Handbolti

Leik Gísla og fé­laga í Magdeburg frestað vegna á­rásarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikur Gísli Þorgeirs Kristjánssonar og félaga í Magdeburg átti að fara fram í dag en honum hefur verið frestað.
Leikur Gísli Þorgeirs Kristjánssonar og félaga í Magdeburg átti að fara fram í dag en honum hefur verið frestað. Getty/Andreas Gora

Magdeburg spilar ekki á morgun í þýsku handboltadeildinni eins og áætlað var. Ástæðan er sú að fimm eru látnir og tvö hundruð særðir eftir að maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöldi

Þýska deildin gaf það út í dag að leikur Magdeburg á móti Eisenach á morgun fari ekki fram fyrr en seinna.

Það er einnig líkur á því að leikur Magdeburgar liðsins sem átti að fara fram á öðrum degi jóla verði einnig frestað.

Mikil sorg er í Magdeburg og svo gæti farið að fjöldi látna myndi hækka enn frekar. 41 er alvarlega særður eftir árásina, sem framin var af fimmtugum geðlækni frá Sádi Arabíu.

Íslensku landsliðsmennirnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon spila með liði Magdeburgar en Ómar Ingi er reyndar frá vegna meiðsla.

Það munaði ekki miklu að Gísli og kærasta hans hefðu verið á jólamarkaðnum í gær eins og kom fram á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×