Fótbolti

Emil og Birkir fengu einkalestur upp í rúmi frá Þorgrími Þráins

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Það fer augljóslega afskaplega vel um þessa herramenn.
Það fer augljóslega afskaplega vel um þessa herramenn. mynd/þorgrímur þ.
Það getur verið gott að vera í íslenska landsliðinu í fótbolta. Stundum getur það líka verið afskaplega huggulegt.

Strákarnir okkar fengu nokkrum sinnum í undankeppni EM að sjá íslenskar bíómyndir á undan öðrum til að stytta sér stundir á hótelinu fyrir stóra leiki.

Verðlaunarithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson gerði þó upplifun Emils Hallfreðssonar og Birkis Bjarnasonar af einkaupplestri á nýjustu bók einni, Ég elska máva, mun persónulegri fyrir síðasta leikinn í riðlinum gegn Tyrklandi.

Þorgrímur, sem er fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi landsliðsnefndarmaður, lagðist upp í rúm og undir sæng með Emil og Birki og fengu þeir félagarnir fyrstir manna upplestur frá Þorgrími upp úr nýju bókinni hans.

„Ég las fyrir þá á kvöldin fyrir landsleikinn í Tyrklandi á dögunum, fyrst og fremst vegna þess að Hallfreður heitinn, faðir Emils kemur við sögu í bókinni, vitanlega með samþykki knattspyrnukappans,“ segir Þorgrímur við myndina sem hann birtir á Facebook-síðu sinni og Vísir fékk góðfúslegt leyfi til að nota.

„Hallfreður var húsvörður í Melaskóla (í sögunni) en lést óvænt og þá skírðu söguhetjurnar, Anton og Pandóra, uppáhaldstréð sitt í höfuðið á honum til að votta honum virðingu,“ segir Þorgrímur Þráinsson.

Emil og Birkir munu vafalítið koma við í sögu í kvöld þegar Ísland mætir Póllandi í vináttuleik í Varsjá. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×