Lagerbäck: Leikmenn vilja ekki heyra þegar þeir eru ófaglegir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júlí 2016 13:00 Lagerbäck á blaðamannafundi í Annecy í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, segir að hann hafi notað fjölmiðla til að koma ákveðnum skilaboðum inn í leikmannahóp íslenska landsliðsins. Þetta segir hann í samtali við Vísi. Nærtækasta dæmið er þegar hann sagði frá því á blaðamannafundi í Annecy, á meðan EM í Frakklandi stóð, að leikmenn hefðu komið of seint í kvöldmat skömmu eftir sigurinn á Englandi í 16-liða úrslitum. „Besta leiðin til að fá leikmenn á tærnar er að segja að hann sé ekki 100 prósent fagmannlegur,“ segir Lagerbäck. „Leikmenn vilja ekki heyra það.“ „Ég hef notað nokkur smáatriði, til dæmis eins og þegar leikmenn mættu 20-25 mínútum of seint í mat. Mér fannst það vanvirðing,“ segir hann enn fremur en málið var tekið fyrir á liðsfundi daginn fyrir umræddan blaðamannafund. Hann segir þó að gleymska sé eðlilegur þáttur þegar um svona stóran hóp ræðir og að málið hafi ekki alvarlegt. „Gleymska er ekki afsökun en það er mannlegt að gleyma hlutum. Það geri ég líka sjálfur,“ segir hann og bætir við að hann hafi stundum notað fjölmiðla til að koma ákveðnum skilaboðum til skila, bæði til leikmanna og einnig andstæðinga. „Ég reyni að gera það af og til. Ef mér finnst það góð hugmynd þá geri ég það,“ segir Lagerbäck en ummæli hans um leikaraskap Pepe og Cristiano Ronaldo fyrir leik Íslands og Portúgals vöktu athygli. „Ég vildi koma þessu út. Ef maður talar um svona lagað þá getur maður haft áhrif - á leikmenn, dómara og þá sem stýra dómgæslu. Varðandi dæmið með Portúgal þá fékk ég meira að segja viðbrögð frá þjálfara Portúgals. Tilgangurinn var að fá viðbrögð og ég fékk viðbrögð. Mér fannst það ganga ágætlega.“ Og virkaði þetta að þínu mati? „Ég sá ekki mikið af leikaraskap í leiknum okkar gegn Portúgal. Kannski að þetta hafði einhver áhrif.“Ítarlegt viðtal Fréttablaðsins við Lars Lagerbäck, sem birtist laugardaginn 16. júlí, má sjá hér fyrir neðan. Næstu daga á Vísi verður áfram rætt við Lagerbäck um ýmis mál sem snerta íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, EM í Frakklandi og stöðu íþróttarinnar á Íslandi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, segir að hann hafi notað fjölmiðla til að koma ákveðnum skilaboðum inn í leikmannahóp íslenska landsliðsins. Þetta segir hann í samtali við Vísi. Nærtækasta dæmið er þegar hann sagði frá því á blaðamannafundi í Annecy, á meðan EM í Frakklandi stóð, að leikmenn hefðu komið of seint í kvöldmat skömmu eftir sigurinn á Englandi í 16-liða úrslitum. „Besta leiðin til að fá leikmenn á tærnar er að segja að hann sé ekki 100 prósent fagmannlegur,“ segir Lagerbäck. „Leikmenn vilja ekki heyra það.“ „Ég hef notað nokkur smáatriði, til dæmis eins og þegar leikmenn mættu 20-25 mínútum of seint í mat. Mér fannst það vanvirðing,“ segir hann enn fremur en málið var tekið fyrir á liðsfundi daginn fyrir umræddan blaðamannafund. Hann segir þó að gleymska sé eðlilegur þáttur þegar um svona stóran hóp ræðir og að málið hafi ekki alvarlegt. „Gleymska er ekki afsökun en það er mannlegt að gleyma hlutum. Það geri ég líka sjálfur,“ segir hann og bætir við að hann hafi stundum notað fjölmiðla til að koma ákveðnum skilaboðum til skila, bæði til leikmanna og einnig andstæðinga. „Ég reyni að gera það af og til. Ef mér finnst það góð hugmynd þá geri ég það,“ segir Lagerbäck en ummæli hans um leikaraskap Pepe og Cristiano Ronaldo fyrir leik Íslands og Portúgals vöktu athygli. „Ég vildi koma þessu út. Ef maður talar um svona lagað þá getur maður haft áhrif - á leikmenn, dómara og þá sem stýra dómgæslu. Varðandi dæmið með Portúgal þá fékk ég meira að segja viðbrögð frá þjálfara Portúgals. Tilgangurinn var að fá viðbrögð og ég fékk viðbrögð. Mér fannst það ganga ágætlega.“ Og virkaði þetta að þínu mati? „Ég sá ekki mikið af leikaraskap í leiknum okkar gegn Portúgal. Kannski að þetta hafði einhver áhrif.“Ítarlegt viðtal Fréttablaðsins við Lars Lagerbäck, sem birtist laugardaginn 16. júlí, má sjá hér fyrir neðan. Næstu daga á Vísi verður áfram rætt við Lagerbäck um ýmis mál sem snerta íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, EM í Frakklandi og stöðu íþróttarinnar á Íslandi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00
Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00
Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45
Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00