Lúsmý

Fréttamynd

Lúsmý verði bráð­lega komið um allt land

Gísli Már Gíslason, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus í dýrafræði við HÍ, segir lúsmýið munu brátt hafa breitt úr sér um allt land. Lúsmýið hafi greinst nýverið á Austfjörðum þar sem það hafði ekki greinst áður. Hann segir lúsmýið komið til að vera á Íslandi öllu nema yst á annesjum.

Innlent
Fréttamynd

Látum ekki lúsmýið skemma fyrir okkur gleðina - Bitin burt

Nú þegar lúsmýið lætur á sér kræla enn á ný hefst leitin hjá mörgum að hinni fullkomnu fælu. Þegar kemur að því að fæla burt lúsmýið sem og annað mý hefur gengið hvað best að nota ilmkjarnaolíur en þær eru handhægar, ódýr og náttúrulegur kostur í þessari baráttu og jafnframt hentugar til ýmissa annara nota, t.d til að fá góðan ilm á heimilið.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Allt önnur við­brögð við lúsmýbiti í dag

Gísli Már Gíslason prófessor emeritus í vatnalíffræði segist sjálfur ekki finna lengur fyrir þeim lúsmýbitum sem hann verði fyrir í sveitinni. Enn er óljóst hvaðan flugan á uppruna sinn í lífríkinu hér á landi en alveg ljóst að hún er komin til að vera og tímaspursmál hvenær moskítóflugan bætist í hópinn.

Innlent
Fréttamynd

Vís­bendingar um að lús­mýið sé komið á kreik

Borið hefur á því að fólk á höfuðborgarsvæðinu vakni með bit með tilheyrandi útbrotum og kláða. Vatnalíffræðingur segir að ekki sé hægt að fullyrða að um lúsmý sé að ræða, bitin gætu verið flóabit eða eftir bitmý. Lúsmýið geri þó einmitt yfirleitt atlögu að nóttu til og fari venjulega á kreik í júnímánuði.

Innlent
Fréttamynd

Bestu ráðin í baráttunni við bitin

Lúsmýið hefur nartað í Íslendinga í auknum mæli á sumrin síðustu ár. Húsráð við bitunum eru jafn ólík og þau eru mörg en ofnæmislæknir segir að best sé að kæla bitin, bera sterakrem á þau og taka ofnæmislyf.

Innlent
Fréttamynd

Lúsmýið úlfaldi úr mýflugu

Meindýraeyðir telur að lúsmýið sé komið til að vera. Það virki að eitra fyrir flugunum en með því að eitra sé verið að drepa fleiri skordýrategundir í leiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Plöntur sem fæla frá lúsmý

Það eru til ákveðnar plöntur sem hreinlega fæla frá lúsmý og ýmis skordýr. Vala Matt kynnti sér málið í síðustu viku í Íslandi í dag á Stöð 2 en umræddar plöntur eru einnig fallegar.

Lífið
Fréttamynd

Vestfirðingar treysta á ekkert lúsmý í sumar

Það er meira en brjálað að gera hjá starfsfólki Vestfjarðarstofu að skipuleggja sumarið fyrir ferðamenn og aðstoða þá á ýmsan hátt, enda búist við metári í fjölda ferðamanna á svæðinu í sumar. Stofan vinnur líka að fjölbreyttum verkefnum í tengslum við byggðaþróun sem og atvinnuþróun á Vestfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Sumir með hundruð bita eftir helgina

Lúsmý hefur verið landsmönnum til mikils ama síðastliðna daga víðsvegar um landið. Heilsugæslur urðu fyrst varar við bitin að einhverju ráði fyrir um viku síðan að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Blíðviðri og ekkert lúsmý

Sólin kemur til með að leika við Austfirðinga næstu dagana ef veðurspár ganga eftir. Blíðu á Austurlandi fylgja jafnan margir gestir á tjaldsvæðum á svæðinu og er því undirbúningur á fullu á tjaldsvæðunum í Atlavík og Höfðavík.

Innlent
Fréttamynd

Lúsmýið mætt í partýið

Þó svo að landinn taki sumrinu fagnandi þessa dagana, eftir strembinn vetur, er stemmning ekki alveg jafn mikil fyrir öllu sem þessari annars dásamlegu árstíð fylgir. Lúsmýinu!

Lífið
Fréttamynd

Moka út með­ölum gegn út­breiddu lús­mýinu

Lúsmýið sem gerir árlega vart við sig hér á landi er ekki á förum, og hefur dreift sér víða um land. Lyfsalar keppast nú við að selja flugnafælur og önnur meðöl til þess að verja landsmenn fyrir óværunni.

Innlent
Fréttamynd

Von á lúsmýi á næstu dögum

Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní.

Innlent
Fréttamynd

Besta vörnin við lús­mýi sér­stök flugna­net

Borið hefur á því undanfarið að fólk hafi orðið vart við lúsmý að nýju. Lúsmýið olli miklu fjaðrafoki hér á landi síðasta sumar og var það svo á tímabili að ekki fengust lyf við flugnabitum í apótekum vegna eftirspurnar.

Innlent
Fréttamynd

Lúsmý sækir í Vinstri græn en forðast Pírata

Rúmur fimmtungur landsmanna hefur verið bitinn af lúsmýi á síðustu tólf mánuðum samkvæmt nýrri könnun. Stuðningsmenn Vinstri grænna eru mun líklegri til að hafa verið bitnir af lúsmýi heldur en stuðningsmenn Pírata.

Innlent
Fréttamynd

Með hundrað bit eftir lúsmý á Flúðum

Árni Þór Hilmarsson, íbúi á Flúðum lætur lúsmýið á staðnum ekki trufla sig þrátt fyrir að hann hafi verið bitinn hundrað sinnum. Mest var um mýið í júní, svo bar ekkert á mýinu fyrstu dagana í júlí en nú virðist það vera komið á fullt aftur.

Innlent
Fréttamynd

Óvenju fáir geitungar í ár

Skordýralífið á Íslandi var til tals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Steinar Malberg Egilsson, meindýraeyðir, spjallaði við þáttarstjórnendur um þau skordýr sem Íslendingar óttast helst.

Innlent
  • «
  • 1
  • 2