Allt um ódæðið í Nice Ritstjórn skrifar 15. júlí 2016 09:48 Af vettvangi í dag. Vísir/EPA Að minnsta kosti 84 eru látnir, þar á meðal mörg börn, eftir að trukkur keyrði inn í hóp manna sem samankominn var á Promenade de Anglais í miðborg Nice á suðurströnd Frakklands að kvöldi fimmtudagsins 14. júlí til að fylgjast með flugeldasýningu vegna þjóðhátíðardags Frakka, Bastilludagsins. Fimmtíu og tveir eru alvarlega slasaðir á gjörgæslu. 202 eru slasaðir alls. Talið er að um hryðjuverkaárás sé að ræða en bílstjóri trukksins var skotinn til bana af lögreglu. Bílstjórinn hét Mohamed Lahouaiej Bouhlel og var þekktur af lögreglu sem ofbeldisfullur smáglæpamaður. Neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar, sem aflétta átti síðar í júlí, hefur verið framlengt um þrjá mánuði. Hér má sjá frétt gærkvöldsins: Óttast að tugir séu látnir í Nice eftir að trukkur keyrði inn í mannþröng. Vísir 16:30Saksóknarinn Francois Molins segir að þrátt fyrir að engin hryðjuverkasamtök hafi lýst yfir ábyrgð á árásinni, beri hún með sér keim árása hryðjuverkasamtaka. Þrjú til fjögur börn eru í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi. Þá segir læknir að börn sem hafi slasast í árásinni séu ekki eingöngu líkamlega meidd, heldur séu þau verulega sködduð tilfinningalega séð.Hætt verður að uppfæra þessa frétt en Vísir mun að sjálfsögðu halda áfram að segja fréttir frá Nice.#Nice Paediatric surgeon: "Worst thing was the number of kids, injuries - serious head trauma/broken limbs - & emotion felt by the children"— Angelique Chrisafis (@achrisafis) July 15, 2016 15:25Yfirvöld í Frakklandi segja nú að 202 séu særðir eftir árásina. Þar af eru 52 enn í lífshættu. Í bíl árásarmannsins fundust tvær skambyssur, tveir Kalashnikov rifflar, M16 riffill og handsprengja. Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. Þá hefur verið staðfest að Mohamed Lahouaiej Bouhlel sé árásarmaðurinn. 14.27 Tala látinna hefur ekki hækkað Yfirvöld í Frakklandi segja að 188 manns hafa slasast í árásinni í Nice í gær. Þar af eru 48 á gjörgæslu en Francois Hollande Frakklandsforseti sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að fimmtíu manns væru lífshættulega slasaðir. 84 létust í árásinni.#Nice 188 patients pris en charge dans les établissements de santé.48 d'entre eux en urgence absolue,dont 25 en réa pic.twitter.com/fG2B2fPDR5— Aurélie Sarrot (@aureliesarrot) July 15, 2016 14.16 Erlendir fjölmiðlar fjalla um meintan árásarmann Erlendir fréttamiðlar eru nú hver af öðrum að greina frá því að sá grunaði, sem keyrði vörubíl á hóp fólks sem var að fagna Bastillu-deginum með þeim afleiðingum að fjölmargir slösuðust og 84 létust, hafi verið Mohamed Lahouaiej Bouhlel.Sjá hér: Mohamed Bouhlel sagður árásarmaðurinn Update - Police say the ex-wife of Bastille Day attack suspect Mohamed Lahouaiej Bouhlel has been held for questioning #NiceFrance— Sky News Newsdesk (@SkyNewsBreak) July 15, 2016 13.30 Yfirlýsing frá Hollande Frakklandsforseta Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði þjóð sína í beinni sjónvarpsútsendingu frá Nice núna eftir hádegi. CNN sendi beint út frá ávarpi forsetans en upptöku má sjá hér að neðan. „Allur heimurinn horfir til okkar og sýnir okkur samstöðu. Heimurinn hugsar til okkar,“ sagði Hollande. Sjá hér: Hollande segir árásina fyrirlitlega13.25 Franska sendiráðið boðar til samstöðufundar Franska sendiráðið hefur boðað til samstöðufundar fyrir utan sendiráðið að Túngötu 22 klukkan fimm í dag vegna harmleiksins í Nice. Hér má sjá tilkynningu sendiráðsins og hér er viðburðurinn á Facebook. Þá auglýsir sendiráðið neyðarsíma franska utanríkisráðuneytisins + 33 1 43 17 56 46. 