Lúsmýið mætt í partýið Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 29. maí 2022 08:36 Lúsmýið er komið og segir meindýraeyðirinn Guðmundur Óli Scheving Íslendinga þurfi einfaldlega að læra að lifa með litlu flugunni. Stöð 2 Þó svo að landinn taki sumrinu fagnandi þessa dagana, eftir strembinn vetur, er stemmning ekki alveg jafn mikil fyrir öllu sem þessari annars dásamlegu árstíð fylgir. Lúsmýinu! Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Guðmundur Óli Scheving meindýraeyðir lúsmýið líklega komið einhvers staðar á landinu, þó hann hafi sjálfur ekki fengið það staðfest. Kolbrún grasalæknir hjá Jurtaapótekinu selur tilbúnar blöndur sem ætlaðar eru sérstaklega til að fæla frá lúsmý en einnig aðstoði hún fólk við að blanda sínar eigin blöndur. Stöð 2 Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir gat þó staðfest þennan grun Guðmundar og sagði hún lúsmýið sannarlega komið á sumarbústaðasvæði við Heklu, þar sem hún sjálf á bústað. Þurfum að læra að lifa með flugunni Bæði voru þau Guðmundur og Kolbrún sammála því að fólk byrji yfirleitt ekki nógu snemma að huga að lúsmývörnum en ýmislegt sé hægt að gera til þess að minnka líkurnar á bitum. Að sögn Guðmundar hefur lúsmýið verið til staðar hér á landi í áraraðir en haldið sig að mestu úti í haga, þar til fyrir um sex árum síðan. Eitthvað hafi þá orðið til þess að flugan hafi breytt hegðun sinni og byrjað að angra mannfólkið. Hann segir fluguna komna til að vera og að fólk þurfi einfaldlega bara að læra að lifa með henni. Fréttina í heild sinni er hægt að sjá hér. Klippa: Lúsmý stingur sér niður víðast hvar á landinu Lúsmýhópar á Facebook Lúsmýbitin hafa lagst þungt á margan manninn síðustu sumur og hafa ofnæmislæknar látið hafa eftir sér að með tímanum geti fólk jafnvel myndað ónæmi fyrir bitunum, Guðmundur var þó ekki eins sannfærður. Sérstakir Lúsmý-hópar hafa orðið til á Facebook en þar skiptist fólk á upplýsingum um veru lúsmýs eftir landsvæðum, ýmsum húsráðum, myndum af bitum ásamt flest öllu sem tengist því að fyrirbyggja eða meðhöndla lúsmýbit. Það er mjög misjafnt hvað fólk segir virka en virðast flestir þó vera sammála um að einhverskonar lykt, í sprey eða kremformi, sé líklegust til að halda flugunni frá. Allskyns spey hafa verið vinsæl lúsmývörn og segir Kolbrún fólk geti sjálft blandað sínar eigin blöndur hafi það áhuga. Kolbrún hefur sett saman sérblandaða ilmblöndu undir merkjum Jurtaapóteksins sem hún segir hafa virkað vel. Lavender og sítrónugras eru uppistaðan í blöndunni og þó svo að fólk geti einnig geta blandað sínar eigin blöndur sé vert að lesa sig vel til um hvernig sé best að blanda ilmolíum saman. Sjálf segist hún spreyja blöndunni í öll horn, gluggakarma og einnig á líkamann. Hátíðnitæki, glugganet, viftur og B-vítamín Guðmundur hefur sjálfur tröllatrú á afríska sólblóminu en sjálfur flytur hann inn lúsmývarnir undir merkinu Stúdíó Norn. Ásamt ýmsum ilmblöndum voru hátíðnitækin og glugganetin einnig vinsæl síðasta sumar og segir Guðmundur þau einföld í notkun og reynist vel til að halda flugunni frá. Glugganetin geri sitt gagn en vel þurfi að huga að því hvernig net séu keypt. Þau þurfi að vera vel þétt og rétt fest á gluggann. Viftur af öllum stærðum og gerðum seldust nær upp á landinu síðasta sumar en þær eru taldar minnka líkurnar á því að sú litla komist inn um gluggann og er viftan því látin snúa út að glugganum. Guðmundur segir mikilvægt að netin sem notuð séu fyrir gluggann séu vel þétt, eigi þau að reynast gagnleg. Stöð 2 Flugan fer í manngreiningarálit Lúsmýið hefur nú fundist víðast hvar á landinu en segir Guðmundur ekki vita til þess að hún hafi fundist á Vestfjörðum. Þó svo að sumir fari eftir öllum ráðunum í bókinni virðist flugan þó fara í manngreiningarálit en ekki er nákvæmlega vitað hvaða þættir spili þar inn í. Blóðflokkur, húðgerð eða, eins og Kolbrún vill meina, mataræðið. B- vítamín hefur verið vinsælt en einnig segir Kolbrún að óhollt mataræði og sykurneysla geti gert kerfið viðkvæmara fyrir bitunum. Það er því að mörgu að huga og í mörg horn að líta, jú og spreyja, næstu dagana því að lúsmýið er vissulega mætt í partýið. Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Ekki sniðugt að klappa lúsmýi frekar en geitungum „Ég var að lenda í fyrsta skipti í þessari pest, þessu lúsmý. Ég hef séð fullt af myndum en hef alltaf sloppið við þetta, en ég slapp ekki núna,“ segir útvarpsmaðurinn Rikki G í Brennslunni í gær. 7. júlí 2021 07:00 Tuttugu ómissandi hlutir fyrir ferðalag um Ísland Hvað þarf að taka með í ferðalagið, fyrir utan grunn útilegubúnað og góða skapið? Makamál saman lista yfir 20 hluti sem væri sniðugt að taka með í útileguna eða ferðalagið. 30. júlí 2020 11:55 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Guðmundur Óli Scheving meindýraeyðir lúsmýið líklega komið einhvers staðar á landinu, þó hann hafi sjálfur ekki fengið það staðfest. Kolbrún grasalæknir hjá Jurtaapótekinu selur tilbúnar blöndur sem ætlaðar eru sérstaklega til að fæla frá lúsmý en einnig aðstoði hún fólk við að blanda sínar eigin blöndur. Stöð 2 Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir gat þó staðfest þennan grun Guðmundar og sagði hún lúsmýið sannarlega komið á sumarbústaðasvæði við Heklu, þar sem hún sjálf á bústað. Þurfum að læra að lifa með flugunni Bæði voru þau Guðmundur og Kolbrún sammála því að fólk byrji yfirleitt ekki nógu snemma að huga að lúsmývörnum en ýmislegt sé hægt að gera til þess að minnka líkurnar á bitum. Að sögn Guðmundar hefur lúsmýið verið til staðar hér á landi í áraraðir en haldið sig að mestu úti í haga, þar til fyrir um sex árum síðan. Eitthvað hafi þá orðið til þess að flugan hafi breytt hegðun sinni og byrjað að angra mannfólkið. Hann segir fluguna komna til að vera og að fólk þurfi einfaldlega bara að læra að lifa með henni. Fréttina í heild sinni er hægt að sjá hér. Klippa: Lúsmý stingur sér niður víðast hvar á landinu Lúsmýhópar á Facebook Lúsmýbitin hafa lagst þungt á margan manninn síðustu sumur og hafa ofnæmislæknar látið hafa eftir sér að með tímanum geti fólk jafnvel myndað ónæmi fyrir bitunum, Guðmundur var þó ekki eins sannfærður. Sérstakir Lúsmý-hópar hafa orðið til á Facebook en þar skiptist fólk á upplýsingum um veru lúsmýs eftir landsvæðum, ýmsum húsráðum, myndum af bitum ásamt flest öllu sem tengist því að fyrirbyggja eða meðhöndla lúsmýbit. Það er mjög misjafnt hvað fólk segir virka en virðast flestir þó vera sammála um að einhverskonar lykt, í sprey eða kremformi, sé líklegust til að halda flugunni frá. Allskyns spey hafa verið vinsæl lúsmývörn og segir Kolbrún fólk geti sjálft blandað sínar eigin blöndur hafi það áhuga. Kolbrún hefur sett saman sérblandaða ilmblöndu undir merkjum Jurtaapóteksins sem hún segir hafa virkað vel. Lavender og sítrónugras eru uppistaðan í blöndunni og þó svo að fólk geti einnig geta blandað sínar eigin blöndur sé vert að lesa sig vel til um hvernig sé best að blanda ilmolíum saman. Sjálf segist hún spreyja blöndunni í öll horn, gluggakarma og einnig á líkamann. Hátíðnitæki, glugganet, viftur og B-vítamín Guðmundur hefur sjálfur tröllatrú á afríska sólblóminu en sjálfur flytur hann inn lúsmývarnir undir merkinu Stúdíó Norn. Ásamt ýmsum ilmblöndum voru hátíðnitækin og glugganetin einnig vinsæl síðasta sumar og segir Guðmundur þau einföld í notkun og reynist vel til að halda flugunni frá. Glugganetin geri sitt gagn en vel þurfi að huga að því hvernig net séu keypt. Þau þurfi að vera vel þétt og rétt fest á gluggann. Viftur af öllum stærðum og gerðum seldust nær upp á landinu síðasta sumar en þær eru taldar minnka líkurnar á því að sú litla komist inn um gluggann og er viftan því látin snúa út að glugganum. Guðmundur segir mikilvægt að netin sem notuð séu fyrir gluggann séu vel þétt, eigi þau að reynast gagnleg. Stöð 2 Flugan fer í manngreiningarálit Lúsmýið hefur nú fundist víðast hvar á landinu en segir Guðmundur ekki vita til þess að hún hafi fundist á Vestfjörðum. Þó svo að sumir fari eftir öllum ráðunum í bókinni virðist flugan þó fara í manngreiningarálit en ekki er nákvæmlega vitað hvaða þættir spili þar inn í. Blóðflokkur, húðgerð eða, eins og Kolbrún vill meina, mataræðið. B- vítamín hefur verið vinsælt en einnig segir Kolbrún að óhollt mataræði og sykurneysla geti gert kerfið viðkvæmara fyrir bitunum. Það er því að mörgu að huga og í mörg horn að líta, jú og spreyja, næstu dagana því að lúsmýið er vissulega mætt í partýið.
Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Ekki sniðugt að klappa lúsmýi frekar en geitungum „Ég var að lenda í fyrsta skipti í þessari pest, þessu lúsmý. Ég hef séð fullt af myndum en hef alltaf sloppið við þetta, en ég slapp ekki núna,“ segir útvarpsmaðurinn Rikki G í Brennslunni í gær. 7. júlí 2021 07:00 Tuttugu ómissandi hlutir fyrir ferðalag um Ísland Hvað þarf að taka með í ferðalagið, fyrir utan grunn útilegubúnað og góða skapið? Makamál saman lista yfir 20 hluti sem væri sniðugt að taka með í útileguna eða ferðalagið. 30. júlí 2020 11:55 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Ekki sniðugt að klappa lúsmýi frekar en geitungum „Ég var að lenda í fyrsta skipti í þessari pest, þessu lúsmý. Ég hef séð fullt af myndum en hef alltaf sloppið við þetta, en ég slapp ekki núna,“ segir útvarpsmaðurinn Rikki G í Brennslunni í gær. 7. júlí 2021 07:00
Tuttugu ómissandi hlutir fyrir ferðalag um Ísland Hvað þarf að taka með í ferðalagið, fyrir utan grunn útilegubúnað og góða skapið? Makamál saman lista yfir 20 hluti sem væri sniðugt að taka með í útileguna eða ferðalagið. 30. júlí 2020 11:55