Utanríkisráðherra segir brýnt að draga ekki ályktanir fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júlí 2016 08:31 Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, leggur áherslu á mikilvægi þess að draga ekki ályktanir af voðaverkunum í Nice fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt með það að augnamiði að fá fregnir af umferð Íslendinga í Frakklandi. Maður á vörubíl ók inn í stóran hóp fólks seint í gærkvöldi á Promenade de Ainglese í Nice. En fjöldi fólks var þar samankominn til þess að horfa á flugeldasýningu í tilefni af Bastilludeginum sem var í gær. 84 eru látnir. „Við höfum ekki neinar upplýsingar á þessum tímapunkti um særða Íslendinga eða neitt slíkt,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir sem var í símaviðtali hjá morgunþættinum Bítinu í dag. „Þetta eru að sjálfsögðu afskaplega skelfilegir og sorglegir atburðir.“ Lilja sagði, aðspurð um hvort öryggi Evrópubúa væri ógnað, öryggismál aukast í Evrópu þegar sambærilegir atburðir koma upp. Hryðjuverkaárásirnar í París fyrir um átta mánuðum voru nefndar í því samhengi. Hryðjuverkasamtökin Daesh lýstu yfir ábyrgð á þeim árásum.Indverskir nemendur kveikja á ljósi til minningar um fórnarlömb árásarinnar í Nice.Vísir/EPA„En það er afskaplega mikilvægt að við fáum betri upplýsingar, ég hef ekki upplýsingar um tilræðismanninn en það er afar brýnt að draga engar ályktanir fyrr en slíkar upplýsingar eru komnar,“ sagði Lilja. Fjölmargir Íslendingar og aðrir íbúar Norðurlandanna eru í Nice samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins, þó hefur það ekki nákvæma tölu enda erfitt að halda utan um slíkar upplýsingar að sögn Lilju. „Við fengum þó fréttir seint í gærkvöldi að það væri umtalsverður hópur staðsettur þarna en við höfum ekki fengið neinar fregnir af særðum eða látnum Íslendingum eða neitt slíkt. Sendiráðið okkar í París var líka að störfum í gær og var að afla upplýsinga.“ Flugvél frá WOWair flaug til Nice klukkan þrjú í gær. Samkvæmt Svönu Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOWair, eru allar líkur á að sú vél hafi verið full en Nice hefur verið afar vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga í sumar. „Ég ráðlegg fólki að hringja í símanúmer utanríkisþjónustunnar, 5459900, borgarvaktin er þar að störfum. Það er best að hringja í hana og leita aðstoðar varðandi þessi mál,“ sagði Lilja varðandi hvaða ráðleggingar utanríkisráðuneytið hefði fyrir Íslendinga á svæðinu. Fregnir herma að í vörubíl árásarmannsins hafi fundist skilríki 31 árs gamals fransks ríkisborgara af túnískum uppruna. Óstaðfest er með öllu hvort þetta séu í raun skilríki árásarmannsins. Því er ekki neitt staðfest um bakgrunn mannsins sem ber ábyrgð á árásinni. „Þetta er náttúrulega bara afskaplega sorgleg og skelfileg árás,“ endurtók Lilja alvarleg í máli. „Við þurfum auðvitað að huga að þessum málum enn frekar en eins og ég sagði fyrr þá er afskaplega mikilvægt að fá allar réttar upplýsingar og vega og meta stöðuna svo í framhaldinu.“ Ráðuneytið verður áfram að störfum í dag og Lilja gerir ráð fyrir því að betri mynd fáist af stöðunni eftir því sem líður á daginn. Fréttir af flugi Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58 Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Áttatíu og fjórir látnir. 15. júlí 2016 06:51 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, leggur áherslu á mikilvægi þess að draga ekki ályktanir af voðaverkunum í Nice fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt með það að augnamiði að fá fregnir af umferð Íslendinga í Frakklandi. Maður á vörubíl ók inn í stóran hóp fólks seint í gærkvöldi á Promenade de Ainglese í Nice. En fjöldi fólks var þar samankominn til þess að horfa á flugeldasýningu í tilefni af Bastilludeginum sem var í gær. 84 eru látnir. „Við höfum ekki neinar upplýsingar á þessum tímapunkti um særða Íslendinga eða neitt slíkt,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir sem var í símaviðtali hjá morgunþættinum Bítinu í dag. „Þetta eru að sjálfsögðu afskaplega skelfilegir og sorglegir atburðir.“ Lilja sagði, aðspurð um hvort öryggi Evrópubúa væri ógnað, öryggismál aukast í Evrópu þegar sambærilegir atburðir koma upp. Hryðjuverkaárásirnar í París fyrir um átta mánuðum voru nefndar í því samhengi. Hryðjuverkasamtökin Daesh lýstu yfir ábyrgð á þeim árásum.Indverskir nemendur kveikja á ljósi til minningar um fórnarlömb árásarinnar í Nice.Vísir/EPA„En það er afskaplega mikilvægt að við fáum betri upplýsingar, ég hef ekki upplýsingar um tilræðismanninn en það er afar brýnt að draga engar ályktanir fyrr en slíkar upplýsingar eru komnar,“ sagði Lilja. Fjölmargir Íslendingar og aðrir íbúar Norðurlandanna eru í Nice samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins, þó hefur það ekki nákvæma tölu enda erfitt að halda utan um slíkar upplýsingar að sögn Lilju. „Við fengum þó fréttir seint í gærkvöldi að það væri umtalsverður hópur staðsettur þarna en við höfum ekki fengið neinar fregnir af særðum eða látnum Íslendingum eða neitt slíkt. Sendiráðið okkar í París var líka að störfum í gær og var að afla upplýsinga.“ Flugvél frá WOWair flaug til Nice klukkan þrjú í gær. Samkvæmt Svönu Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOWair, eru allar líkur á að sú vél hafi verið full en Nice hefur verið afar vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga í sumar. „Ég ráðlegg fólki að hringja í símanúmer utanríkisþjónustunnar, 5459900, borgarvaktin er þar að störfum. Það er best að hringja í hana og leita aðstoðar varðandi þessi mál,“ sagði Lilja varðandi hvaða ráðleggingar utanríkisráðuneytið hefði fyrir Íslendinga á svæðinu. Fregnir herma að í vörubíl árásarmannsins hafi fundist skilríki 31 árs gamals fransks ríkisborgara af túnískum uppruna. Óstaðfest er með öllu hvort þetta séu í raun skilríki árásarmannsins. Því er ekki neitt staðfest um bakgrunn mannsins sem ber ábyrgð á árásinni. „Þetta er náttúrulega bara afskaplega sorgleg og skelfileg árás,“ endurtók Lilja alvarleg í máli. „Við þurfum auðvitað að huga að þessum málum enn frekar en eins og ég sagði fyrr þá er afskaplega mikilvægt að fá allar réttar upplýsingar og vega og meta stöðuna svo í framhaldinu.“ Ráðuneytið verður áfram að störfum í dag og Lilja gerir ráð fyrir því að betri mynd fáist af stöðunni eftir því sem líður á daginn.
Fréttir af flugi Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58 Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Áttatíu og fjórir látnir. 15. júlí 2016 06:51 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira
Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58