13.17 Sendiherra Íslands í Frakklandi segir mikinn ótta ríkjaBerglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi segir að gleðidagurinn 14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, hafi breyst í sorgardag í einu vetfangi þegar maður keyrði vörubíl inn í mannfjölda í miðborg Nice í gærkvöldi. Sjá hér: Sendiherra Íslands í Frakklandi: „Að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt“13.00 Páfinn tjáir sig„Ég bið fyrir fórnarlömbum árásanna í Nice og fjölskyldum þeirra. Ég bið Guð um að umbreyta hjörtum hinna ofbeldishneigðu sem blindaðir eru af hatri," skrifar Frans páfi á Twitter. Þá hafa fjölmargir þjóðarleiðtogar fordæmt árásirnar í Nice.I pray for the victims of the attack in Nice and their families. I ask God to convert the hearts of the violent blinded by hate.— Pope Francis (@Pontifex) July 15, 2016 12.28 Íslendingur í Nice segir stöðuna óraunverulega Aníta Ýr Pétursdóttir er stödd í Nice. „Við vorum á flugeldasýningunni, svona um 200 metrum frá þeim stað þar sem bíllinn staðnæmdist, bara andartökum fyrr,“ segir Aníta.Sjá hér: Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“12.18 Myndir úr íbúð hins grunaðaLögregla hefur framkvæmt húsleit á heimili hins grunaða og birtar hafa verið myndir af því á Twitter. AFP fréttaveitan fullyrðir að lögregla hafi staðfest að hinn 31 árs gamli Mohamed Lahouaiej-Bouhlel sé árásarmaðurinn. Skilríkin hans fundust í vörubílnum. L'appartement du terroriste présumé de Nice passé au peigne fin ce matin pic.twitter.com/n6Qp15NmIA— Catherine Marciano (@clmarciano) July 15, 2016 12.14 ISIS hefur ekki lýst yfir ábyrgð Fjölmargir hafa nefnt ISIS í tengslum við hryðjuverkaárásina en þó ber að hafa í huga að hryðjuverkasamtökin hafa ekki lýst yfir ábyrgð.Sjá hér: ISIS lýsti ekki yfir ábyrgð í daglegum útvarpspistli12.09 Verðandi forseti segir ekkert geta réttlætt árásina „Innilegar samúðarkveðjur sendi ég öllum sem eiga um sárt að binda eftir hið hræðilega hryðjuverk gærdagsins. Ekkert getur réttlætt annan eins níðingsskap,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Sjá hér: Guðni Th. sendir samúðarkveðjur vegna árásarinnar í Nice11.50 Fjölmargir hafa fallið í hryðjuverkaárásum í Frakklandi „Hryðjuverk eru ógn sem liggur þungt á Frakklandi þessa stundina,“ sagði Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands nú í morgun. Undanfarna 18 mánuði hafa minnst 230 manns fallið í árásum hryðjuverkasamtaka og einstaklinga í fjölda árása í Frakklandi. Vísir tók saman árásir undanfarinna mánaða. Sjá hér: Fjölmargir hafa fallið í hryðjuverkaárásum í Frakklandi11.43 Hryðjuverkaárásir í Frakklandi á síðustu tveimur árum Graphic News hefur tekið saman yfirlitsmynd yfir hryðjuverkaárásir í Frakklandi síðan í janúar á síðasta ári þegar ráðist var inn á skrifstofur skoptímaritsins Charlie Hebdo í París. 11.33 Utanríkisráðuneytið bendir Íslendingum á að hafa samband við Rauða krossinn sem veitir sálrænan stuðningÞað er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. Utanríkisráðuneytið vill koma á framfæri að Rauði krossinn veitir sálrænan stuðning vegna atburðanna og bendir utanríkisráðuneytið á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 þar sem þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar svara símtölum. Ef hringt er erlendis frá er númerið +354 5801710. 11.26 AFP hefur rætt við nágranna hins grunaðaFréttastofan AFP segist hafa rætt við nágranna mannsins sem nafngreindur hefur verið og er grunaður um ódæðin í gær. Honum er lýst sem einfara sem tók ávallt hjólið sitt upp í íbúð sína. Einn nágranni segir að hann hafi ekki litið út fyrir að vera mjög trúaður. Ekki hefur verið staðfest af lögreglu að maðurinn hafi í raun verið ökumaður bílsins í gær en málið er í rannsókn. 11.23 Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur sent Francois Hollande Frakklandsforseta samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna voðaverkanna í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. Sjá hér: Ólafur Ragnar sendir Hollande samúðarkveðjur11.08 Hollande Frakklandsforseti kominn til Nice François Hollande forseti Frakklands hélt til Nice í morgun. Hann er nú kominn til borgarinnar. Hann hyggst funda með fulltrúum lögregluyfirvalda og öryggismála. Hollande sagði í nótt að Frakkland hyggðist ekki gefa neitt eftir í baráttu sinni við öfgasinna og hryðjuverkamenn. Hann framlengdi neyðarástand í landinu um þrjá mánuði en því átti að aflétta 26. júlí næstkomandi. Neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar hefur verið í landinu í um átta mánuði eða síðan ráðist var á Bataclan tónleikahúsið í París. Hollande est arrivé à #Nice pour une visite auprès des services de secours https://t.co/cSGO2tOpi3 #AFP— Agence France-Presse (@afpfr) July 15, 2016 11.04 Leið vörubílsins um tveir kílómetrar Vörubíllinn keyrði langa vegalengd eftir að hann ók á fyrstu fórnarlömbin. New York Times tekur saman í myndbandi leið bílsins en ógnvænlegt þykir hversu auðvelt það var í raun að framkvæma ódæðið. Árásarmaðurinn var skotinn af lögreglu. A trail of terror in Nice, block by block: https://t.co/c2E29Dp7xn pic.twitter.com/DFjGTRBZ2v— New York Times World (@nytimesworld) July 15, 2016 10.57 Al-Qaeda hvatti til árása af þessu tagi Árið 2010 var birt grein í tímariti al-Qaeda þar sem leiðtogi þeirra á Arabíuskaga kallaði eftir því að stuðningsmenn þeirra tækju upp „heilagt stríð einstaklinga“ með því að nota pallbíla til að keyra hópa fólks niður. „Hugmyndin er að nota pallbíla eins og sláttuvél. Ekki til að slá gras, heldur til að höggva niður óvini Allah.“ Sjá hér: Hafa lengi hvatt til árása af þessu tagi10.54 Sjónarvottar lýsa árásinni Maciej Czarnecki er við tungumálanám í Nice. Hann sá þegar trukkurinn keyrði inn í mannfjöldann í miðborginni á miklum hraða í gærkvöldi. „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið, það var eins og tómt holhljóð. Fólk byrjaði að hlaupa burt í sjokki.“Sjá hér: Sjónarvottar í Nice lýsa árásinni 10.49 Bíllinn virðist vera bílaleigubíll The Guardian greinir frá því að haft hafi verið samband við bílaleiguna Via Location vegna merkingar á vörubílnum sem gefa til kynna að hann hafi verið leigður þaðan. Starfsmaður bílaleigunnar sagðist ekki geta rætt málið við fjölmiðla. „Við getum ekki gefið þér neinar upplýsingar,“ sagði starfsmaðurinn. „Ráðuneytið hefur bannað okkur að svara spurningum fjölmiðla um ökutækið eða bílstjórann. Þannig að því miður, ég get ekki svarað spurningum ykkar,“ sagði starfsmaðurinn við blaðamenn The Guardian.10.34 Mannskæðasta árás eins árásarmanns á Vesturlöndum síðan 2011 Um er að ræða mannskæðustu árás eins árásarmanns á Vesturlöndum en í það minnsta 84 eru látnir. 77 fórnarlömb voru í árás Anders Breivik í Útey 2011. Fyrir gærdaginn var það mannskæðasta árás af hendi eins árásarmanns í sögunni.10.27 Myndband af átökum vörubílstjórans við lögreglu SKY news í Ástralíu hafa birt myndband frá gærkvöldinu af átökum lögreglu og árásarmannsins. Police opening fire on the truck and driver #NiceAttacks https://t.co/67VVpyOvnc— Sky News Australia (@SkyNewsAust) July 15, 2016 10.21 Þjóðarsorg lýst yfir í Frakklandi Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir þriggja daga þjóðarsorg hafa verið lýst yfir í landinu vegna árásarinnar. Valls hélt til Nice í morgun en ávarpaði fjölmiðla og aðra áður en hann fór. „Hryðjuverk eru ógn sem liggur þungt á Frakklandi þessa stundina,“ sagði Valls. „Við erum stödd í stríði við hryðjuverk. Markmiðið með þessu stríði er að vekja með okkur ótta og óðagot. Frakkland mun ekki leyfa þessu að raska stöðugleikanum hér.“ Valls sagði að nú yrðu Frakkar að sýna samstöðu og bregðast við með rólyndi. Hann sagði árásina sérstaklega sára þar sem hún var framkvæmd á þjóðhátíðardaginn.10.13 Fjölmargir Íslendingar á svæðinuStór hópur Íslendinga er í Nice samkvæmt utanríkisráðuneytinu. Vél frá WOWair lenti í Nice í gær skömmu fyrir voðaverkin. Vísir ræddi við Róslín Ölmu Valdemarsdóttur í gær en hún var farþegi vélarinnar. Rætt verður ítarlegar við Róslín í hádegisfréttum Bylgjunnar. 10.10 Franskir miðlar nafngreina árásarmanninn Franskir fjölmiðlar hafa nafngreint árásarmanninn og segja hann heita Mohamed Lahouaiej Bouhlel. Fjölmiðlar í Frakklandi segja frá því að framkvæmd hafi verið húsleit á heimili mannsins í morgun en Bouhlel var íbúi í Nice. Það hefur þó ekki verið formlega staðfest hver maðurinn er.10.04 Sjónarvottar lýsa fullkominni ringulreið „Vörubíll kom og keyrði á alla. Á alla,“ sagði franskur maður sem var í Nice þegar árásin varð. Maðurinn var í viðtali við Guardian sem sjá má hér að neðan. „Ég var með unnusta mínum og við byrjuðum að hlaupa,“ segir bandarískur ferðamaður í myndbandinu. Hún segist hafa farið inn í veitingastað til að leita skjóls. „Þetta var hryllilegt,“ sagði annar.09.56 Rannsókn á vettvangi Hryðjuverkadeild lögreglunnar hefur í morgun rannsakað vettvang voðaverkanna. Vettvangurinn er girtur af og er öllum meinaður aðgangur, meira að segja fjölmiðlafólki.09.42 Engir Íslendingar á meðal hinna særðuLilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, leggur áherslu á mikilvægi þess að draga ekki ályktanir af voðaverkunum í Nice fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt með það að augnamiði að fá fregnir af umferð Íslendinga í Frakklandi. Engar upplýsingar hafa borist um særða eða látna Íslendinga.Sjá hér: Utanríkisráðherra segir brýnt að draga ekki ályktanir fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir09.42 Bein útsending frá SKY news Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá SKY news þar sem greint er frá nýjustu fréttum og tíðindum í málinu.09.42 Skilríki fundust í vörubílnum Ekki hefur verið opinberað hver árásarmaðurinn er en Reuters fréttastofan greinir frá því að um sé að ræða þrjátíu og eins árs gamlan mann af frönskum og túnískum uppruna. Í það minnsta fundust skilríki þess manns í vörubílnum en ekki hefur verið staðfest að þau tilheyri í raun árásarmanninum. Sá mun hafa komist í kast við lögin áður en var þó ekki á sérstökum listum um grunaða hryðjuverkamenn. Sjá hér: Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn09.42 Fjölmennt Promenade de Anglaise í gærkvöldiFjöldinn allur af fólki var samankominn á Promenade de Anglaise í gærkvöldi til þess að horfa á flugeldasýningu í tilefni af Bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakka. Hér að neðan má sjá nákvæma staðsetningu. Frakkland Hryðjuverk í Nice Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Að minnsta kosti 84 eru látnir, þar á meðal mörg börn, eftir að trukkur keyrði inn í hóp manna sem samankominn var á Promenade de Anglais í miðborg Nice á suðurströnd Frakklands að kvöldi fimmtudagsins 14. júlí til að fylgjast með flugeldasýningu vegna þjóðhátíðardags Frakka, Bastilludagsins. Fimmtíu og tveir eru alvarlega slasaðir á gjörgæslu. 202 eru slasaðir alls. Talið er að um hryðjuverkaárás sé að ræða en bílstjóri trukksins var skotinn til bana af lögreglu. Bílstjórinn hét Mohamed Lahouaiej Bouhlel og var þekktur af lögreglu sem ofbeldisfullur smáglæpamaður. Neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar, sem aflétta átti síðar í júlí, hefur verið framlengt um þrjá mánuði. Hér má sjá frétt gærkvöldsins: Óttast að tugir séu látnir í Nice eftir að trukkur keyrði inn í mannþröng. Vísir 16:30Saksóknarinn Francois Molins segir að þrátt fyrir að engin hryðjuverkasamtök hafi lýst yfir ábyrgð á árásinni, beri hún með sér keim árása hryðjuverkasamtaka. Þrjú til fjögur börn eru í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi. Þá segir læknir að börn sem hafi slasast í árásinni séu ekki eingöngu líkamlega meidd, heldur séu þau verulega sködduð tilfinningalega séð.Hætt verður að uppfæra þessa frétt en Vísir mun að sjálfsögðu halda áfram að segja fréttir frá Nice.#Nice Paediatric surgeon: "Worst thing was the number of kids, injuries - serious head trauma/broken limbs - & emotion felt by the children"— Angelique Chrisafis (@achrisafis) July 15, 2016 15:25Yfirvöld í Frakklandi segja nú að 202 séu særðir eftir árásina. Þar af eru 52 enn í lífshættu. Í bíl árásarmannsins fundust tvær skambyssur, tveir Kalashnikov rifflar, M16 riffill og handsprengja. Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. Þá hefur verið staðfest að Mohamed Lahouaiej Bouhlel sé árásarmaðurinn. 14.27 Tala látinna hefur ekki hækkað Yfirvöld í Frakklandi segja að 188 manns hafa slasast í árásinni í Nice í gær. Þar af eru 48 á gjörgæslu en Francois Hollande Frakklandsforseti sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að fimmtíu manns væru lífshættulega slasaðir. 84 létust í árásinni.#Nice 188 patients pris en charge dans les établissements de santé.48 d'entre eux en urgence absolue,dont 25 en réa pic.twitter.com/fG2B2fPDR5— Aurélie Sarrot (@aureliesarrot) July 15, 2016 14.16 Erlendir fjölmiðlar fjalla um meintan árásarmann Erlendir fréttamiðlar eru nú hver af öðrum að greina frá því að sá grunaði, sem keyrði vörubíl á hóp fólks sem var að fagna Bastillu-deginum með þeim afleiðingum að fjölmargir slösuðust og 84 létust, hafi verið Mohamed Lahouaiej Bouhlel.Sjá hér: Mohamed Bouhlel sagður árásarmaðurinn Update - Police say the ex-wife of Bastille Day attack suspect Mohamed Lahouaiej Bouhlel has been held for questioning #NiceFrance— Sky News Newsdesk (@SkyNewsBreak) July 15, 2016 13.30 Yfirlýsing frá Hollande Frakklandsforseta Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði þjóð sína í beinni sjónvarpsútsendingu frá Nice núna eftir hádegi. CNN sendi beint út frá ávarpi forsetans en upptöku má sjá hér að neðan. „Allur heimurinn horfir til okkar og sýnir okkur samstöðu. Heimurinn hugsar til okkar,“ sagði Hollande. Sjá hér: Hollande segir árásina fyrirlitlega13.25 Franska sendiráðið boðar til samstöðufundar Franska sendiráðið hefur boðað til samstöðufundar fyrir utan sendiráðið að Túngötu 22 klukkan fimm í dag vegna harmleiksins í Nice. Hér má sjá tilkynningu sendiráðsins og hér er viðburðurinn á Facebook. Þá auglýsir sendiráðið neyðarsíma franska utanríkisráðuneytisins + 33 1 43 17 56 46. 13.17 Sendiherra Íslands í Frakklandi segir mikinn ótta ríkjaBerglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi segir að gleðidagurinn 14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, hafi breyst í sorgardag í einu vetfangi þegar maður keyrði vörubíl inn í mannfjölda í miðborg Nice í gærkvöldi. Sjá hér: Sendiherra Íslands í Frakklandi: „Að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt“13.00 Páfinn tjáir sig„Ég bið fyrir fórnarlömbum árásanna í Nice og fjölskyldum þeirra. Ég bið Guð um að umbreyta hjörtum hinna ofbeldishneigðu sem blindaðir eru af hatri," skrifar Frans páfi á Twitter. Þá hafa fjölmargir þjóðarleiðtogar fordæmt árásirnar í Nice.I pray for the victims of the attack in Nice and their families. I ask God to convert the hearts of the violent blinded by hate.— Pope Francis (@Pontifex) July 15, 2016 12.28 Íslendingur í Nice segir stöðuna óraunverulega Aníta Ýr Pétursdóttir er stödd í Nice. „Við vorum á flugeldasýningunni, svona um 200 metrum frá þeim stað þar sem bíllinn staðnæmdist, bara andartökum fyrr,“ segir Aníta.Sjá hér: Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“12.18 Myndir úr íbúð hins grunaðaLögregla hefur framkvæmt húsleit á heimili hins grunaða og birtar hafa verið myndir af því á Twitter. AFP fréttaveitan fullyrðir að lögregla hafi staðfest að hinn 31 árs gamli Mohamed Lahouaiej-Bouhlel sé árásarmaðurinn. Skilríkin hans fundust í vörubílnum. L'appartement du terroriste présumé de Nice passé au peigne fin ce matin pic.twitter.com/n6Qp15NmIA— Catherine Marciano (@clmarciano) July 15, 2016 12.14 ISIS hefur ekki lýst yfir ábyrgð Fjölmargir hafa nefnt ISIS í tengslum við hryðjuverkaárásina en þó ber að hafa í huga að hryðjuverkasamtökin hafa ekki lýst yfir ábyrgð.Sjá hér: ISIS lýsti ekki yfir ábyrgð í daglegum útvarpspistli12.09 Verðandi forseti segir ekkert geta réttlætt árásina „Innilegar samúðarkveðjur sendi ég öllum sem eiga um sárt að binda eftir hið hræðilega hryðjuverk gærdagsins. Ekkert getur réttlætt annan eins níðingsskap,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Sjá hér: Guðni Th. sendir samúðarkveðjur vegna árásarinnar í Nice11.50 Fjölmargir hafa fallið í hryðjuverkaárásum í Frakklandi „Hryðjuverk eru ógn sem liggur þungt á Frakklandi þessa stundina,“ sagði Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands nú í morgun. Undanfarna 18 mánuði hafa minnst 230 manns fallið í árásum hryðjuverkasamtaka og einstaklinga í fjölda árása í Frakklandi. Vísir tók saman árásir undanfarinna mánaða. Sjá hér: Fjölmargir hafa fallið í hryðjuverkaárásum í Frakklandi11.43 Hryðjuverkaárásir í Frakklandi á síðustu tveimur árum Graphic News hefur tekið saman yfirlitsmynd yfir hryðjuverkaárásir í Frakklandi síðan í janúar á síðasta ári þegar ráðist var inn á skrifstofur skoptímaritsins Charlie Hebdo í París. 11.33 Utanríkisráðuneytið bendir Íslendingum á að hafa samband við Rauða krossinn sem veitir sálrænan stuðningÞað er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. Utanríkisráðuneytið vill koma á framfæri að Rauði krossinn veitir sálrænan stuðning vegna atburðanna og bendir utanríkisráðuneytið á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 þar sem þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar svara símtölum. Ef hringt er erlendis frá er númerið +354 5801710. 11.26 AFP hefur rætt við nágranna hins grunaðaFréttastofan AFP segist hafa rætt við nágranna mannsins sem nafngreindur hefur verið og er grunaður um ódæðin í gær. Honum er lýst sem einfara sem tók ávallt hjólið sitt upp í íbúð sína. Einn nágranni segir að hann hafi ekki litið út fyrir að vera mjög trúaður. Ekki hefur verið staðfest af lögreglu að maðurinn hafi í raun verið ökumaður bílsins í gær en málið er í rannsókn. 11.23 Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur sent Francois Hollande Frakklandsforseta samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna voðaverkanna í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. Sjá hér: Ólafur Ragnar sendir Hollande samúðarkveðjur11.08 Hollande Frakklandsforseti kominn til Nice François Hollande forseti Frakklands hélt til Nice í morgun. Hann er nú kominn til borgarinnar. Hann hyggst funda með fulltrúum lögregluyfirvalda og öryggismála. Hollande sagði í nótt að Frakkland hyggðist ekki gefa neitt eftir í baráttu sinni við öfgasinna og hryðjuverkamenn. Hann framlengdi neyðarástand í landinu um þrjá mánuði en því átti að aflétta 26. júlí næstkomandi. Neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar hefur verið í landinu í um átta mánuði eða síðan ráðist var á Bataclan tónleikahúsið í París. Hollande est arrivé à #Nice pour une visite auprès des services de secours https://t.co/cSGO2tOpi3 #AFP— Agence France-Presse (@afpfr) July 15, 2016 11.04 Leið vörubílsins um tveir kílómetrar Vörubíllinn keyrði langa vegalengd eftir að hann ók á fyrstu fórnarlömbin. New York Times tekur saman í myndbandi leið bílsins en ógnvænlegt þykir hversu auðvelt það var í raun að framkvæma ódæðið. Árásarmaðurinn var skotinn af lögreglu. A trail of terror in Nice, block by block: https://t.co/c2E29Dp7xn pic.twitter.com/DFjGTRBZ2v— New York Times World (@nytimesworld) July 15, 2016 10.57 Al-Qaeda hvatti til árása af þessu tagi Árið 2010 var birt grein í tímariti al-Qaeda þar sem leiðtogi þeirra á Arabíuskaga kallaði eftir því að stuðningsmenn þeirra tækju upp „heilagt stríð einstaklinga“ með því að nota pallbíla til að keyra hópa fólks niður. „Hugmyndin er að nota pallbíla eins og sláttuvél. Ekki til að slá gras, heldur til að höggva niður óvini Allah.“ Sjá hér: Hafa lengi hvatt til árása af þessu tagi10.54 Sjónarvottar lýsa árásinni Maciej Czarnecki er við tungumálanám í Nice. Hann sá þegar trukkurinn keyrði inn í mannfjöldann í miðborginni á miklum hraða í gærkvöldi. „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið, það var eins og tómt holhljóð. Fólk byrjaði að hlaupa burt í sjokki.“Sjá hér: Sjónarvottar í Nice lýsa árásinni 10.49 Bíllinn virðist vera bílaleigubíll The Guardian greinir frá því að haft hafi verið samband við bílaleiguna Via Location vegna merkingar á vörubílnum sem gefa til kynna að hann hafi verið leigður þaðan. Starfsmaður bílaleigunnar sagðist ekki geta rætt málið við fjölmiðla. „Við getum ekki gefið þér neinar upplýsingar,“ sagði starfsmaðurinn. „Ráðuneytið hefur bannað okkur að svara spurningum fjölmiðla um ökutækið eða bílstjórann. Þannig að því miður, ég get ekki svarað spurningum ykkar,“ sagði starfsmaðurinn við blaðamenn The Guardian.10.34 Mannskæðasta árás eins árásarmanns á Vesturlöndum síðan 2011 Um er að ræða mannskæðustu árás eins árásarmanns á Vesturlöndum en í það minnsta 84 eru látnir. 