Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skota kemur til greina Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2016 19:15 Viðræður eru hafnar milli stjórnvalda í Skotlandi og Lundúnum um hvernig Skotar geti haldið áfram aðild sinni að Evrópusambandinu eftir útgöngu Breta. Forsætisráðherra Skotlands segir málið flókið en ef ekki takist að semja um málið verði kannski að boða til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Sambandssinnar sigruðu naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands fyrir um tveimur árum. En Skotar eru almennt mjög hlynntir því að vera í Evrópusambandinu. Þeir fylgja Bretum því ekki með glöðu geði þaðan út. Enda segir Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands að nú sé verið að skoða allar leiðir til að verja hagsmuni og stöðu Skotlands. „Við viljum tryggja stöðu okkar í Evrópu. Jafnvel þótt íbúar annarra svæða Bretlands vilji yfirgefa ESB munum við á næstu mánuðum ræða kostina í stöðunni við ríkisstjórn Bretlands. Vonandi tekst okkur á þessum fordæmislausu tímum að finna lausn á því,“ segir Sturgeon. Hún hafi einnig nú þegar átt viðræður við forystumenn stofnana Evrópusambandsins og leiðtoga einstakra aðildarríkja. Í nánustu framtíð sé hins vegar forgangsmál að ná samkomulagi um framtíð Skota við stjórnvöld í Lundúnum. „Við viljum reyna að ná samkomulagi sem kemur til móts við sjónarmið stjórnvalda á Bretlandi um að yfirgefa ESB en koma einnig til móts við sjónarmið skoskra stjórnvalda um að vera áfram í ESB. Þetta verður ekki auðvelt en mikilvægt er að halda öllum valkostum opnum,“ segir forsætisráðherrann. Staðan sem nú sé uppi sé fordæmalaus í sögu stóra Bretlands. „Skotland á þess kost ef ekkert af þessu reynist mögulegt að skoða þann kost á ný að verða sjálfstætt ríki og tryggja stöðu sína í Evrópu með þeim hætti. Sá kostur er fyrir hendi en engin ákvörðun hefur verið tekin,“ segir Sturgeon. Hins vegar geti hagsmunir Skota skaðast mjög mikið með útgöngu úr Evrópusambandinu og þjóðin hafi sagt með skýrum hætti að hún vilji vera í sambandinu. „Sú óvissa sem bresk stjórnvöld hafa skapað, ekki aðeins með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu með niðurstöðu um að ganga úr ESB en gera það án nokkurrar áætlunar um hvað muni gerast. Að þremur mánuðum liðnum er engin skýr stefna um framhaldið. Ekki má vanmeta þá óvissu. Mitt hlutverk er að draga úr henni og einnig að reyna að finna bestu lausnina fyrir Skotland,“ segir Nicola Sturgeon. Brexit Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Viðræður eru hafnar milli stjórnvalda í Skotlandi og Lundúnum um hvernig Skotar geti haldið áfram aðild sinni að Evrópusambandinu eftir útgöngu Breta. Forsætisráðherra Skotlands segir málið flókið en ef ekki takist að semja um málið verði kannski að boða til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Sambandssinnar sigruðu naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands fyrir um tveimur árum. En Skotar eru almennt mjög hlynntir því að vera í Evrópusambandinu. Þeir fylgja Bretum því ekki með glöðu geði þaðan út. Enda segir Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands að nú sé verið að skoða allar leiðir til að verja hagsmuni og stöðu Skotlands. „Við viljum tryggja stöðu okkar í Evrópu. Jafnvel þótt íbúar annarra svæða Bretlands vilji yfirgefa ESB munum við á næstu mánuðum ræða kostina í stöðunni við ríkisstjórn Bretlands. Vonandi tekst okkur á þessum fordæmislausu tímum að finna lausn á því,“ segir Sturgeon. Hún hafi einnig nú þegar átt viðræður við forystumenn stofnana Evrópusambandsins og leiðtoga einstakra aðildarríkja. Í nánustu framtíð sé hins vegar forgangsmál að ná samkomulagi um framtíð Skota við stjórnvöld í Lundúnum. „Við viljum reyna að ná samkomulagi sem kemur til móts við sjónarmið stjórnvalda á Bretlandi um að yfirgefa ESB en koma einnig til móts við sjónarmið skoskra stjórnvalda um að vera áfram í ESB. Þetta verður ekki auðvelt en mikilvægt er að halda öllum valkostum opnum,“ segir forsætisráðherrann. Staðan sem nú sé uppi sé fordæmalaus í sögu stóra Bretlands. „Skotland á þess kost ef ekkert af þessu reynist mögulegt að skoða þann kost á ný að verða sjálfstætt ríki og tryggja stöðu sína í Evrópu með þeim hætti. Sá kostur er fyrir hendi en engin ákvörðun hefur verið tekin,“ segir Sturgeon. Hins vegar geti hagsmunir Skota skaðast mjög mikið með útgöngu úr Evrópusambandinu og þjóðin hafi sagt með skýrum hætti að hún vilji vera í sambandinu. „Sú óvissa sem bresk stjórnvöld hafa skapað, ekki aðeins með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu með niðurstöðu um að ganga úr ESB en gera það án nokkurrar áætlunar um hvað muni gerast. Að þremur mánuðum liðnum er engin skýr stefna um framhaldið. Ekki má vanmeta þá óvissu. Mitt hlutverk er að draga úr henni og einnig að reyna að finna bestu lausnina fyrir Skotland,“ segir Nicola Sturgeon.
Brexit Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira