Fjörutíu ár í dag frá Kópaskersskjálfta Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2016 17:30 Fjörutíu ár eru í dag liðin frá Kópaskersskjálftanum, sem reið yfir þann 13. janúar árið 1976. Miklar skemmdir urðu á húsum í þorpinu, vatns- og holræsalagnir rofnuðu, og voru íbúarnir fluttir brott í norðan stórhríð við illan leik. Skjálftinn mældist 6,4 stig og átti upptök undir hafsbotni skammt undan Kópaskeri. Hrina smærri skjálfta hafði gengið yfir sem tengd var upphafi Kröfluelda þremur vikum fyrr. Svo sterkar minningar eru bundnar Kópaskersskjálftanum að þar er rekið jarðskjálftasetur þar sem þessum örlagaríku dögum í janúar 1976 eru gerð sérstök skil. Skjálftinn var rifjaður upp í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í fyrra, sem fjallaði um Kröfluelda og Kópaskersskjálftann. Þar lýsti Hólmfríður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Skjálftasetursins, upplifun sinni á jarðskjálftanum og áhrifum hans á íbúana. „Þetta var mjög erfitt og margir urðu mjög skelfdir, sérstaklega börn,“ sagði Hólmfríður meðal annars.Jarðskjálftasetrið er til húsa þar sem áður var grunnskóli á Kópaskeri.Mynd/Stöð 2.Þess má geta að íbúar Öxarfjarðar koma saman til rabbfundar í Skjálftasetrinu á Kópaskeri í kvöld, - ekki til að minnast skjálftans, - heldur er fundurinn liður í verkefninu „Brothættar byggðir“ til að ræða um leiðir til verjast frekari fólksfækkun í héraðinu. Árið 1976 bjuggu 138 manns á Kópaskeri. Núna eru 114 manns skráðir þar til heimilis. Ef fólksfjölgun þar hefði fylgt mannfjöldaþróun á landinu á þessum 40 árum ættu yfir 200 manns að búa á Kópaskeri í dag því á sama tíma fjölgaði íbúum landsins alls um 50%, úr 219 þúsund í 329 þúsund. Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir 10-15 manna verksmiðja hefur rekstur á Kópaskeri Niðursuðuverksmiðja hefur tekið til starfa á Kópaskeri í byggingu sem áður hýsti rækjuverksmiðju. 12. október 2013 19:00 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Fjörutíu ár eru í dag liðin frá Kópaskersskjálftanum, sem reið yfir þann 13. janúar árið 1976. Miklar skemmdir urðu á húsum í þorpinu, vatns- og holræsalagnir rofnuðu, og voru íbúarnir fluttir brott í norðan stórhríð við illan leik. Skjálftinn mældist 6,4 stig og átti upptök undir hafsbotni skammt undan Kópaskeri. Hrina smærri skjálfta hafði gengið yfir sem tengd var upphafi Kröfluelda þremur vikum fyrr. Svo sterkar minningar eru bundnar Kópaskersskjálftanum að þar er rekið jarðskjálftasetur þar sem þessum örlagaríku dögum í janúar 1976 eru gerð sérstök skil. Skjálftinn var rifjaður upp í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í fyrra, sem fjallaði um Kröfluelda og Kópaskersskjálftann. Þar lýsti Hólmfríður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Skjálftasetursins, upplifun sinni á jarðskjálftanum og áhrifum hans á íbúana. „Þetta var mjög erfitt og margir urðu mjög skelfdir, sérstaklega börn,“ sagði Hólmfríður meðal annars.Jarðskjálftasetrið er til húsa þar sem áður var grunnskóli á Kópaskeri.Mynd/Stöð 2.Þess má geta að íbúar Öxarfjarðar koma saman til rabbfundar í Skjálftasetrinu á Kópaskeri í kvöld, - ekki til að minnast skjálftans, - heldur er fundurinn liður í verkefninu „Brothættar byggðir“ til að ræða um leiðir til verjast frekari fólksfækkun í héraðinu. Árið 1976 bjuggu 138 manns á Kópaskeri. Núna eru 114 manns skráðir þar til heimilis. Ef fólksfjölgun þar hefði fylgt mannfjöldaþróun á landinu á þessum 40 árum ættu yfir 200 manns að búa á Kópaskeri í dag því á sama tíma fjölgaði íbúum landsins alls um 50%, úr 219 þúsund í 329 þúsund.
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir 10-15 manna verksmiðja hefur rekstur á Kópaskeri Niðursuðuverksmiðja hefur tekið til starfa á Kópaskeri í byggingu sem áður hýsti rækjuverksmiðju. 12. október 2013 19:00 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
10-15 manna verksmiðja hefur rekstur á Kópaskeri Niðursuðuverksmiðja hefur tekið til starfa á Kópaskeri í byggingu sem áður hýsti rækjuverksmiðju. 12. október 2013 19:00
40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52