Erlent

Forvali sagt hagrætt í þágu Clinton

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Elizabeth Warren þingmaður.
Elizabeth Warren þingmaður. Nordicphotos/AFP
Forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum á síðasta ári var hagrætt. Þetta fullyrti Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður flokksins, í gær. Warren var opinber stuðningsmaður sigurvegarans Hillary Clinton.

Fréttamaður CNN spurði þingmanninn hvort Clinton hefði notið stuðnings á bak við tjöldin í baráttunni við Bernie Sanders og svaraði hún játandi.

Warren er ekki sú eina sem fullyrðir þetta en svar hennar var viðbragð við nýrri bók sem Donna Brazile, fyrrverandi formaður miðstjórnar Demókrata, gaf út á dögunum.

Í bók Brazile kemur fram að hin fjársvelta miðstjórn hafi gert samkomulag um sameiginlega fjáröflun miðstjórnarinnar og framboðs Clinton. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×