HM-pistill: Hvaða lag mun drengjakór Geirs syngja? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Kristianstad-þrenningin, Arnar Freyr Arnarsson, Ólafur Guðmundsson og Gunnar Steinn Jónsson, verða í stóru hlutverki á HM. vísir/hanna Það er ótrúlega áhugavert heimsmeistaramót fram undan hjá strákunum okkar. Það er svo mikið af ungum mönnum í Metz núna að þetta eru eiginlega bara drengir. Því er vel við hæfi að tala um drengjakór Geirs eins og Gaupi byrjaði á svo skemmtilega. Að Aron Pálmarsson spili ekki með liðinu gjörbreytir auðvitað stöðunni. Hvaða landslið sem er myndi sakna slíks heimsklassaleikmanns. Aron hefur verið maðurinn sem dregur vagninn. Gefur sendingarnar sem þarf og skýtur á markið þegar allt er undir. Nú þurfa aðrir menn að axla þá ábyrgð og ég er hrikalega spenntur að sjá hvernig drengjakórnum mun farnast í því verkefni. Ólafur Andrés Guðmundsson og Rúnar Kárason verða á meðal þeirra sem þurfa að axla mikla ábyrgð og taka skotin þegar allt er undir eða þegar liðið vantar sárlega kraft. Þeir eru engir nýgræðingar þó að þeir séu í fyrsta skipti í alvöru ábyrgðarhlutverki. Nú er sviðið þeirra og tækifæri til að sýna að þeir geti þetta og hafi átt fleiri tækifæri skilin á undanförnum árum. Svo eru það yngstu guttarnir sem hafa mikla hæfileika. Janus Daði er enn í Olís-deildinni en virðist ekki óttast neitt. Ómar Ingi er stútfullur af hæfileikum og Arnar Freyr er framtíð landsliðsins á línunni og í vörninni. Þegar komið er að tímamótum eins og landsliðið stendur á er ég á því að það eigi að leyfa framtíðinni að spila. Hlaupa af sér hornin og næla sér í ómetanlega reynslu sem er fjárfesting í framtíð landsliðsins. Það gladdi mig mikið að heyra Geir Sveinsson segja í gær að hann ætli sér að gera það. Hann mun nýta þetta mót til þess að leggja inn á framtíðarreikning strákanna okkar. Margir segja að það sé engin pressa á liðinu núna og það er að einhverju leyti rétt. Fólk almennt býst ekki við miklum árangri en það eru strákarnir sem setja pressu á sjálfa sig. Að standa sig vel. Þeir vilja sýna sig og sanna og gætu hæglega komið einhverjum á óvart í sumum leikja mótsins. Það er mjög erfitt að spá í hversu langt liðið fer. Það verður á brattann að sækja og ekki síst í kvöld er liðið mætir firnasterku liði Spánverja. Þó að liðið tapi þeim leik þá vill maður sjá jákvæða hluti. Hluti sem hægt verður að vinna með í komandi leikjum. Geir hefur verið með stífar söngæfingar fyrir drengjakórinn sinn síðustu daga en það er ekki fyrr en á hólminn er komið sem við komumst að því hvort lagið sé rammfalskt eða gullfallega sungið. Ég í það minnsta bíð mjög spenntur að sjá hvernig þessi tónleikaferð drengjakórsins endar. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Það er ótrúlega áhugavert heimsmeistaramót fram undan hjá strákunum okkar. Það er svo mikið af ungum mönnum í Metz núna að þetta eru eiginlega bara drengir. Því er vel við hæfi að tala um drengjakór Geirs eins og Gaupi byrjaði á svo skemmtilega. Að Aron Pálmarsson spili ekki með liðinu gjörbreytir auðvitað stöðunni. Hvaða landslið sem er myndi sakna slíks heimsklassaleikmanns. Aron hefur verið maðurinn sem dregur vagninn. Gefur sendingarnar sem þarf og skýtur á markið þegar allt er undir. Nú þurfa aðrir menn að axla þá ábyrgð og ég er hrikalega spenntur að sjá hvernig drengjakórnum mun farnast í því verkefni. Ólafur Andrés Guðmundsson og Rúnar Kárason verða á meðal þeirra sem þurfa að axla mikla ábyrgð og taka skotin þegar allt er undir eða þegar liðið vantar sárlega kraft. Þeir eru engir nýgræðingar þó að þeir séu í fyrsta skipti í alvöru ábyrgðarhlutverki. Nú er sviðið þeirra og tækifæri til að sýna að þeir geti þetta og hafi átt fleiri tækifæri skilin á undanförnum árum. Svo eru það yngstu guttarnir sem hafa mikla hæfileika. Janus Daði er enn í Olís-deildinni en virðist ekki óttast neitt. Ómar Ingi er stútfullur af hæfileikum og Arnar Freyr er framtíð landsliðsins á línunni og í vörninni. Þegar komið er að tímamótum eins og landsliðið stendur á er ég á því að það eigi að leyfa framtíðinni að spila. Hlaupa af sér hornin og næla sér í ómetanlega reynslu sem er fjárfesting í framtíð landsliðsins. Það gladdi mig mikið að heyra Geir Sveinsson segja í gær að hann ætli sér að gera það. Hann mun nýta þetta mót til þess að leggja inn á framtíðarreikning strákanna okkar. Margir segja að það sé engin pressa á liðinu núna og það er að einhverju leyti rétt. Fólk almennt býst ekki við miklum árangri en það eru strákarnir sem setja pressu á sjálfa sig. Að standa sig vel. Þeir vilja sýna sig og sanna og gætu hæglega komið einhverjum á óvart í sumum leikja mótsins. Það er mjög erfitt að spá í hversu langt liðið fer. Það verður á brattann að sækja og ekki síst í kvöld er liðið mætir firnasterku liði Spánverja. Þó að liðið tapi þeim leik þá vill maður sjá jákvæða hluti. Hluti sem hægt verður að vinna með í komandi leikjum. Geir hefur verið með stífar söngæfingar fyrir drengjakórinn sinn síðustu daga en það er ekki fyrr en á hólminn er komið sem við komumst að því hvort lagið sé rammfalskt eða gullfallega sungið. Ég í það minnsta bíð mjög spenntur að sjá hvernig þessi tónleikaferð drengjakórsins endar.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti