Innlent

Halda áfram að leita við Hafnarfjarðarhöfn

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Leit verður framhaldið um klukkan hálf ellefu.
Leit verður framhaldið um klukkan hálf ellefu. vísir/vilhelm
Skipulögð leit að Birnu Brjánsdóttur hefst að nýju um klukkan hálf ellefu. Haldið verður áfram að leita við Hafnarfjarðarhöfn þar sem skór áþekkir þeim sem Birna klæddist þegar síðast sást til hennar fundust.

Um allsherjar útkall hjá lögreglu, björgunarsveitum og Landhelgisgæslunni verður að ræða. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir viðbragðsaðila nú funda um stöðu mála og að ekki liggi fyrir hversu margir muni taka þátt í leitinni, en að björgunarsveitarmenn verði líklega ekki færri en eitt hundrað talsins.

Skóparið er af tegundinni Dr. Martens en það fannst skammt frá birgðastöð Atlantsolíu við Óseyrabraut, sem er ekki á hinu skilgreinda hafnarsvæði. Unnið er að því að fá myndefni frá Atlantsolíu, sem og hjá nærliggjandi fyrirtækjum.

Lögregla hefur ekki viljað staðfesta að skóparið sé af Birnu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×