Handbolti

Guð­mundur Bragi og fé­lagar verða með á bikarúr­slita­helginni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guð­mundur Bragi Ástþórsson þekkir bikarúrslitin á Íslandi með Haukum en nú fær hann að kynnast þeim i Danmörku.
Guð­mundur Bragi Ástþórsson þekkir bikarúrslitin á Íslandi með Haukum en nú fær hann að kynnast þeim i Danmörku. Vísir/Diego

Bjerringbro-Silkeborg komst í kvöld í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar eftir fimm marka sigur á GOG í átta liða úrslitum Santander bikarsins.

Bjerringbro-Silkeborg vann leikinn 27-22 eftir að hafa verið 13-11 yfir í hálfleik.

Guðmundur Bragi Ástþórsson fær því að kynnast bikarúrslitunum á sínu fyrsta tímabili í Danmörku. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram um sömu helgi.

Guðmundur Bragi skoraði þrjú mörk í leiknum en þau komu öll úr vítaköstum. Hann nýtti þrjú af fjórum vítum sínum.

Aðeins tveir leikmenn Bjerringbro-Silkeborg skoruðu meira en okkar maður en þeir Anders Zachariassen og Patrick Boldsen voru báðir með fjögur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×