Erlent

Tveir grunaðir um morðið

jón hákon halldórsson skrifar
Dadayev er sagður hafa viðurkennt aðild að árásinni.
Dadayev er sagður hafa viðurkennt aðild að árásinni. nORDICpHOTOS/AFP

Tveir menn eru grunaðir um morðið á Boris Nemtsov, rússneskum stjórnarandstæðingi. Hann var myrtur í síðustu viku. BBC segir að annar mannanna, Zaur Dadayev, hafi viðurkennt aðild að skotárásinni á brú í Kreml þann 27. febrúar síðastliðinn.



Dadayev og hinn maðurinn, Anzor Gubashev, eru báðir af tsjetsjenskum uppruna. Að öðru leyti er lítið vitað um þá. Mikil öryggisgæsla var þegar þeir voru færðir fyrir dómara í gær. Þrír aðrir menn hafa verið í varðhaldi í dag vegna rannsóknar málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×