Byggja upp í Arnarfirði þegar Mjólká verður miðja Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2017 12:15 Frá Mjólkárvirkjun í botni Arnarfjarðar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fjárfestar skoða nú svæðið í botni Arnarfjarðar sem valkost undir mikla atvinnuuppbyggingu. Með Dýrafjarðargöngum verður Mjólká miðja byggðanna á Vestfjörðum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Mjólkárvirkjun er í dag einn afskekktasti vinnustaður Íslands, innilokuð á vetrum milli Hrafnseyrarheiðar og Dynjandisheiðar. Með jarðgöngunum, sem verið er að grafa skammt frá, opnast ný sýn og ný tækifæri. Virkjunin verður þá hluti af atvinnusvæði Ísafjarðarbæjar. Stöðvarstjórinn þekkir vel þessa einangrun.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar. Ofarlega til vinstri á myndinni opnast munni Dýrafjarðarganga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta svæði lokast svona frá byrjun desember, má segja eiginlega, og við erum háðir mokstri frá október og fram í desember, - og kannski svona fram undir jól, - þá lokast. Og þetta hefur kannski ekki opnast fyrr en í apríl aftur hingað inn á svæðið,“ segir Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar, en þá taka þeir bát frá Bíldudal í vinnuna. Ráðamenn Arnarlax skoða nú þann möguleika að reisa stóra seiðaeldisstöð við Mjólká.Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þegar göngin koma og opnast hér á milli þá er Mjólká miðsvæðis á Vestfjörðum. Og þar er gríðarlegt vatn sem við þurfum á að halda við uppbyggingu á seiðaeldi. Þannig að við höfum áhuga á að skoða það frekar, já,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal.Kort/Hlynur Magnússon, Stöð 2.Kortið sýnir hvernig svæðið í kringum Mjólkárvirkjun opnast með göngunum sem miðjan á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Víkingur segir jafnframt nauðsynlegt að vegurinn um Dynjandisheiði verði byggður upp. „Þetta er bara alger bylting. Mjólká verður í raun miðsvæðis, og Þingeyri miðsvæðis hérna á Vestfjörðum. Það er það sem við höfum alltaf sagt. Við þurfum á öllum þorpunum að halda hér í kring. Og það verður alveg jafn mögulegt fyrir fólk á Þingeyri eða Ísafirði eða hérna á suðursvæðinu að vinna til dæmis eins og þarna,“ segir Víkingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fjárfestar skoða nú svæðið í botni Arnarfjarðar sem valkost undir mikla atvinnuuppbyggingu. Með Dýrafjarðargöngum verður Mjólká miðja byggðanna á Vestfjörðum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Mjólkárvirkjun er í dag einn afskekktasti vinnustaður Íslands, innilokuð á vetrum milli Hrafnseyrarheiðar og Dynjandisheiðar. Með jarðgöngunum, sem verið er að grafa skammt frá, opnast ný sýn og ný tækifæri. Virkjunin verður þá hluti af atvinnusvæði Ísafjarðarbæjar. Stöðvarstjórinn þekkir vel þessa einangrun.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar. Ofarlega til vinstri á myndinni opnast munni Dýrafjarðarganga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta svæði lokast svona frá byrjun desember, má segja eiginlega, og við erum háðir mokstri frá október og fram í desember, - og kannski svona fram undir jól, - þá lokast. Og þetta hefur kannski ekki opnast fyrr en í apríl aftur hingað inn á svæðið,“ segir Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar, en þá taka þeir bát frá Bíldudal í vinnuna. Ráðamenn Arnarlax skoða nú þann möguleika að reisa stóra seiðaeldisstöð við Mjólká.Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þegar göngin koma og opnast hér á milli þá er Mjólká miðsvæðis á Vestfjörðum. Og þar er gríðarlegt vatn sem við þurfum á að halda við uppbyggingu á seiðaeldi. Þannig að við höfum áhuga á að skoða það frekar, já,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal.Kort/Hlynur Magnússon, Stöð 2.Kortið sýnir hvernig svæðið í kringum Mjólkárvirkjun opnast með göngunum sem miðjan á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Víkingur segir jafnframt nauðsynlegt að vegurinn um Dynjandisheiði verði byggður upp. „Þetta er bara alger bylting. Mjólká verður í raun miðsvæðis, og Þingeyri miðsvæðis hérna á Vestfjörðum. Það er það sem við höfum alltaf sagt. Við þurfum á öllum þorpunum að halda hér í kring. Og það verður alveg jafn mögulegt fyrir fólk á Þingeyri eða Ísafirði eða hérna á suðursvæðinu að vinna til dæmis eins og þarna,“ segir Víkingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00