„Í villtustu bíómynd eða rugluðustu skáldsögu þá hefði manni ekki getað dottið þetta í hug“ Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 14. september 2017 20:50 Bergur Þór Ingólfsson, faðir stúlku sem Robert Downey braut gegn, á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar á dögunum þegar málið var þar til umfjöllunar. vísir/ernir Bergur Þór Ingólfsson, faðir stúlku sem Robert Downey braut gegn, segir að auðvitað hafi aðstandendum og brotaþolum dottið ýmislegt í hug þegar þau upplifðu tregðuna í kerfinu við að veita upplýsingar um uppreist æru Roberts sem hann fékk í september í fyrra. Robert var árið 2008 dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum. Fyrr í vikunni úrskurðaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál að dómsmálaráðuneytinu bæri að birta gögn í máli Roberts Downey, en með takmörkunum þó, eftir að fjölmiðlar kærðu ákvörðun ráðuneytisins um að birta ekki gögnin. Gögnin voru birt í vikunni og þar á meðal þeir sem vottuðu fyrir góða hegðun Roberts Downey.Faðir Bjarna vottaði fyrir dæmdan kynferðisbrotamann Í dag var svo greint frá því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði vottað fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson sem einnig fékk uppreist æru í september í fyrra og er dæmdur kynferðisbrotamaður. Hann hlaut árið 2004 fimm og hálfs árs langan fangelsisdóm fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Rætt var við Berg Þór í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um þessa þróun mála. „Auðvitað dettur manni ýmislegt í hug. Það er öll þessi tregða í kerfinu og svo kemur þetta í ljós. Í villtustu bíómynd eða rugluðustu skáldsögu hefði manni ekki geta dottið þetta í hug,“ sagði Bergur.Málið komið í allt annað samhengi Þá var einnig rætt við þingmenn stjórnarandstöðunnar, þær Svandísi Svavarsdóttur, þingmann Vinstri grænna, og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata. Þær segja málið núna komið í allt annað samhengi. „Sérstaklega hvað varðar leyndina og leyndarhyggjuna sem umvefur þetta mál allt saman. Við í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd óskuðum eftir gögnunum sem vörðuðu Robert Downey, það var mikið viðnám gegn því að við fengum þau gögn og að lokum var það þannig að hluti stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar neitaði að sjá gögnin,“ sagði Svandís. Þórhildur Sunna sagði að sér þætti þetta grafalvarlegt mál. „Mér finnst hræðilegt hvernig þetta mál allt saman er búið að fara og ótrúlegt til þess að hugsa að mögulega hafi þessi tengsl verið ástæða þess að ráðherra hafi ákveðið að fara á svig við upplýsingalög að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi farið í einhvers konar leynimakksleik um meðmælendur í hinu málinu til að skapa ekki fordæmi fyrir því að uppljóstra ekki um þetta mál. Ég á ennþá bara svolítið erfitt með að trúa þessu.“Segir ekki rétt að tala um leyndarhyggju Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var í viðtali í beinni útsendingu hjá Heimi Má Péturssyni í fréttatímanum. Hún sagði það ekki rétt að tala um leyndarhyggju í þessum efnum. „Við fengum í júní ósk um gögn í máli Roberts Downey og tókum strax ákvörðun um það ráðuneytið, lögum samkvæmt, að neita því vegna þess að í þeim kynnu að vera ákveðnar persónuupplýsingar sem kynnu að þurfa að fara leynt,“ sagði Sigríður. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hafi þá fengið málið til umfjöllunar og svo skilað greinargóðum úrskurði í fyrradag. „Þar er fallist á þessi sjónarmið dómsmálaráðuneytisins að þarna séu upplýsingar sem eðlilegt er að ekki sé veittur aðgangur að. Við höfum tekið fullt tillit til þess og birt gögn í máli Roberts Downey með þeim tilmælum sem úrskurðarnefndin kveður á um og við erum að gera það í öðrum málum og ætlum að birta þessi gögn öll.