EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2016 08:00 Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði. Vandræðalegasta tap sögunnar er orðið þreytt orðaval þeirra ensku sem gera lítið úr eigin liði. Skömmustulegasta stundin síðan Bandaríkjamenn lögðu Englendinga að velli á HM 1950, jafnvel skömmustulegri. Samanburðurinn er fáránlegur. Það er nákvæmlega ekkert vandræðalegt við það að tapa fyrir Íslandi, a.m.k. miðað við þann skilning sem enska pressan leggur í orðið. Það vandræðalega við tapið er að lið leyfi sér mögulega enn að vanmeta strákana okkar og átti sig ekki á því að þar fer lið sem hefur verið svo til óstöðvandi undanfarin fjögur ár. Okkar strákar hittu ekkert á einhvern undraleik. Þeir áttu fínan dag en staðreyndin er sú að við erum með frábært lið. Á mánudagskvöldið í Nice mætti enskt lið til leiks sem var stórt spurningamerki. Stjarnan í liðinu er löngu búin að missa það, já, Wayne Rooney. Hann er enginn miðjumaður og enska landsliðið, og Manchester United ef út í það er farið, mun ekki ná árangri með hann sem skipstjóra á miðjunni. Stjörnuframherjar Englands eru tiltölulega nýútsprungin blóm og hafa ekki þurft að höndla pressu sem fylgir því að klæðast ensku treyjunni á stórmóti. Það sást í Nice. Markvörður sem er ekki með neitt sjálfstraust. Þjálfari sem hefur ekki náð merkilegum árangri í langan tíma. Það var full ástæða til að ætla að leikur gegn Íslandi yrði erfiður, sem hann svo sannarlega varð.Stuðningsmenn Englands voru samt fullir sjálfstrausts. Vissu líklega ekki betur. Þeir hefðu getað spurt Hollendinga, Tékka, Tyrki, Svisslendinga og fleiri þjóðir en gerðu það ekki. Vissu þeir ekki af innköstum Arons Einars? Wayne Rooney að dekka Kára Árnason inni á vítateig? Þvílíkur brandari. Okkar menn mættu undirbúnir og þrátt fyrir verstu mögulegu byrjun varð fljótt ljóst að einstakt kvöld væri í vændum. Steve McClaren, fyrrverandi landsliðsþjálfari þeirra ensku, upplifði eina af mörgum vandræðalegum stundum í sjónvarpi þegar Kolbeinn Sigþórsson kom Íslandi yfir. Sekúndubrot áður hafði McClaren rangnefnt hann og gert lítið úr íslenskum sóknarleik. Þvílík tímasetning. Sannasta setningin í fótbolta er sú að lið spili ekki betur en andstæðingurinn leyfir. Englendingar virkuðu ráðalausir og örvæntingarfullir. Það var ekki af því að þá langaði ekki til að vinna leikinn. Þeir áttu bara engin svör. Það sem gerir fótboltann svo skemmtilegan, og aðrar fjölmennar liðsíþróttir, er hvað skipulag og samheldni getur skilað liðum góðum árangri óháð getu einstakra einstaklinga. Með þjálfara sem leikmenn bera virðingu fyrir og trúa á er hægt að mynda stórkostlegt lið á borð við Ísland. Vandræðalegt tap væri ef England hefði tapað fyrir Georgíu, Litháen eða annarri þjóð á þeim slóðum á heimslistanum þar sem Ísland var fyrir ekki svo löngu. Núna munar 23 sætum á þjóðunum og sá munur fer minnkandi. Þegar England tapaði fyrir Bandaríkjunum 1950 var, og er reyndar enn, litið til Englands sem þjóðarinnar sem fann upp fótbolta en Bandaríkjanna sem þjóðar sem hafði varla heyrt um fótbolta. Úrslitin voru vandræðaleg í meira lagi. Ísland er langt í frá sambærilegt við Bandaríkin 1950. Allir ættu að vera löngu búnir að átta sig á því að strákarnir okkar mynda sterkt landslið sem enginn skyldi vanmeta. Sérstaklega ekki Frakkar.