Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2017 19:00 Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Margir af bestu leikmönnum íslenska landsliðsins eru meiddir og óvíst hve margir sem nú eru á sjúkralistanum verða með í Evrópukeppninni í Hollandi í sumar. Dóra María Lárusdóttir og Sandra María Jessen slitu báðar krossbönd í hné gegn Norðmönnum á Algarve-mótinu fyrir rúmri viku. Fjölmargir aðrir leikmenn glíma við meiðsli. „Þetta eru áföll sem dynja yfir okkur núna og þetta er ekki staða sem við vildum vera í að missa tvo leikmenn í krossbandaslit í leiknum á móti Noregi. Það var mikið sjokk. Við vorum ekki búin að fá þetta staðfest strax en þegar við fengum þetta staðfest þá var þetta eins og að vera kýldur í magann og þá fyrst og fremst fyrir leikmennina,“ segir Freyr. „Sandra María á möguleika á að ná Evrópumótinu en hann er lítill. Hún er að gera allt sem hún þarf að gera til að ná mótinu. Dóra María verður ekki meira með og það er gríðarleg blóðtaka fyrir utan allt hitt,“ segir Freyr. Illa gengur að greina meiðsli Dagnýjar Brynjarsdóttur. Freyr er bjartsýnn að Hólmfríður Magnúsdóttir jafni sig af meiðslum. Margrét Lára Viðarsdóttir fór í aðgerð rétt fyrir jól. „Ég hef mikla trú á því að Margrét Lára verði á góðum stað á réttum tíma og hver vika er mjög dýrmæt fyrir hana. Það er óþægilegt að það hefur verið erfitt að greina meiðsli Dagnýjar og þar af leiðandi erfitt að finna rétt meðferðarúrræði. Hún er komin til Bandaríkjanna og er í góðum höndum þar. Hún er í kappi við tímann varðandi aprílverkefnið,“ segir Freyr. Það má finna alla fréttina í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Margir af bestu leikmönnum íslenska landsliðsins eru meiddir og óvíst hve margir sem nú eru á sjúkralistanum verða með í Evrópukeppninni í Hollandi í sumar. Dóra María Lárusdóttir og Sandra María Jessen slitu báðar krossbönd í hné gegn Norðmönnum á Algarve-mótinu fyrir rúmri viku. Fjölmargir aðrir leikmenn glíma við meiðsli. „Þetta eru áföll sem dynja yfir okkur núna og þetta er ekki staða sem við vildum vera í að missa tvo leikmenn í krossbandaslit í leiknum á móti Noregi. Það var mikið sjokk. Við vorum ekki búin að fá þetta staðfest strax en þegar við fengum þetta staðfest þá var þetta eins og að vera kýldur í magann og þá fyrst og fremst fyrir leikmennina,“ segir Freyr. „Sandra María á möguleika á að ná Evrópumótinu en hann er lítill. Hún er að gera allt sem hún þarf að gera til að ná mótinu. Dóra María verður ekki meira með og það er gríðarleg blóðtaka fyrir utan allt hitt,“ segir Freyr. Illa gengur að greina meiðsli Dagnýjar Brynjarsdóttur. Freyr er bjartsýnn að Hólmfríður Magnúsdóttir jafni sig af meiðslum. Margrét Lára Viðarsdóttir fór í aðgerð rétt fyrir jól. „Ég hef mikla trú á því að Margrét Lára verði á góðum stað á réttum tíma og hver vika er mjög dýrmæt fyrir hana. Það er óþægilegt að það hefur verið erfitt að greina meiðsli Dagnýjar og þar af leiðandi erfitt að finna rétt meðferðarúrræði. Hún er komin til Bandaríkjanna og er í góðum höndum þar. Hún er í kappi við tímann varðandi aprílverkefnið,“ segir Freyr. Það má finna alla fréttina í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira