Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skota kemur til greina Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2016 19:15 Viðræður eru hafnar milli stjórnvalda í Skotlandi og Lundúnum um hvernig Skotar geti haldið áfram aðild sinni að Evrópusambandinu eftir útgöngu Breta. Forsætisráðherra Skotlands segir málið flókið en ef ekki takist að semja um málið verði kannski að boða til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Sambandssinnar sigruðu naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands fyrir um tveimur árum. En Skotar eru almennt mjög hlynntir því að vera í Evrópusambandinu. Þeir fylgja Bretum því ekki með glöðu geði þaðan út. Enda segir Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands að nú sé verið að skoða allar leiðir til að verja hagsmuni og stöðu Skotlands. „Við viljum tryggja stöðu okkar í Evrópu. Jafnvel þótt íbúar annarra svæða Bretlands vilji yfirgefa ESB munum við á næstu mánuðum ræða kostina í stöðunni við ríkisstjórn Bretlands. Vonandi tekst okkur á þessum fordæmislausu tímum að finna lausn á því,“ segir Sturgeon. Hún hafi einnig nú þegar átt viðræður við forystumenn stofnana Evrópusambandsins og leiðtoga einstakra aðildarríkja. Í nánustu framtíð sé hins vegar forgangsmál að ná samkomulagi um framtíð Skota við stjórnvöld í Lundúnum. „Við viljum reyna að ná samkomulagi sem kemur til móts við sjónarmið stjórnvalda á Bretlandi um að yfirgefa ESB en koma einnig til móts við sjónarmið skoskra stjórnvalda um að vera áfram í ESB. Þetta verður ekki auðvelt en mikilvægt er að halda öllum valkostum opnum,“ segir forsætisráðherrann. Staðan sem nú sé uppi sé fordæmalaus í sögu stóra Bretlands. „Skotland á þess kost ef ekkert af þessu reynist mögulegt að skoða þann kost á ný að verða sjálfstætt ríki og tryggja stöðu sína í Evrópu með þeim hætti. Sá kostur er fyrir hendi en engin ákvörðun hefur verið tekin,“ segir Sturgeon. Hins vegar geti hagsmunir Skota skaðast mjög mikið með útgöngu úr Evrópusambandinu og þjóðin hafi sagt með skýrum hætti að hún vilji vera í sambandinu. „Sú óvissa sem bresk stjórnvöld hafa skapað, ekki aðeins með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu með niðurstöðu um að ganga úr ESB en gera það án nokkurrar áætlunar um hvað muni gerast. Að þremur mánuðum liðnum er engin skýr stefna um framhaldið. Ekki má vanmeta þá óvissu. Mitt hlutverk er að draga úr henni og einnig að reyna að finna bestu lausnina fyrir Skotland,“ segir Nicola Sturgeon. Brexit Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Sjá meira
Viðræður eru hafnar milli stjórnvalda í Skotlandi og Lundúnum um hvernig Skotar geti haldið áfram aðild sinni að Evrópusambandinu eftir útgöngu Breta. Forsætisráðherra Skotlands segir málið flókið en ef ekki takist að semja um málið verði kannski að boða til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Sambandssinnar sigruðu naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands fyrir um tveimur árum. En Skotar eru almennt mjög hlynntir því að vera í Evrópusambandinu. Þeir fylgja Bretum því ekki með glöðu geði þaðan út. Enda segir Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands að nú sé verið að skoða allar leiðir til að verja hagsmuni og stöðu Skotlands. „Við viljum tryggja stöðu okkar í Evrópu. Jafnvel þótt íbúar annarra svæða Bretlands vilji yfirgefa ESB munum við á næstu mánuðum ræða kostina í stöðunni við ríkisstjórn Bretlands. Vonandi tekst okkur á þessum fordæmislausu tímum að finna lausn á því,“ segir Sturgeon. Hún hafi einnig nú þegar átt viðræður við forystumenn stofnana Evrópusambandsins og leiðtoga einstakra aðildarríkja. Í nánustu framtíð sé hins vegar forgangsmál að ná samkomulagi um framtíð Skota við stjórnvöld í Lundúnum. „Við viljum reyna að ná samkomulagi sem kemur til móts við sjónarmið stjórnvalda á Bretlandi um að yfirgefa ESB en koma einnig til móts við sjónarmið skoskra stjórnvalda um að vera áfram í ESB. Þetta verður ekki auðvelt en mikilvægt er að halda öllum valkostum opnum,“ segir forsætisráðherrann. Staðan sem nú sé uppi sé fordæmalaus í sögu stóra Bretlands. „Skotland á þess kost ef ekkert af þessu reynist mögulegt að skoða þann kost á ný að verða sjálfstætt ríki og tryggja stöðu sína í Evrópu með þeim hætti. Sá kostur er fyrir hendi en engin ákvörðun hefur verið tekin,“ segir Sturgeon. Hins vegar geti hagsmunir Skota skaðast mjög mikið með útgöngu úr Evrópusambandinu og þjóðin hafi sagt með skýrum hætti að hún vilji vera í sambandinu. „Sú óvissa sem bresk stjórnvöld hafa skapað, ekki aðeins með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu með niðurstöðu um að ganga úr ESB en gera það án nokkurrar áætlunar um hvað muni gerast. Að þremur mánuðum liðnum er engin skýr stefna um framhaldið. Ekki má vanmeta þá óvissu. Mitt hlutverk er að draga úr henni og einnig að reyna að finna bestu lausnina fyrir Skotland,“ segir Nicola Sturgeon.
Brexit Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Sjá meira