Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 15. janúar 2017 17:47 Engar vísbendingar hafa fundist um ferðir Birnu. vísir/skjáskot Birna Brjánsdóttir, stúlkan sem saknað hefur verið frá því í gærmorgun, er enn ófundin. Móðir Birnu sagði í samtali við Vísi að hópur sjálfboðaliða leitaði nú að henni í Hafnarfirði. Þeir sem taka þátt í leitinni eru aðallega vinir Birnu og skyldmenni. Móðir Birnu segir leitin hafi ekki borið nokkurn árangur og biðlar til björgunarsveitanna. „Leitin gengur ekki neitt. Ég vil kalla eftir allsherjaraðstoð og vil að allar björgunarsveitir aðstoði við leitina,“ segir hún. Að hennar sögn hefur lögreglan enn ekki tekið þátt í leitinni vegna skorts á vísbendingum. „Það eina sem við erum með í höndunum er að sími Birnu virðist hafa orðið rafmagnslaus klukkan 5:50 í Hafnarfirði, í grennd við gömlu slökkvistöðina,“ segir hún. Svæðið er talsvert stórt og segir móðir Birnu að vinir og ættingjar Birnu gangi nú í hús með mynd af henni og spyrjist fyrir um hvort einhver hafi orðið var við ferðir hennar.Kom fjölskyldunni í opna skjöldu Móðir Birnu segir að hvarf hennar hafi komið sér og fjölskyldunni í opna skjöldu. „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli. Hún er ekki að strjúka að heiman,“ fullyrðir hún. Móðir Birnu segir að hún hafi átt að mæta til vinnu bæði á laugardag og sunnudag en hún hefði ekki boðað forföll. „Vinkona hennar var vaktstjóri yfir henni og hún sagði að þetta hefði aldrei komið fyrir áður.“ Birna er fædd árið 1996 og er því tvítug. Hún er 170 sm há og um það bil 70 kíló. Hún er með sítt ljósrautt hár og var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og svarta Dr. Martin skó þegar síðast spurðist til hennar. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Birnu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Birna Brjánsdóttir, stúlkan sem saknað hefur verið frá því í gærmorgun, er enn ófundin. Móðir Birnu sagði í samtali við Vísi að hópur sjálfboðaliða leitaði nú að henni í Hafnarfirði. Þeir sem taka þátt í leitinni eru aðallega vinir Birnu og skyldmenni. Móðir Birnu segir leitin hafi ekki borið nokkurn árangur og biðlar til björgunarsveitanna. „Leitin gengur ekki neitt. Ég vil kalla eftir allsherjaraðstoð og vil að allar björgunarsveitir aðstoði við leitina,“ segir hún. Að hennar sögn hefur lögreglan enn ekki tekið þátt í leitinni vegna skorts á vísbendingum. „Það eina sem við erum með í höndunum er að sími Birnu virðist hafa orðið rafmagnslaus klukkan 5:50 í Hafnarfirði, í grennd við gömlu slökkvistöðina,“ segir hún. Svæðið er talsvert stórt og segir móðir Birnu að vinir og ættingjar Birnu gangi nú í hús með mynd af henni og spyrjist fyrir um hvort einhver hafi orðið var við ferðir hennar.Kom fjölskyldunni í opna skjöldu Móðir Birnu segir að hvarf hennar hafi komið sér og fjölskyldunni í opna skjöldu. „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli. Hún er ekki að strjúka að heiman,“ fullyrðir hún. Móðir Birnu segir að hún hafi átt að mæta til vinnu bæði á laugardag og sunnudag en hún hefði ekki boðað forföll. „Vinkona hennar var vaktstjóri yfir henni og hún sagði að þetta hefði aldrei komið fyrir áður.“ Birna er fædd árið 1996 og er því tvítug. Hún er 170 sm há og um það bil 70 kíló. Hún er með sítt ljósrautt hár og var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og svarta Dr. Martin skó þegar síðast spurðist til hennar. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Birnu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55