Byggja upp í Arnarfirði þegar Mjólká verður miðja Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2017 12:15 Frá Mjólkárvirkjun í botni Arnarfjarðar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fjárfestar skoða nú svæðið í botni Arnarfjarðar sem valkost undir mikla atvinnuuppbyggingu. Með Dýrafjarðargöngum verður Mjólká miðja byggðanna á Vestfjörðum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Mjólkárvirkjun er í dag einn afskekktasti vinnustaður Íslands, innilokuð á vetrum milli Hrafnseyrarheiðar og Dynjandisheiðar. Með jarðgöngunum, sem verið er að grafa skammt frá, opnast ný sýn og ný tækifæri. Virkjunin verður þá hluti af atvinnusvæði Ísafjarðarbæjar. Stöðvarstjórinn þekkir vel þessa einangrun.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar. Ofarlega til vinstri á myndinni opnast munni Dýrafjarðarganga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta svæði lokast svona frá byrjun desember, má segja eiginlega, og við erum háðir mokstri frá október og fram í desember, - og kannski svona fram undir jól, - þá lokast. Og þetta hefur kannski ekki opnast fyrr en í apríl aftur hingað inn á svæðið,“ segir Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar, en þá taka þeir bát frá Bíldudal í vinnuna. Ráðamenn Arnarlax skoða nú þann möguleika að reisa stóra seiðaeldisstöð við Mjólká.Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þegar göngin koma og opnast hér á milli þá er Mjólká miðsvæðis á Vestfjörðum. Og þar er gríðarlegt vatn sem við þurfum á að halda við uppbyggingu á seiðaeldi. Þannig að við höfum áhuga á að skoða það frekar, já,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal.Kort/Hlynur Magnússon, Stöð 2.Kortið sýnir hvernig svæðið í kringum Mjólkárvirkjun opnast með göngunum sem miðjan á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Víkingur segir jafnframt nauðsynlegt að vegurinn um Dynjandisheiði verði byggður upp. „Þetta er bara alger bylting. Mjólká verður í raun miðsvæðis, og Þingeyri miðsvæðis hérna á Vestfjörðum. Það er það sem við höfum alltaf sagt. Við þurfum á öllum þorpunum að halda hér í kring. Og það verður alveg jafn mögulegt fyrir fólk á Þingeyri eða Ísafirði eða hérna á suðursvæðinu að vinna til dæmis eins og þarna,“ segir Víkingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Fjárfestar skoða nú svæðið í botni Arnarfjarðar sem valkost undir mikla atvinnuuppbyggingu. Með Dýrafjarðargöngum verður Mjólká miðja byggðanna á Vestfjörðum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Mjólkárvirkjun er í dag einn afskekktasti vinnustaður Íslands, innilokuð á vetrum milli Hrafnseyrarheiðar og Dynjandisheiðar. Með jarðgöngunum, sem verið er að grafa skammt frá, opnast ný sýn og ný tækifæri. Virkjunin verður þá hluti af atvinnusvæði Ísafjarðarbæjar. Stöðvarstjórinn þekkir vel þessa einangrun.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar. Ofarlega til vinstri á myndinni opnast munni Dýrafjarðarganga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta svæði lokast svona frá byrjun desember, má segja eiginlega, og við erum háðir mokstri frá október og fram í desember, - og kannski svona fram undir jól, - þá lokast. Og þetta hefur kannski ekki opnast fyrr en í apríl aftur hingað inn á svæðið,“ segir Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar, en þá taka þeir bát frá Bíldudal í vinnuna. Ráðamenn Arnarlax skoða nú þann möguleika að reisa stóra seiðaeldisstöð við Mjólká.Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þegar göngin koma og opnast hér á milli þá er Mjólká miðsvæðis á Vestfjörðum. Og þar er gríðarlegt vatn sem við þurfum á að halda við uppbyggingu á seiðaeldi. Þannig að við höfum áhuga á að skoða það frekar, já,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal.Kort/Hlynur Magnússon, Stöð 2.Kortið sýnir hvernig svæðið í kringum Mjólkárvirkjun opnast með göngunum sem miðjan á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Víkingur segir jafnframt nauðsynlegt að vegurinn um Dynjandisheiði verði byggður upp. „Þetta er bara alger bylting. Mjólká verður í raun miðsvæðis, og Þingeyri miðsvæðis hérna á Vestfjörðum. Það er það sem við höfum alltaf sagt. Við þurfum á öllum þorpunum að halda hér í kring. Og það verður alveg jafn mögulegt fyrir fólk á Þingeyri eða Ísafirði eða hérna á suðursvæðinu að vinna til dæmis eins og þarna,“ segir Víkingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00