Innlent

„Ætlum að nota birtuna til að leita af okkur allan grun“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Björgunarsveitir munu einblína fyrst og fremst á svæðið umhverfis Hafnarfjarðarhöfn en til greina kemur að stækka leitarsvæðið síðar í dag, segir Lárus Steindór Björnsson, svæðisstjóri björgunarsveita Landsbjargar. Um hundrað björgunarsveitarmenn eru að störfum með leitarhunda, báta og dróna, svo fátt eitt sé nefnt. Umfangsmikil leit stendur yfir að Birnu Brjánsdóttur, tvítugri konu sem ekkert hefur spurst til frá aðfaranótt laugardags.

„Við ætlum að einblína á það svæði þar sem skórnir fundust; Við Atlantsolíu og hafnarsvæðið hér í kring og höfnina sjálfa,“ segir Lárus.

Hann segir að einnig verði leitað á svæðinu þar sem sími Birnu fannst. „Við ætlum líka að skoða svæðið í kringum Flatarhraunið þar sem síminn var síðast inni, leita aðeins betur þar.“

Fréttastofa náði tali af Lárusi þegar leit var að hefjast á ellefta tímanum, en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×