Viðskipti innlent

Kristín nýr framkvæmdastjóri Borgarleikhússins

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Kristín Ögmundsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Borgarleikhússins.
Kristín Ögmundsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Borgarleikhússins. Borgarleikhúsið
Kristín Ögmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Borgarleikhússins. Auglýst var eftir umsóknum í starfið í október síðastliðnum en alls bárust 37 umsóknir um starfið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu.

Kristín er hagræðingur frá University of Wisconsin í Bandaríkjunum og með mastersgráðu í fjármálum frá Cass Business School í London Bretlandi. Undanfarin fjögur ár hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. Þar áður vann Kristín hjá LVMH Christian Dior og Aurum Holdings í London.

„Starfið leggst mjög vel í mig. Ég hef unnið hjá Íslenska dansflokknum s.l. 4 ár og þekki því húsið vel og marga sem hér vinna. Starfið sjálft verður án efa krefjandi en um leið líflegt og spennandi. Borgarleikhúsið hefur iðað af lífi undanfarin ár og það verður gaman að taka þátt í því góða starfi sem þar er unnið,“ segir Kristín.

Stjórn LR fagnar ráðningu Kristínar og hlakkar til að vinna með henni að öllum þeim verkefnum sem framundan eru hjá Borgarleikhúsinu næstu leikárin.

Kristín tekur við starfinu af Berglindi Ólafsdóttur sem ráðin var í fyrra.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×