Fótbolti

Lars og Heimir í þriðja sæti yfir bestu landsliðsþjálfara heims

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck.
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck. Vísir
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru í þriðja sæti í úttekt The Telegraph á bestu landsliðsþjálfurum heims. Hana má lesa hér.

Árangur þeirra Lars og Heimis með íslenska landsliðið hefur vakið heimsathygli en víða hefur vakið eftirtekt að svo fámenn þjóð hafi tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM. Það gerði liðið meira að segja þegar tvær umferðir voru eftir af undankeppninni.

Greinarhöfundur í The Telegraph bendir á að íbúafjöldi Íslands sé svipaður og í sjávarbænum Hull. Hann segir að Lagerbäck sé arkitektinn að liðinu og leikskipulagi þess. Heimir sé með afar næmt auga fyrir smáatriðum og ef einhver ungur leikmaður veki eftirtekt í æfingaleik í Reykjavík - þá viti hann af því. Lars og Heimir mynda því hið fullkomna þjálfarapar.

Aðeins Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þýskalands, og Jorge Sampaoli sem gerði Síle að Suður-Ameríkumeisturum í sumar, eru ofar á listanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×