„Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. janúar 2025 13:32 Jónas Björn Sigurgeirsson birti þessa mynd á Facebook af sér og Edward Pettifer sem lést í hryðjuverkaárásinni í New Orleans á nýársdag. Mynd/Jónas Jónas Björn Sigurgeirsson, bókaútgefandi og eiginmaður Rósu Guðbjartsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins, segir Edward Pettifer sem lést í hryðjuverkaárásinni í New Orleans á nýársdag hafa verið einstaklega skemmtilegan mann með frábært skopskyn. Jónas birti mynd af þeim félögunum saman í gær á Facebook-síðu sinni en þeir kynntust í veiði í Selá þar sem Pettifer starfaði sem leiðsögumaður. Eyddu þeir þremur dögum saman þar sem þeir ræddu heima og geima að sögn Jónasar. Pettifer starfaði á Íslandi nokkur sumur í laxveiðiám og dvaldi á landinu um nokkra vikna skeið að hverju sinni. Sjá má færslu Jónasar neðar hér í fréttinni. „Ég setti þetta í rauninni bara inn því mér finnst svo magnað hvað heimurinn er lítill. Þetta var bara gæðadrengur, hann var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór. Hann var alveg ofboðslegur stangveiðimaður,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Bretakonungur vottaði fjölskyldunni samúð Eins og greint hefur frá vottaði Karl Bretakonungur fjölskyldu hins 31 árs gamla Pettifer samúð. Hann var sonur Alexöndur Pettfier, barnfóstru Harrys og Vilhjálms Bretaprins. Pettifer er sagður hafa látist af völdum áverka sem hlutust þegar bílnum var ekið á fólkið í þvögunni í New Orleans á nýársdag. Árásarmaðurinn Shamsud-Din Bahar Jabbar, 42 ára maður frá Texas, var skotinn til bana af lögreglumönnum eftir að hann hafði ekið inn í mannfjölda á Bourbon-stræti. Starfsmenn alríkislögreglunnar segja liggja fyrir að hann hefði verið innblásinn af Íslamska ríkinu en voðaverkið er rannsakað sem hryðjuverk. Hokinn af reynslu Jónas segir að Pettifer hafi verið hokinn af reynslu þrátt fyrir ungan aldur og vísar til hans sem framúrskarandi stangveiðimanns. „Hann var mikið náttúrubarn og elskaði að veiða. Hann var mikill húmoristi og grínaðist mikið.“ Færsla Jónasar í heild sinni.skjáskot „Ég sá hann fyrst í flugvélinni á leið til Vopnafjarðar, glaðbeittan og skrafhreifinn náunga,“ segir í færslu Jónasar en hann tekur fram að Pettifer hafi talað vel um Karl Bretakonung. „Góður drengur, léttur í lund, enskur í öllum háttum og hógvær. Nú er hann allur af því að einhver bandbrjálaður íslamskur hryðjuverkamaður ákvað að aka yfir fólk á nýársgleði í New Orleans. Blessuð sé minning Edward Pettifer.“ Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Jónas birti mynd af þeim félögunum saman í gær á Facebook-síðu sinni en þeir kynntust í veiði í Selá þar sem Pettifer starfaði sem leiðsögumaður. Eyddu þeir þremur dögum saman þar sem þeir ræddu heima og geima að sögn Jónasar. Pettifer starfaði á Íslandi nokkur sumur í laxveiðiám og dvaldi á landinu um nokkra vikna skeið að hverju sinni. Sjá má færslu Jónasar neðar hér í fréttinni. „Ég setti þetta í rauninni bara inn því mér finnst svo magnað hvað heimurinn er lítill. Þetta var bara gæðadrengur, hann var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór. Hann var alveg ofboðslegur stangveiðimaður,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Bretakonungur vottaði fjölskyldunni samúð Eins og greint hefur frá vottaði Karl Bretakonungur fjölskyldu hins 31 árs gamla Pettifer samúð. Hann var sonur Alexöndur Pettfier, barnfóstru Harrys og Vilhjálms Bretaprins. Pettifer er sagður hafa látist af völdum áverka sem hlutust þegar bílnum var ekið á fólkið í þvögunni í New Orleans á nýársdag. Árásarmaðurinn Shamsud-Din Bahar Jabbar, 42 ára maður frá Texas, var skotinn til bana af lögreglumönnum eftir að hann hafði ekið inn í mannfjölda á Bourbon-stræti. Starfsmenn alríkislögreglunnar segja liggja fyrir að hann hefði verið innblásinn af Íslamska ríkinu en voðaverkið er rannsakað sem hryðjuverk. Hokinn af reynslu Jónas segir að Pettifer hafi verið hokinn af reynslu þrátt fyrir ungan aldur og vísar til hans sem framúrskarandi stangveiðimanns. „Hann var mikið náttúrubarn og elskaði að veiða. Hann var mikill húmoristi og grínaðist mikið.“ Færsla Jónasar í heild sinni.skjáskot „Ég sá hann fyrst í flugvélinni á leið til Vopnafjarðar, glaðbeittan og skrafhreifinn náunga,“ segir í færslu Jónasar en hann tekur fram að Pettifer hafi talað vel um Karl Bretakonung. „Góður drengur, léttur í lund, enskur í öllum háttum og hógvær. Nú er hann allur af því að einhver bandbrjálaður íslamskur hryðjuverkamaður ákvað að aka yfir fólk á nýársgleði í New Orleans. Blessuð sé minning Edward Pettifer.“
Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira