Fótbolti

Gylfi á þrjú af fimm flottustu mörkum Íslands í undankeppninni | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Knattspyrnusamband Evrópu hefur valið fimm flottustu mörk Íslands í undankeppni EM 2016 en íslensks karlalandsliðið tryggði sér þá sæti á stórmóti í fyrsta sinn.

Á laugardaginn verður dregið í riðla fyrir lokakeppnina sem fer fram í Frakklandi næsta sumar. Ísland er þar í fjórða styrkleikaflokki og fær þrjár mjög sterkar þjóðir með sér í riðli.

UEFA er að telja niður fram að drættinum og hluti af því að er að velja fimm flottustu mörkin hjá hverri þátttökuþjóð.

Íslenska landsliðið fékk 20 stig í undankeppninni og skoraði alls 17 mörk í leikjunum tíu.

Gylfi Þór Sigurðsson var markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni með sex mörk og hann á líka flest af fallegustu mörkunum.

Mörk Gylfa á móti Lettlandi úti og Hollandi og Lettlandi heima komust öll á listann ásamt marki Kolbeins Sigþórssonar og eina marki Eiðs Smára Guðjohnsen.

Fimm fallegustu mörk Íslands í undankeppni EM 2016:

Mark Kolbeins Sigþórssonar á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum

Mark Gylfa Þórs Sigurðssonar á móti Lettlandi í Riga

Mark Gylfa Þórs Sigurðssonar á móti Hollandi á Laugardalsvellinum

Mark Eiðs Smára Guðjohnsen á móti Kasakstan í Astana

Mark Gylfa Þórs Sigurðssonar á móti Lettlandi á Laugardalsvellinum

Það er hægt að sjá mörkin fimm með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×