. Á dögunum opnaði Arion banki nýtt útibú í Kringlunni þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að njóta leiðsagnar sérfræðinga við notkun stafrænna lausna bankans á afgreiðslutíma Kringlunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×