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ítarlega umfjöllun frétta Stöðvar 2 í kvöld um uppreist æru. Uppreist æru Tengdar fréttir Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Bjarni fékk að vita það í lok júlí að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila. 14. september 2017 18:48 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Bergur Þór Ingólfsson, faðir stúlku sem Robert Downey braut gegn, segir að auðvitað hafi aðstandendum og brotaþolum dottið ýmislegt í hug þegar þau upplifðu tregðuna í kerfinu við að veita upplýsingar um uppreist æru Roberts sem hann fékk í september í fyrra. Robert var árið 2008 dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum. Fyrr í vikunni úrskurðaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál að dómsmálaráðuneytinu bæri að birta gögn í máli Roberts Downey, en með takmörkunum þó, eftir að fjölmiðlar kærðu ákvörðun ráðuneytisins um að birta ekki gögnin. Gögnin voru birt í vikunni og þar á meðal þeir sem vottuðu fyrir góða hegðun Roberts Downey.Faðir Bjarna vottaði fyrir dæmdan kynferðisbrotamann Í dag var svo greint frá því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði vottað fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson sem einnig fékk uppreist æru í september í fyrra og er dæmdur kynferðisbrotamaður. Hann hlaut árið 2004 fimm og hálfs árs langan fangelsisdóm fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Rætt var við Berg Þór í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um þessa þróun mála. „Auðvitað dettur manni ýmislegt í hug. Það er öll þessi tregða í kerfinu og svo kemur þetta í ljós. Í villtustu bíómynd eða rugluðustu skáldsögu hefði manni ekki geta dottið þetta í hug,“ sagði Bergur.Málið komið í allt annað samhengi Þá var einnig rætt við þingmenn stjórnarandstöðunnar, þær Svandísi Svavarsdóttur, þingmann Vinstri grænna, og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata. Þær segja málið núna komið í allt annað samhengi. „Sérstaklega hvað varðar leyndina og leyndarhyggjuna sem umvefur þetta mál allt saman. Við í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd óskuðum eftir gögnunum sem vörðuðu Robert Downey, það var mikið viðnám gegn því að við fengum þau gögn og að lokum var það þannig að hluti stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar neitaði að sjá gögnin,“ sagði Svandís. Þórhildur Sunna sagði að sér þætti þetta grafalvarlegt mál. „Mér finnst hræðilegt hvernig þetta mál allt saman er búið að fara og ótrúlegt til þess að hugsa að mögulega hafi þessi tengsl verið ástæða þess að ráðherra hafi ákveðið að fara á svig við upplýsingalög að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi farið í einhvers konar leynimakksleik um meðmælendur í hinu málinu til að skapa ekki fordæmi fyrir því að uppljóstra ekki um þetta mál. Ég á ennþá bara svolítið erfitt með að trúa þessu.“Segir ekki rétt að tala um leyndarhyggju Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var í viðtali í beinni útsendingu hjá Heimi Má Péturssyni í fréttatímanum. Hún sagði það ekki rétt að tala um leyndarhyggju í þessum efnum. „Við fengum í júní ósk um gögn í máli Roberts Downey og tókum strax ákvörðun um það ráðuneytið, lögum samkvæmt, að neita því vegna þess að í þeim kynnu að vera ákveðnar persónuupplýsingar sem kynnu að þurfa að fara leynt,“ sagði Sigríður. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hafi þá fengið málið til umfjöllunar og svo skilað greinargóðum úrskurði í fyrradag. „Þar er fallist á þessi sjónarmið dómsmálaráðuneytisins að þarna séu upplýsingar sem eðlilegt er að ekki sé veittur aðgangur að. Við höfum tekið fullt tillit til þess og birt gögn í máli Roberts Downey með þeim tilmælum sem úrskurðarnefndin kveður á um og við erum að gera það í öðrum málum og ætlum að birta þessi gögn öll.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ítarlega umfjöllun frétta Stöðvar 2 í kvöld um uppreist æru.
Uppreist æru Tengdar fréttir Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Bjarni fékk að vita það í lok júlí að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila. 14. september 2017 18:48 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45
Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34
Bjarni fékk að vita það í lok júlí að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila. 14. september 2017 18:48