Forbes: Ronaldo með 9,2 milljarða í árstekjur og enginn fær meira Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 16:30 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo rakar inn 93 milljónum dollara á árinu 2017 samkvæmt upplýsingum viðskiptablaðsins Forbes en það gerir 9,2 milljarða í íslenskum krónum. Portúgalinn er tekjuhæsti íþróttamaður heims þegar lagðar eru saman launatekjur og auglýsingatekjur. Ronaldo er samkvæmt þessum tölum með 25 milljónir í tekjur á hverjum degi ársins. Ronaldo fær 58 milljónir í laun frá Real Madrid en í viðbót við það fær hann 35 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Ronaldo er tekjuhærri en bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James sem er í öðru sæti með tekjur upp á 86,2 milljónir dollara eða rúma 8,5 milljarða íslenskra króna. Lipnel Messi er síðan í þriðja sætinu með tekjur upp á 80 milljónir dollara eða 7,9 milljarða íslenskra króna. LeBron James fær 55 milljónir dollara í auglýsingatekjur en „aðeins“ 31,2 milljónir í laun. Messi er með 53 milljónir dollara í laun frá Barcelona en 27 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Hvergi er þó munurinn meiri en hjá tenniskappanum Roger Federer. Svisslendingurinn fær „bara“ 6 milljónir dollara í bein laun en hann er hinsvegar með 58 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Federer kemst því pp í fjórða sæti listans þrátt fyrir að vera með þetta „lítil“ laun. Ronaldo og Messi eru einu fótboltamennirnir sem komast á listann en þar eru aftur á móti fjórir leikmenn úr NBA-deildinni. Auk LeBron James (2. sæti) eru þar líka Kevin Durant (5. sæti), Stephen Curry (8. sæti) og James Harden (9. sæti.). Einn kylfingur er á listanum en Rory Mcllroy er í sjötta sæti. Formúlukappinn Lewis Hamilton er í 10. sæti og NFL-leikstjórnandinn Andrew Luck er jafn Rory í sjötta sætinu. Darren Rovell birti topplista Forbes á Twitter og má sjá hann hér fyrir neðan. The highest paid athletes in the world, as guesstimated by @Forbespic.twitter.com/JdeNk4t2NO — Darren Rovell (@darrenrovell) June 7, 2017 Formúla Fótbolti Körfubolti Tennis Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
Knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo rakar inn 93 milljónum dollara á árinu 2017 samkvæmt upplýsingum viðskiptablaðsins Forbes en það gerir 9,2 milljarða í íslenskum krónum. Portúgalinn er tekjuhæsti íþróttamaður heims þegar lagðar eru saman launatekjur og auglýsingatekjur. Ronaldo er samkvæmt þessum tölum með 25 milljónir í tekjur á hverjum degi ársins. Ronaldo fær 58 milljónir í laun frá Real Madrid en í viðbót við það fær hann 35 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Ronaldo er tekjuhærri en bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James sem er í öðru sæti með tekjur upp á 86,2 milljónir dollara eða rúma 8,5 milljarða íslenskra króna. Lipnel Messi er síðan í þriðja sætinu með tekjur upp á 80 milljónir dollara eða 7,9 milljarða íslenskra króna. LeBron James fær 55 milljónir dollara í auglýsingatekjur en „aðeins“ 31,2 milljónir í laun. Messi er með 53 milljónir dollara í laun frá Barcelona en 27 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Hvergi er þó munurinn meiri en hjá tenniskappanum Roger Federer. Svisslendingurinn fær „bara“ 6 milljónir dollara í bein laun en hann er hinsvegar með 58 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Federer kemst því pp í fjórða sæti listans þrátt fyrir að vera með þetta „lítil“ laun. Ronaldo og Messi eru einu fótboltamennirnir sem komast á listann en þar eru aftur á móti fjórir leikmenn úr NBA-deildinni. Auk LeBron James (2. sæti) eru þar líka Kevin Durant (5. sæti), Stephen Curry (8. sæti) og James Harden (9. sæti.). Einn kylfingur er á listanum en Rory Mcllroy er í sjötta sæti. Formúlukappinn Lewis Hamilton er í 10. sæti og NFL-leikstjórnandinn Andrew Luck er jafn Rory í sjötta sætinu. Darren Rovell birti topplista Forbes á Twitter og má sjá hann hér fyrir neðan. The highest paid athletes in the world, as guesstimated by @Forbespic.twitter.com/JdeNk4t2NO — Darren Rovell (@darrenrovell) June 7, 2017
Formúla Fótbolti Körfubolti Tennis Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira