„Þetta er bara forkastanlegt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2025 20:31 Fannar og Bergrún, íbúar á Suðurlandi. Fréttastofa tók þau, og fleiri íbúa, tali á Hvolsvelli. Oddviti í Rangárþingi líkir stöðu heilbrigðismála á Suðurlandi við tifandi tímasprengju, sem bregðast þurfi við af hörku. Fundur með forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eftir helgi verði að skila haldbærum lausnum. Íbúar á Suðurlandi sem fréttastofa ræddi við segja stöðuna forkastanlega. Tveir læknar, sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands HSU, sögðu neyðarástand ríkja í heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi í kvöldfréttum í gær. Þá sökuðu þeir stjórn HSU um að bjóða læknum lakari kjör en þekkist annars staðar, sem sé meðal annars ástæða alvarlegs mönnunarvanda. Forstjóri HSU hafnar því reyndar, segir greiðslur á pari við það sem gengur og gerist í öðrum landshlutum, og segir stöðuna skárri en læknarnir halda fram. Íbúar sem fréttastofa ræddi við á Hvolsvelli eru þó upp til hópa uggandi. „Ég hef áhyggjur eins og bara allir, þetta er ömurleg staða. Fólk þarf ekki að fá nema astmakast eða eitthvað, þá er enginn læknir. Þetta er bara forkastanlegt. Við líðum ekki svona,“ segir Bergrún Gyða Óladóttir, íbúi á Hvolsvelli. Rætt er við hana og fleiri íbúa á Suðurlandi í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan. Verða að fá eitthvað út úr fundinum Forsvarsmenn sveitarfélaganna í Rangárþingi, þar sem læknalaust var um jólin, eru sammála. Staðan sé grafalvarleg og mál aldraðs manns á Hvolsvelli, sem ekki var hægt að úrskurða látinn á aðfangadag vegna læknaskortsins, sýni það svart á hvítu. „Það segir okkur að kannski hefur þetta verið tifandi tímasprengja sem við, sem stýrum sveitarfélögunum, höfum ekki áttað okkur á. En þetta er óþolandi staða,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti í Rangárþingi ytra. Sveitarfélögin geti þó beitt sér til að laða að lækna. „Við getum boðið húsnæði, við getum boðið leikskólapláss, við getum boðið fólk velkomið. Þannig að það stendur ekki á okkur,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra og formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Forsvarsmenn Ásahrepps og Rangárþings eystra og ytra funda með stjórnendum HSU strax eftir helgi. „Við verðum að fá eitthvað út úr þessum fundi á mánudaginn. Ef við fáum ekki út úr þessu sem vit er í þá þarf að halda málinu áfram, fá fund með ráðherra,“ segir Eggert. Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Byggðamál Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21 Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Tveir læknar, sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands HSU, sögðu neyðarástand ríkja í heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi í kvöldfréttum í gær. Þá sökuðu þeir stjórn HSU um að bjóða læknum lakari kjör en þekkist annars staðar, sem sé meðal annars ástæða alvarlegs mönnunarvanda. Forstjóri HSU hafnar því reyndar, segir greiðslur á pari við það sem gengur og gerist í öðrum landshlutum, og segir stöðuna skárri en læknarnir halda fram. Íbúar sem fréttastofa ræddi við á Hvolsvelli eru þó upp til hópa uggandi. „Ég hef áhyggjur eins og bara allir, þetta er ömurleg staða. Fólk þarf ekki að fá nema astmakast eða eitthvað, þá er enginn læknir. Þetta er bara forkastanlegt. Við líðum ekki svona,“ segir Bergrún Gyða Óladóttir, íbúi á Hvolsvelli. Rætt er við hana og fleiri íbúa á Suðurlandi í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan. Verða að fá eitthvað út úr fundinum Forsvarsmenn sveitarfélaganna í Rangárþingi, þar sem læknalaust var um jólin, eru sammála. Staðan sé grafalvarleg og mál aldraðs manns á Hvolsvelli, sem ekki var hægt að úrskurða látinn á aðfangadag vegna læknaskortsins, sýni það svart á hvítu. „Það segir okkur að kannski hefur þetta verið tifandi tímasprengja sem við, sem stýrum sveitarfélögunum, höfum ekki áttað okkur á. En þetta er óþolandi staða,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti í Rangárþingi ytra. Sveitarfélögin geti þó beitt sér til að laða að lækna. „Við getum boðið húsnæði, við getum boðið leikskólapláss, við getum boðið fólk velkomið. Þannig að það stendur ekki á okkur,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra og formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Forsvarsmenn Ásahrepps og Rangárþings eystra og ytra funda með stjórnendum HSU strax eftir helgi. „Við verðum að fá eitthvað út úr þessum fundi á mánudaginn. Ef við fáum ekki út úr þessu sem vit er í þá þarf að halda málinu áfram, fá fund með ráðherra,“ segir Eggert.
Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Byggðamál Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21 Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21
Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45