77 fórnarlömb voru í árás Anders Breivik í Útey 2011. Fyrir gærdaginn var það mannskæðasta árás af hendi eins árásarmanns í sögunni.10.27 Myndband af átökum vörubílstjórans við lögreglu SKY news í Ástralíu hafa birt myndband frá gærkvöldinu af átökum lögreglu og árásarmannsins. Police opening fire on the truck and driver #NiceAttacks https://t.co/67VVpyOvnc— Sky News Australia (@SkyNewsAust) July 15, 2016 10.21 Þjóðarsorg lýst yfir í Frakklandi Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir þriggja daga þjóðarsorg hafa verið lýst yfir í landinu vegna árásarinnar. Valls hélt til Nice í morgun en ávarpaði fjölmiðla og aðra áður en hann fór. „Hryðjuverk eru ógn sem liggur þungt á Frakklandi þessa stundina,“ sagði Valls. „Við erum stödd í stríði við hryðjuverk. Markmiðið með þessu stríði er að vekja með okkur ótta og óðagot. Frakkland mun ekki leyfa þessu að raska stöðugleikanum hér.“ Valls sagði að nú yrðu Frakkar að sýna samstöðu og bregðast við með rólyndi. Hann sagði árásina sérstaklega sára þar sem hún var framkvæmd á þjóðhátíðardaginn.10.13 Fjölmargir Íslendingar á svæðinuStór hópur Íslendinga er í Nice samkvæmt utanríkisráðuneytinu. Vél frá WOWair lenti í Nice í gær skömmu fyrir voðaverkin. Vísir ræddi við Róslín Ölmu Valdemarsdóttur í gær en hún var farþegi vélarinnar. Rætt verður ítarlegar við Róslín í hádegisfréttum Bylgjunnar. 10.10 Franskir miðlar nafngreina árásarmanninn Franskir fjölmiðlar hafa nafngreint árásarmanninn og segja hann heita Mohamed Lahouaiej Bouhlel. Fjölmiðlar í Frakklandi segja frá því að framkvæmd hafi verið húsleit á heimili mannsins í morgun en Bouhlel var íbúi í Nice. Það hefur þó ekki verið formlega staðfest hver maðurinn er.10.04 Sjónarvottar lýsa fullkominni ringulreið „Vörubíll kom og keyrði á alla. Á alla,“ sagði franskur maður sem var í Nice þegar árásin varð. Maðurinn var í viðtali við Guardian sem sjá má hér að neðan. „Ég var með unnusta mínum og við byrjuðum að hlaupa,“ segir bandarískur ferðamaður í myndbandinu. Hún segist hafa farið inn í veitingastað til að leita skjóls. „Þetta var hryllilegt,“ sagði annar.09.56 Rannsókn á vettvangi Hryðjuverkadeild lögreglunnar hefur í morgun rannsakað vettvang voðaverkanna. Vettvangurinn er girtur af og er öllum meinaður aðgangur, meira að segja fjölmiðlafólki.09.42 Engir Íslendingar á meðal hinna særðuLilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, leggur áherslu á mikilvægi þess að draga ekki ályktanir af voðaverkunum í Nice fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt með það að augnamiði að fá fregnir af umferð Íslendinga í Frakklandi. Engar upplýsingar hafa borist um særða eða látna Íslendinga.Sjá hér: Utanríkisráðherra segir brýnt að draga ekki ályktanir fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir09.42 Bein útsending frá SKY news Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá SKY news þar sem greint er frá nýjustu fréttum og tíðindum í málinu.09.42 Skilríki fundust í vörubílnum Ekki hefur verið opinberað hver árásarmaðurinn er en Reuters fréttastofan greinir frá því að um sé að ræða þrjátíu og eins árs gamlan mann af frönskum og túnískum uppruna. Í það minnsta fundust skilríki þess manns í vörubílnum en ekki hefur verið staðfest að þau tilheyri í raun árásarmanninum. Sá mun hafa komist í kast við lögin áður en var þó ekki á sérstökum listum um grunaða hryðjuverkamenn. Sjá hér: Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn09.42 Fjölmennt Promenade de Anglaise í gærkvöldiFjöldinn allur af fólki var samankominn á Promenade de Anglaise í gærkvöldi til þess að horfa á flugeldasýningu í tilefni af Bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakka. Hér að neðan má sjá nákvæma staðsetningu.
Frakkland Hryðjuverk í Nice Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira