Nýtt riðusmit í Svarfaðardal reiðarslag fyrir íbúa í sveitinni Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2017 05:00 Riða fannst í sláturfé frá Urðum en MAST rannsakar þúsundir sláturgripa árlega til að stemma stigu við riðuveiki sem er afar hvimleiður sjúkdómur í sauðfé hér á landi. vísir/eyþór Riða hefur að nýju greinst í Svarfaðardal í Eyjafirði og nú í annað sinn á bænum Urðum en fella þurfti allt fé á bænum árið 2003. Er þetta fimmtánda staðfesta riðutilfellið sem kemur upp á síðustu fimmtán árum. Á þessum tíma hafa sjö tilfelli komið upp í Skagafirði, tvö í Húnaþingi vestra, fjögur á Suðurlandi og tvö tilfelli hafa komið upp í Svarfaðardal. Riðuveiki hefur leikið sauðfjárrækt í Svarfaðardal afar grátt svo vægt sé til orða tekið. Í lok níunda áratugarins var allt fé í dalnum skorið og var dalurinn fjárlaus í eitt ár. Á sumum bæjum var beðið í þrjú ár með að taka inn nýtt fé til að verjast smiti. Aftur um miðjan tíunda áratuginn komu upp fleiri smit og var fé aftur skorið á fjölda bæja. Síðast var riða staðfest í sveitinni árið 2009 á Dæli í Skíðadal. Gunnhildur Gylfadóttir, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar og bóndi í Svarfaðardal, segir þetta áfall fyrir alla sveitina. „Þetta er alltaf reiðarslag,“ segir Gunnhildur. „Þetta liggur fjandi nálægt hjartanu að fá svona og vekur upp gamla drauga hjá hverjum og einum. Fé okkar allra gengur saman á sumrin og því spyrja bændur sig hvenær riða greinist í þeirra fé.“Hún segir miklar tilfinningar í spilinu. „Þetta er áfall fyrir alla að fá þessar fréttir. En þetta er veruleikinn af því að búa á riðusvæði. Við höfum passað okkur mjög mikið hér í sveitinni og á þeim bæ þar sem riðan greinist nú er allt upp á punkt og prik.“ Riðuveiki er talin hafa borist til Íslands með enskum hrút sem fluttur var í Skagafjörð árið 1878 og hefur frá þeim tíma verið afar erfið viðureignar. Riðuveiki er smitandi heilasjúkdómur og smitast með svokölluðum óheilbrigðum príon próteinum. Um leið og þau komast inn í líkama ósýkts dýrs hefjast prótínin handa við að umbreyta öðrum príon próteinum. Síðastliðið haust komu upp tvö riðusmit í Skagafirði og þrjú tilfelli eru staðfest árið 2015, bæði í Skagafirði og í Húnaþingi vestra. Smit hefur ekki fundist á Suðurlandi síðan árið 2010. Ábúendur á Urðum í Svarfaðardal vildu ekki tjá sig um málið við blaðamann þegar eftir því var leitað. Tilfelli sem þetta er mikið áfall og þarf að skera allt fé á bænum og fara í umfangsmiklar framkvæmdir til að lágmarka hættu á að smitið komi upp að nýju. Skipta þarf um jarðveg í kringum útihús, brenna allt timbur í útihúsum og skera allt fé. Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Landbúnaður Skagafjörður Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Riða hefur að nýju greinst í Svarfaðardal í Eyjafirði og nú í annað sinn á bænum Urðum en fella þurfti allt fé á bænum árið 2003. Er þetta fimmtánda staðfesta riðutilfellið sem kemur upp á síðustu fimmtán árum. Á þessum tíma hafa sjö tilfelli komið upp í Skagafirði, tvö í Húnaþingi vestra, fjögur á Suðurlandi og tvö tilfelli hafa komið upp í Svarfaðardal. Riðuveiki hefur leikið sauðfjárrækt í Svarfaðardal afar grátt svo vægt sé til orða tekið. Í lok níunda áratugarins var allt fé í dalnum skorið og var dalurinn fjárlaus í eitt ár. Á sumum bæjum var beðið í þrjú ár með að taka inn nýtt fé til að verjast smiti. Aftur um miðjan tíunda áratuginn komu upp fleiri smit og var fé aftur skorið á fjölda bæja. Síðast var riða staðfest í sveitinni árið 2009 á Dæli í Skíðadal. Gunnhildur Gylfadóttir, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar og bóndi í Svarfaðardal, segir þetta áfall fyrir alla sveitina. „Þetta er alltaf reiðarslag,“ segir Gunnhildur. „Þetta liggur fjandi nálægt hjartanu að fá svona og vekur upp gamla drauga hjá hverjum og einum. Fé okkar allra gengur saman á sumrin og því spyrja bændur sig hvenær riða greinist í þeirra fé.“Hún segir miklar tilfinningar í spilinu. „Þetta er áfall fyrir alla að fá þessar fréttir. En þetta er veruleikinn af því að búa á riðusvæði. Við höfum passað okkur mjög mikið hér í sveitinni og á þeim bæ þar sem riðan greinist nú er allt upp á punkt og prik.“ Riðuveiki er talin hafa borist til Íslands með enskum hrút sem fluttur var í Skagafjörð árið 1878 og hefur frá þeim tíma verið afar erfið viðureignar. Riðuveiki er smitandi heilasjúkdómur og smitast með svokölluðum óheilbrigðum príon próteinum. Um leið og þau komast inn í líkama ósýkts dýrs hefjast prótínin handa við að umbreyta öðrum príon próteinum. Síðastliðið haust komu upp tvö riðusmit í Skagafirði og þrjú tilfelli eru staðfest árið 2015, bæði í Skagafirði og í Húnaþingi vestra. Smit hefur ekki fundist á Suðurlandi síðan árið 2010. Ábúendur á Urðum í Svarfaðardal vildu ekki tjá sig um málið við blaðamann þegar eftir því var leitað. Tilfelli sem þetta er mikið áfall og þarf að skera allt fé á bænum og fara í umfangsmiklar framkvæmdir til að lágmarka hættu á að smitið komi upp að nýju. Skipta þarf um jarðveg í kringum útihús, brenna allt timbur í útihúsum og skera allt fé.
Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Landbúnaður Skagafjörður Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira