Erlent

Guðni Th. sendir samúðarkveðjur vegna árásarinnar í Nice

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson í stúkunni í Nice þegar Ísland mætti Englendinum í 8-liða úrslitum EM þann 27. júní síðastliðinn.
Guðni Th. Jóhannesson í stúkunni í Nice þegar Ísland mætti Englendinum í 8-liða úrslitum EM þann 27. júní síðastliðinn. vísir/vilhelm
Guðni Th. Jóhannesson verðandi forseti sendir samúðarkveðjur til allra þeirra sem eiga um sárt að binda vegna árásarinnar í miðborg Nice í gærkvöldi. Á Facebook-síðu sinni segir hann ekkert geti réttlætt annan eins níðingsskap:

„Fyrir skömmu fylgdum við Íslendingar fótboltastrákunum okkar til hinnar fögru borgar Nice og nutum þar gestrisni heimafólks. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég öllum sem eiga um sárt að binda eftir hið hræðilega hryðjuverk gærdagsins. Ekkert getur réttlætt annan eins níðingsskap.“

Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice

Að minnsta kosti 84 létust í árásinni í gær og tugir eru særðir en maður keyrði vörubíl inn í mannfjölda sem saman var kominn í miðborg Nice vegna hátíðahalda í tilefni þjóðhátíðardags Frakka, Bastilludagsins.


Tengdar fréttir

Ólafur Ragnar sendir Hollande samúðarkveðjur

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur sent Francois Hollande Frakklandsforseta samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna voðaverkanna í Nice í Frakklandi í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×