Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 13:09 Þórdís Elva og Tom á sviði í fyrirlestri sínum á vegum Ted. Skjáskot Rithöfundurinn, fyrirlesarinn og leikskáldið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók, Handan fyrirgefningar, með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. Þegar Þórdís Elva var 16 ára unglingur í Reykjavík var henni nauðgað af kærasta sínum, ástralska skiptinemanum Tom. Hún kærði aldrei ofbeldið sem hafði djúpstæð áhrif á alla hennar tilveru. Mörgum árum síðar skrifaði hún Tom og lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana, í tilraun til að skila skömminni og rjúfa eigin þögn. Hún bjó sig undir neikvæð viðbrögð en fékk þess í stað skilyrðislausa játningu frá Tom, með ósk um að gera upp fortíðina í sameiningu. Eftir átta ára bréfaskipti ákváðu þau að mætast á miðri leið, í Suður-Afríku, landi sem á bæði sögu um átakanlegt ofbeldi og græðandi mátt fyrirgefningar. Undir lok síðasta árs héldu þau TED-fyrirlestur um efni bókarinnar þar sem þau, gerandi og brotaþoli, stigu fyrst fram í sameiningu og Fyrirlesturinn birtist á TED.com í dagÁttuðu sig hvorugt strax að ofbeldi hefði átt sér stað Í fyrirlestrinum reifa þau Þórdís og Tom sögu sína í sameiningu á opinskáan hátt. Þar lýsir Þórdís því að á jólaballi hafi hún ákveðið að drekka romm í fyrsta skipti og orðið ofurölvi. Tom hafi hjálpað henni heim og hún hafi verið honum þakklát þar til hann klæddi hana úr fötunum, lagðist ofan á hana og nauðgaði henni. Hún hafi verið með meðvitund en ekki haft kraft til að streitast á móti. Hún segir að hún hafi ekki upplifað atvikið sem nauðgun vegna þess að Tom hafi ekki verið sú ímynd af nauðgara sem hún hafi séð í kvikmyndum. Þegar hún áttaði sig á að henni hafði verið nauðgað var skiptinámi Tom lokið og hann farinn aftur til Ástralíu. Tom segist sjálfur ekki strax hafa áttað sig á að hann hefði nauðgað Þórdísi. Hann hafi afneitað sannleikanum og sannfært sjálfan sig að um kynlíf hefði verið að ræða en ekki nauðgun. „Ég sagði Þórdísi upp nokkrum dögum seinna og sá hanna nokkrum sinnum aftur á meðan ég dvaldi á Íslandi og fékk sting í hjartað í hvert sinn. Innst inni vissi ég að ég hefði gert eitthvað skelfilega rangt. En án þess að átta mig á því gróf ég minninguna djúpt niðri.“ Þegar Þórdís hafi haft samband hafi honum boðist einstakt tækifæri til að horfast í augu við gjörðir sinar. Hann segir að ekki megi vanmeta mátt orða og að það að segja við Þórdísi að hann hafi nauðgað henni hafi breytt sýn sinni á sjálfan sig. „En það sem mestu skiptir er að ég færði ábyrgðina frá henni og yfir á mig.”Hægt er að sjá fyrirlesturinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Þórdís segir að þau vilji ekki mæla með þessari aðferð fyrir aðra og að enginn hafi rétt á að segja fólki hvernig það eigi að takast á við slíkan sársauka. Hún hafi skrifað bókina vegna þess að hún gat það. „Ég var ekki grýtt, hýdd eða fangelsuð fyrir að hafa verið nauðgað,“ segir hún. „Ég var ekki neydd í hjónaband með gerandanum. Ég var ekki myrt til að endurheimta „heiður fjölskyldunnar“. Á vissan hátt má segja að stærsta áfall lífs míns sé jafnframt til marks um hversu mikilla forréttinda ég nýt, því ég get tjáð mig um það án þess að stofna öryggi mínu í hættu. En forréttindum fylgir ábyrgð og mér finnst ég skyldug til að beita rödd minni þegar svo margir brotaþolar um allan heim geta það ekki. En það er ekki nóg að brotaþolar tjái sig. Gerendur þurfa líka að rjúfa þögnina og axla ábyrgð.“ Tom tekur í sama streng: „Áframhaldandi þögn leiðir ekki til breytinga. Ég hef verið hluti af þessu vandamáli og nú langar mig að leggja mitt af mörkum til lausnarinnar. Tekið skal fram að ég er einn einstaklingur og alls ekki fulltrúi stærri hóps eða karlmanna í heild. Þetta er eingöngu mín saga, saga um hvítan millistéttarmann sem nauðgaði sextán ára kærustunni sinni þegar hann var sjálfur átján ára, og vill nú taka ábyrgð á sársaukanum sem hann hefur valdið í von um að það opni uppbyggilega umræðu.“ Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Rithöfundurinn, fyrirlesarinn og leikskáldið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók, Handan fyrirgefningar, með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. Þegar Þórdís Elva var 16 ára unglingur í Reykjavík var henni nauðgað af kærasta sínum, ástralska skiptinemanum Tom. Hún kærði aldrei ofbeldið sem hafði djúpstæð áhrif á alla hennar tilveru. Mörgum árum síðar skrifaði hún Tom og lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana, í tilraun til að skila skömminni og rjúfa eigin þögn. Hún bjó sig undir neikvæð viðbrögð en fékk þess í stað skilyrðislausa játningu frá Tom, með ósk um að gera upp fortíðina í sameiningu. Eftir átta ára bréfaskipti ákváðu þau að mætast á miðri leið, í Suður-Afríku, landi sem á bæði sögu um átakanlegt ofbeldi og græðandi mátt fyrirgefningar. Undir lok síðasta árs héldu þau TED-fyrirlestur um efni bókarinnar þar sem þau, gerandi og brotaþoli, stigu fyrst fram í sameiningu og Fyrirlesturinn birtist á TED.com í dagÁttuðu sig hvorugt strax að ofbeldi hefði átt sér stað Í fyrirlestrinum reifa þau Þórdís og Tom sögu sína í sameiningu á opinskáan hátt. Þar lýsir Þórdís því að á jólaballi hafi hún ákveðið að drekka romm í fyrsta skipti og orðið ofurölvi. Tom hafi hjálpað henni heim og hún hafi verið honum þakklát þar til hann klæddi hana úr fötunum, lagðist ofan á hana og nauðgaði henni. Hún hafi verið með meðvitund en ekki haft kraft til að streitast á móti. Hún segir að hún hafi ekki upplifað atvikið sem nauðgun vegna þess að Tom hafi ekki verið sú ímynd af nauðgara sem hún hafi séð í kvikmyndum. Þegar hún áttaði sig á að henni hafði verið nauðgað var skiptinámi Tom lokið og hann farinn aftur til Ástralíu. Tom segist sjálfur ekki strax hafa áttað sig á að hann hefði nauðgað Þórdísi. Hann hafi afneitað sannleikanum og sannfært sjálfan sig að um kynlíf hefði verið að ræða en ekki nauðgun. „Ég sagði Þórdísi upp nokkrum dögum seinna og sá hanna nokkrum sinnum aftur á meðan ég dvaldi á Íslandi og fékk sting í hjartað í hvert sinn. Innst inni vissi ég að ég hefði gert eitthvað skelfilega rangt. En án þess að átta mig á því gróf ég minninguna djúpt niðri.“ Þegar Þórdís hafi haft samband hafi honum boðist einstakt tækifæri til að horfast í augu við gjörðir sinar. Hann segir að ekki megi vanmeta mátt orða og að það að segja við Þórdísi að hann hafi nauðgað henni hafi breytt sýn sinni á sjálfan sig. „En það sem mestu skiptir er að ég færði ábyrgðina frá henni og yfir á mig.”Hægt er að sjá fyrirlesturinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Þórdís segir að þau vilji ekki mæla með þessari aðferð fyrir aðra og að enginn hafi rétt á að segja fólki hvernig það eigi að takast á við slíkan sársauka. Hún hafi skrifað bókina vegna þess að hún gat það. „Ég var ekki grýtt, hýdd eða fangelsuð fyrir að hafa verið nauðgað,“ segir hún. „Ég var ekki neydd í hjónaband með gerandanum. Ég var ekki myrt til að endurheimta „heiður fjölskyldunnar“. Á vissan hátt má segja að stærsta áfall lífs míns sé jafnframt til marks um hversu mikilla forréttinda ég nýt, því ég get tjáð mig um það án þess að stofna öryggi mínu í hættu. En forréttindum fylgir ábyrgð og mér finnst ég skyldug til að beita rödd minni þegar svo margir brotaþolar um allan heim geta það ekki. En það er ekki nóg að brotaþolar tjái sig. Gerendur þurfa líka að rjúfa þögnina og axla ábyrgð.“ Tom tekur í sama streng: „Áframhaldandi þögn leiðir ekki til breytinga. Ég hef verið hluti af þessu vandamáli og nú langar mig að leggja mitt af mörkum til lausnarinnar. Tekið skal fram að ég er einn einstaklingur og alls ekki fulltrúi stærri hóps eða karlmanna í heild. Þetta er eingöngu mín saga, saga um hvítan millistéttarmann sem nauðgaði sextán ára kærustunni sinni þegar hann var sjálfur átján ára, og vill nú taka ábyrgð á sársaukanum sem hann hefur valdið í von um að það opni uppbyggilega umræðu.“
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira