Innlent

Þórdís Elva og Stranger ekki lengur á dagskrá

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þórdís Elva og Tom á sviði í fyrirlestri sínum á vegum Ted
Þórdís Elva og Tom á sviði í fyrirlestri sínum á vegum Ted Skjáskot
Þórdís Elva Þorvaldsóttir og Tom Stranger munu ekki halda erindi á ráðstefnunni Woman of the World um helgina. Aðstandendur ráðstefnunnar segjast þar með vera að bregðast við undirskriftasöfnun þar sem rúmlega tvö þúsund mann mótmæltu því að Stranger skyldi fá að vera á hátíðinni. RÚV greinir frá.

Áætlað var að Þórdís Elva og Stranger myndu halda erindi um bók þeirra, Handan fyrirgefningar, sem fjallar um samskipti þeirra eftir að Þórdís Elva hafði samband við Stranger, sem nauðgaði henni þegar hún var sextán ára.

Með undirskriftasöfnunni var því mótmælt að Stranger skyldi, sem maður sem framið hafði nauðgun, fá þar vettvang til þess að tjá sínar skoðanir. Gæti það rifjað upp slæmar minningar fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

Í yfirlýsingu frá Jude Kelly, stjórnanda hátíðarinnar, segir að ákveðið hafi verið að taka erindi þeirra um helgina af dagskrá en færa það þess í stað til 14. mars þar sem það væri ekki hluti af formlegri dagskrá ráðstefnunnar.

Bók Þórdísar Elvu og Stranger ásamt TED-fyrirlestri þeirra um efni bókarinnar hefur vakið mikla athygli. Í vikunni var Þórdís Elva gestur í ástralska sjónvarpsþættinum Q&A. Þar varð hún ákvörðun sína um að fyrirgefa Stranger kynferðisbrotið. Sagði hún að nauðsynlegt hefði verið fyrir sig að skila skömminni og að fyrirgefningin hafi ekki verið fyrir Stranger, heldur fyrir sig, svo hún gæti horft fram á veginn.


Tengdar fréttir

Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi

Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku.

Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×