Lúsmýið lætur aftur á sér kræla Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 12. júlí 2016 14:23 Lúsmýið er byrjað að herja aftur á landsmenn og sumarhúsaeigendur. Það var í fyrsta sinn síðasta sumar sem þessar agnarsmáu blóðsugur fóru að gera sín vart á Íslandi. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflest sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Þeir sem fyrir atlögum verða geta flestir orðið illa útleiknir en síðasta sumar urðu fjölmargir varir við urmul útbrota eftir bit. Lúsmýið heldur gjarnan til á svæði svæði frá Hafnarfjalli suður til Hafnarfjarðar og eru uppeldisstöðvar lúsmýslirfa við ýmsar aðstæður; í vatni, blautum og rökum jarðvegi eða í skíthaugum við gripahús. Þá er mýið algengt í kring um sumarhús á suðurlandi. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur segir fólk gjarnan telja að bit af lúsmýi sé flóabit. „Þetta er komið aftur fram eins og í fyrrasumar. það var fyrst þá sem virkilega fór að bera á því. Það eiginlega uppgötvaðist í fyrra.“ Hann segir það hafa verið víðfermt svæði sem tilkynnt var um bit. „Það var frá Hafnarfjalli suður til Hafnarfjarðar og af þessu svæði austur íu Grímsnes og meira í Borgarfirði upp í Skorradal og jafnvel allt að Reykholti en kjarninn var í kring um Hvalfjörð“ Hann segir mýið hafa líklegast alltaf verið hér. „Ég tel að það hafi alltaf verið fyrir. það bara uppgötvaðist í fyrra það sköpuðust svolítið sérstakar aðstæður þá. Sumarið kom seint og það klaktist allt á svo stuttum tíma, þessvegna var svona mikið af því, það dreifðist ekki. Það gæti líka tengst hlýnun loftslags.“Er eitthvað hægt að gera til að forðast bit? „Það er mest um bit á lignum kvöldum og þar sem er mikið skjól. Þannig að menn eru í mestri hættu þar sem að er búið að umkringja húsin trjágróðri og skapa þetta góða skjól.“ Lúsmý Tengdar fréttir Sumarhúsaeigendur kalla yfir sig lúsmý Logn er kjöraðstæður fyrir lúsmý til að bíta mann og annan. Of þétt skjóltré í kringum sumarhús ætti að grisja til að koma í veg fyrir bit. Möguleiki að plágan geri aldrei vart við sig aftur. Maður í Kjós fékk á þriðja hundrað bit en líður betur. 7. júlí 2015 07:00 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Lúsmýið er byrjað að herja aftur á landsmenn og sumarhúsaeigendur. Það var í fyrsta sinn síðasta sumar sem þessar agnarsmáu blóðsugur fóru að gera sín vart á Íslandi. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflest sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Þeir sem fyrir atlögum verða geta flestir orðið illa útleiknir en síðasta sumar urðu fjölmargir varir við urmul útbrota eftir bit. Lúsmýið heldur gjarnan til á svæði svæði frá Hafnarfjalli suður til Hafnarfjarðar og eru uppeldisstöðvar lúsmýslirfa við ýmsar aðstæður; í vatni, blautum og rökum jarðvegi eða í skíthaugum við gripahús. Þá er mýið algengt í kring um sumarhús á suðurlandi. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur segir fólk gjarnan telja að bit af lúsmýi sé flóabit. „Þetta er komið aftur fram eins og í fyrrasumar. það var fyrst þá sem virkilega fór að bera á því. Það eiginlega uppgötvaðist í fyrra.“ Hann segir það hafa verið víðfermt svæði sem tilkynnt var um bit. „Það var frá Hafnarfjalli suður til Hafnarfjarðar og af þessu svæði austur íu Grímsnes og meira í Borgarfirði upp í Skorradal og jafnvel allt að Reykholti en kjarninn var í kring um Hvalfjörð“ Hann segir mýið hafa líklegast alltaf verið hér. „Ég tel að það hafi alltaf verið fyrir. það bara uppgötvaðist í fyrra það sköpuðust svolítið sérstakar aðstæður þá. Sumarið kom seint og það klaktist allt á svo stuttum tíma, þessvegna var svona mikið af því, það dreifðist ekki. Það gæti líka tengst hlýnun loftslags.“Er eitthvað hægt að gera til að forðast bit? „Það er mest um bit á lignum kvöldum og þar sem er mikið skjól. Þannig að menn eru í mestri hættu þar sem að er búið að umkringja húsin trjágróðri og skapa þetta góða skjól.“
Lúsmý Tengdar fréttir Sumarhúsaeigendur kalla yfir sig lúsmý Logn er kjöraðstæður fyrir lúsmý til að bíta mann og annan. Of þétt skjóltré í kringum sumarhús ætti að grisja til að koma í veg fyrir bit. Möguleiki að plágan geri aldrei vart við sig aftur. Maður í Kjós fékk á þriðja hundrað bit en líður betur. 7. júlí 2015 07:00 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Sumarhúsaeigendur kalla yfir sig lúsmý Logn er kjöraðstæður fyrir lúsmý til að bíta mann og annan. Of þétt skjóltré í kringum sumarhús ætti að grisja til að koma í veg fyrir bit. Möguleiki að plágan geri aldrei vart við sig aftur. Maður í Kjós fékk á þriðja hundrað bit en líður betur. 7. júlí 2015 07:00
Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15
Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31