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir EM dagbók: Sá sænski sýnir klærnar Lars Lagerbäck leynir á sér. 18. júní 2016 06:00 EM dagbók: Besta úr báðum heimum Uppskriftin er til staðar hjá íslenska landsliðinu. 26. júní 2016 10:00 EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00 EM dagbók: Sjáumst á fimmtudag! Starfsfólkið á hóteli okkar fjölmiðlamanna í Annecy er yndislegt. Þetta er fremur lítið hótel sem er þekktara fyrir veitingastaðinn sinn en sjálfa hótelstarfsemina. Stjarna matseðilsins er lasanja "hennar mömmu“ eins og rétturinn er auglýstur. 22. júní 2016 08:00 EM-dagbók: Lengsti og besti dagur lífs míns Tómas Þórðarson fylgir strákunum okkar á Evrópumótinu í fótbolta og deilir upplifun sinni með lesendum Fréttablaðsins og Vísis. 24. júní 2016 08:00 EM dagbók: Öryggið ekki sett á oddinn Afskaplega fyndinn pitsustaður bjargaði geðheilsu fréttamanna eftir svekkjandi úrslit í Marseille. 20. júní 2016 08:00 EM dagbók: Þetta gerðist bara í alvörunni! Lífið er svo sannarlega yndislegt. 23. júní 2016 08:48 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði. Vandræðalegasta tap sögunnar er orðið þreytt orðaval þeirra ensku sem gera lítið úr eigin liði. Skömmustulegasta stundin síðan Bandaríkjamenn lögðu Englendinga að velli á HM 1950, jafnvel skömmustulegri. Samanburðurinn er fáránlegur. Það er nákvæmlega ekkert vandræðalegt við það að tapa fyrir Íslandi, a.m.k. miðað við þann skilning sem enska pressan leggur í orðið. Það vandræðalega við tapið er að lið leyfi sér mögulega enn að vanmeta strákana okkar og átti sig ekki á því að þar fer lið sem hefur verið svo til óstöðvandi undanfarin fjögur ár. Okkar strákar hittu ekkert á einhvern undraleik. Þeir áttu fínan dag en staðreyndin er sú að við erum með frábært lið. Á mánudagskvöldið í Nice mætti enskt lið til leiks sem var stórt spurningamerki. Stjarnan í liðinu er löngu búin að missa það, já, Wayne Rooney. Hann er enginn miðjumaður og enska landsliðið, og Manchester United ef út í það er farið, mun ekki ná árangri með hann sem skipstjóra á miðjunni. Stjörnuframherjar Englands eru tiltölulega nýútsprungin blóm og hafa ekki þurft að höndla pressu sem fylgir því að klæðast ensku treyjunni á stórmóti. Það sást í Nice. Markvörður sem er ekki með neitt sjálfstraust. Þjálfari sem hefur ekki náð merkilegum árangri í langan tíma. Það var full ástæða til að ætla að leikur gegn Íslandi yrði erfiður, sem hann svo sannarlega varð.Stuðningsmenn Englands voru samt fullir sjálfstrausts. Vissu líklega ekki betur. Þeir hefðu getað spurt Hollendinga, Tékka, Tyrki, Svisslendinga og fleiri þjóðir en gerðu það ekki. Vissu þeir ekki af innköstum Arons Einars? Wayne Rooney að dekka Kára Árnason inni á vítateig? Þvílíkur brandari. Okkar menn mættu undirbúnir og þrátt fyrir verstu mögulegu byrjun varð fljótt ljóst að einstakt kvöld væri í vændum. Steve McClaren, fyrrverandi landsliðsþjálfari þeirra ensku, upplifði eina af mörgum vandræðalegum stundum í sjónvarpi þegar Kolbeinn Sigþórsson kom Íslandi yfir. Sekúndubrot áður hafði McClaren rangnefnt hann og gert lítið úr íslenskum sóknarleik. Þvílík tímasetning. Sannasta setningin í fótbolta er sú að lið spili ekki betur en andstæðingurinn leyfir. Englendingar virkuðu ráðalausir og örvæntingarfullir. Það var ekki af því að þá langaði ekki til að vinna leikinn. Þeir áttu bara engin svör. Það sem gerir fótboltann svo skemmtilegan, og aðrar fjölmennar liðsíþróttir, er hvað skipulag og samheldni getur skilað liðum góðum árangri óháð getu einstakra einstaklinga. Með þjálfara sem leikmenn bera virðingu fyrir og trúa á er hægt að mynda stórkostlegt lið á borð við Ísland. Vandræðalegt tap væri ef England hefði tapað fyrir Georgíu, Litháen eða annarri þjóð á þeim slóðum á heimslistanum þar sem Ísland var fyrir ekki svo löngu. Núna munar 23 sætum á þjóðunum og sá munur fer minnkandi. Þegar England tapaði fyrir Bandaríkjunum 1950 var, og er reyndar enn, litið til Englands sem þjóðarinnar sem fann upp fótbolta en Bandaríkjanna sem þjóðar sem hafði varla heyrt um fótbolta. Úrslitin voru vandræðaleg í meira lagi. Ísland er langt í frá sambærilegt við Bandaríkin 1950. Allir ættu að vera löngu búnir að átta sig á því að strákarnir okkar mynda sterkt landslið sem enginn skyldi vanmeta. Sérstaklega ekki Frakkar.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir EM dagbók: Sá sænski sýnir klærnar Lars Lagerbäck leynir á sér. 18. júní 2016 06:00 EM dagbók: Besta úr báðum heimum Uppskriftin er til staðar hjá íslenska landsliðinu. 26. júní 2016 10:00 EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00 EM dagbók: Sjáumst á fimmtudag! Starfsfólkið á hóteli okkar fjölmiðlamanna í Annecy er yndislegt. Þetta er fremur lítið hótel sem er þekktara fyrir veitingastaðinn sinn en sjálfa hótelstarfsemina. Stjarna matseðilsins er lasanja "hennar mömmu“ eins og rétturinn er auglýstur. 22. júní 2016 08:00 EM-dagbók: Lengsti og besti dagur lífs míns Tómas Þórðarson fylgir strákunum okkar á Evrópumótinu í fótbolta og deilir upplifun sinni með lesendum Fréttablaðsins og Vísis. 24. júní 2016 08:00 EM dagbók: Öryggið ekki sett á oddinn Afskaplega fyndinn pitsustaður bjargaði geðheilsu fréttamanna eftir svekkjandi úrslit í Marseille. 20. júní 2016 08:00 EM dagbók: Þetta gerðist bara í alvörunni! Lífið er svo sannarlega yndislegt. 23. júní 2016 08:48 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
EM dagbók: Besta úr báðum heimum Uppskriftin er til staðar hjá íslenska landsliðinu. 26. júní 2016 10:00
EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00
EM dagbók: Sjáumst á fimmtudag! Starfsfólkið á hóteli okkar fjölmiðlamanna í Annecy er yndislegt. Þetta er fremur lítið hótel sem er þekktara fyrir veitingastaðinn sinn en sjálfa hótelstarfsemina. Stjarna matseðilsins er lasanja "hennar mömmu“ eins og rétturinn er auglýstur. 22. júní 2016 08:00
EM-dagbók: Lengsti og besti dagur lífs míns Tómas Þórðarson fylgir strákunum okkar á Evrópumótinu í fótbolta og deilir upplifun sinni með lesendum Fréttablaðsins og Vísis. 24. júní 2016 08:00
EM dagbók: Öryggið ekki sett á oddinn Afskaplega fyndinn pitsustaður bjargaði geðheilsu fréttamanna eftir svekkjandi úrslit í Marseille. 20. júní 2016 08:00