Innlent

Þórdís Elva svarar fyrir sig: „Fyrirgefningin var aldrei fyrir hann“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þórdís Elva og Tom á sviði í fyrirlestri sínum á vegum Ted.
Þórdís Elva og Tom á sviði í fyrirlestri sínum á vegum Ted. Skjáskot
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem skrifað hefur bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger, var gestur í ástralska sjónvarpsþættinum Q&A á mánudaginn. Þórdís sagði að fyrirgefning sín á gjörðum Stranger hefði ekki verið fyrir hann. Skömmin hafi verið að eyðileggja líf sitt og mikilvægt hafi verið að skila henni aftur á sinn stað.

Fjallað er ítarlega um þáttinn á vef Guardian en Þórdís og Stranger héldu erindi á All About Women hátíðinni í Sidney um liðna helgi. Bók Þórdísar og Stranger, Handan fyrirgefningar, hefur vakið heimsathygli, sem og TED-fyrirlestur þeirra, þar sem efni bókarinnar var rætt.

Stranger nauðgaði Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar hún var sextán ára og hann átján ára skiptinemi hér á landi. Mörgum árum síðar skrifaði hún Tom og lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana, í tilraun til að skila skömminni og rjúfa eigin þögn. Úr varð bókin Handan fyrirgefningar.

„Ég vil hafa það á hreinu, fyrirgefningin var aldrei fyrir hann. Fólk telur að maður sé að gefa gerandanum eitthvað þegar maður fyrirgefur. Ég sé þetta allt öðruvísi. Fyrir mér var fyrirgefningin eitthvað sem gerði mér kleyft að skila skömminni og sjálfsásökunum sem ég hef borið með mér að ósekju. Þetta var að tæra mig að innan og var að eyðileggja líf mitt,“ sagði Þórdís Elva.

Lögfræðingurinn Josephine Cashman var einnig gestur þáttarins og varaði hún Ástrala við að fara sömu leið og Þórdís Elva. Sagði hún að hún myndi ekki virka fyrir hið „venjulega fórnarlamb“. Að hennar mati væri best að fara leið dómstóla í þessum málum. Sagði Cashman að í of mörgum tilfellum hefðu þolendur fyrirgefið gerendum í heimilisofbeldismálum, oft með með hrikalegum afleiðingum. Þá gagrýndi hún að Stranger skyldi græða á sölu bókarinnar.

Þórdís Elva svaraði því til að fjöldi nauðgunarmála kæmust ekki í gegnum dómskerfið og í mörgum tilfellum væri dómarnir of vægir. Þá sagði hún að hún sjálf fengi meirihluta þeirra tekna sem verði til vegna bókarinnar og að Stranger sé að íhuga að gefa sinn hluta til góðgerðarmála

Lesa má umfjöllun Guardian hér.


Tengdar fréttir

Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi

Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku.

Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×