Nýjasta eyðibyggðin er á Melrakkasléttu Kristján Már Unnarsson skrifar 20. mars 2017 21:45 Norðurströnd Melrakkasléttu er nýjasta eyðibyggð Íslands eftir að heilsársbúsetu lauk á síðustu sveitabæjum milli Leirhafnar og Raufarhafnar. Þetta var nyrsta byggð landsins, utan Grímseyjar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Fyrir hálfri öld voru um tuttugu býli í byggð á Melrakkasléttu en nú eru aðeins tvö eftir; það vestasta, Reistarnes á Leirhafnartorfunni, og það austasta, Höfði, sunnan Raufarhafnar. Kaflaskil urðu fyrir tveimur árum þegar flutt var burt af höfuðbólinu Leirhöfn en þá var enginn sveitabær eftir í ábúð á milli Leirhafnar og Raufarhafnar. Níels Árni Lund, frá Miðtúni á Melrakkasléttu, gaf nýlega út sögu Sléttunnar í þremur bindum. Þegar hann var að alast upp á Leirhafnartorfunni bjuggu þar milli fimmtíu og sextíu manns á níu heimilum.Níels Árni Lund við bæinn Nýhöfn á Leirhafnartanga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Hér var gert út á níunda áratug síðustu aldar og þá eru hér sjálfsagt einir fimm, sex, sjö bátar, - sem eru fastir hér í Leirhöfn,“ segir Níels Árni. Reisulegt timburhús á Grjótnesi frá árinu 1906 ber vott um ríkidæmi fyrr á tíð en Baldur Hólmsteinsson, sem nytjar þar æðardún á sumrin, telur ekki útilokað að Sléttan byggist á ný. „Það er nægt land til þess að rækta, ef menn vilja fara að búa með skepnur eða gera eitthvað slíkt,“ segir Baldur. Sigurður Mar Óskarsson, hlunnindabóndi á Ásmundarstöðum, telur að þá þyrfti nýjar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustu. „En þetta fer ekki í byggð eins og var, ekki með hefðbundin landbúnaðarnot,“ segir Sigurður.Frænkurnar Þorbjörg Sigurðardóttir og Aðalbjörg Guðmundsdóttir hreinsa dún við bæinn Harðbak.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Konurnar sem við hittum við bæinn Harðbak, mæðgurnar Aðalbjörg Guðmundsdóttir og Margrét Rögnvaldsdóttir, og frænka þeirra, Þorbjörg Sigurðardóttir, segjast mæta í dúnhreinsun á hverju sumri til að halda í gamla samfélagið. Þær fái að minnsta kosti að upplifa einn fjórða af því, segir Aðalbjörg. „Okkur finnst voðalega gaman að minnast þessara tíma þegar við vorum að alast upp,“ segir Þorbjörg. Og dæmi eru um að brottfluttir Sléttungar reisi sér ný hús, eins og Vera Sigurðardóttir frá Oddsstöðum, sem vonast til þess með manni sínum, Óla Björnssyni, að geta dvalið þar í minnst fimm til sex mánuði á ári.Vera Sigurðardóttir frá Oddsstöðum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þetta er bara alveg dásamlegt. Við höfum líka nóg að gera. Það er nú aðalmálið, - að hafa eitthvað við að vera,“ segir Vera. Nánar var fjallað um mannlíf á Melrakkasléttu í þættinum „Um land allt“ en hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Þrjár bækur um Melrakkasléttu Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. 6. október 2016 16:45 Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Norðurströnd Melrakkasléttu er nýjasta eyðibyggð Íslands eftir að heilsársbúsetu lauk á síðustu sveitabæjum milli Leirhafnar og Raufarhafnar. Þetta var nyrsta byggð landsins, utan Grímseyjar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Fyrir hálfri öld voru um tuttugu býli í byggð á Melrakkasléttu en nú eru aðeins tvö eftir; það vestasta, Reistarnes á Leirhafnartorfunni, og það austasta, Höfði, sunnan Raufarhafnar. Kaflaskil urðu fyrir tveimur árum þegar flutt var burt af höfuðbólinu Leirhöfn en þá var enginn sveitabær eftir í ábúð á milli Leirhafnar og Raufarhafnar. Níels Árni Lund, frá Miðtúni á Melrakkasléttu, gaf nýlega út sögu Sléttunnar í þremur bindum. Þegar hann var að alast upp á Leirhafnartorfunni bjuggu þar milli fimmtíu og sextíu manns á níu heimilum.Níels Árni Lund við bæinn Nýhöfn á Leirhafnartanga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Hér var gert út á níunda áratug síðustu aldar og þá eru hér sjálfsagt einir fimm, sex, sjö bátar, - sem eru fastir hér í Leirhöfn,“ segir Níels Árni. Reisulegt timburhús á Grjótnesi frá árinu 1906 ber vott um ríkidæmi fyrr á tíð en Baldur Hólmsteinsson, sem nytjar þar æðardún á sumrin, telur ekki útilokað að Sléttan byggist á ný. „Það er nægt land til þess að rækta, ef menn vilja fara að búa með skepnur eða gera eitthvað slíkt,“ segir Baldur. Sigurður Mar Óskarsson, hlunnindabóndi á Ásmundarstöðum, telur að þá þyrfti nýjar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustu. „En þetta fer ekki í byggð eins og var, ekki með hefðbundin landbúnaðarnot,“ segir Sigurður.Frænkurnar Þorbjörg Sigurðardóttir og Aðalbjörg Guðmundsdóttir hreinsa dún við bæinn Harðbak.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Konurnar sem við hittum við bæinn Harðbak, mæðgurnar Aðalbjörg Guðmundsdóttir og Margrét Rögnvaldsdóttir, og frænka þeirra, Þorbjörg Sigurðardóttir, segjast mæta í dúnhreinsun á hverju sumri til að halda í gamla samfélagið. Þær fái að minnsta kosti að upplifa einn fjórða af því, segir Aðalbjörg. „Okkur finnst voðalega gaman að minnast þessara tíma þegar við vorum að alast upp,“ segir Þorbjörg. Og dæmi eru um að brottfluttir Sléttungar reisi sér ný hús, eins og Vera Sigurðardóttir frá Oddsstöðum, sem vonast til þess með manni sínum, Óla Björnssyni, að geta dvalið þar í minnst fimm til sex mánuði á ári.Vera Sigurðardóttir frá Oddsstöðum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þetta er bara alveg dásamlegt. Við höfum líka nóg að gera. Það er nú aðalmálið, - að hafa eitthvað við að vera,“ segir Vera. Nánar var fjallað um mannlíf á Melrakkasléttu í þættinum „Um land allt“ en hér má sjá kynningarstiklu þáttarins.
Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Þrjár bækur um Melrakkasléttu Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. 6. október 2016 16:45 Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þrjár bækur um Melrakkasléttu Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. 6. október 2016 16:45
Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34