Birkir Már: Ég er ekki í því að halda uppi fjörinu og dansa upp á borðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2015 15:15 Birkir Már Sævarsson er fastamaður í byrjunarliði landsliðsins. vísir/getty Komi Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, við sögu í vináttuleiknum gegn Slóvakíu í kvöld verður það hans 54. landsleikur. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Birkir Már byrjaði á bekknum í síðustu undankeppni en kom inn í fimmta leik gegn Kasakstan og eignaði sér stöðuna á ný. Þrátt fyrir að vera fastamaður meira og minna í landsliðinu sem hefur notið mikillar athygli undanfarin misseri hefur lítið borið á Birki í fjölmiðlum. Þessi 31 árs gamli Valsmaður hefur hægt um sig og lætur verkin tala inn á vellinum. Í afar skemmtilegu viðtali við fótbolti.net segir hann hreint út að hann hafi ekkert gaman af viðtölum eða athygli fjölmiðla. „Ég vil helst ekki vera í sviðsljósinu. Ég held að fólk sé kannski farið að átta sig á því en mér líður ekkert svakalega vel að fá athygli og vera í viðtölum. Ef ég gæti sleppt öllum viðtölum þá myndi ég gera það,“ segir Birkir. „Ég er ekkert að troða mér fremst. Ég reyni yfirleitt að vera fyrir aftan og líður mjög vel þar. Ég á fullt af félögum í hópnum sem ég umgengst en ég er ekki sá sem er í því að halda uppi fjörinu og vera dansandi upp á borðum.“ Birkir er giftur Stefaníu Sigurðardóttur sem hann kynntist í Menntaskólanum á Laugarvatni. Hún átti tvö börn fyrir og saman hafa þau eignast tvö þannig Birkir er fjögurra barna faðir. Og þau hjónin ætla að láta fjögur duga. „Við erum hætt núna. Það verður ekkert meira. Það yrði krísa. Þetta er alveg nóg í bili. Nú förum við að hugsa um að koma þessum börnum út í lífið og þá verðum við laus við þau af heimilinu þegar við erum í kringum fimmtugt,“ segir Birkir Már Sævarsson. Viðtalið má lesa í heild sinni hér. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland gæti lent í riðli með Englandi, Ítalíu og Danmörku á EM Það styttist óðum í það þegar kemur í ljós með hvaða þremur þjóðum Ísland lendir í riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakkalandi næsta sumar. 17. nóvember 2015 14:30 Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Landsliðsfyrirliðinn gat ekki æft í dag og verður ekki með í vináttuleiknum annað kvöld. 16. nóvember 2015 13:57 Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30 Heimir: Hef engar áhyggjur af þessum tapleikjum Landsliðsþjálfarinn segir það verið skrítið að fá strákana upp á tærnar fyrir vináttuleiki þegar þeir eru nú þegar komnir á EM. 17. nóvember 2015 11:30 Tvær hliðar íslenska karlalandsliðsins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið leik síðan liðið komst á EM og slök frammistaða í seinni hálfleik síðustu leikja á mikinn þátt í því. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira
Komi Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, við sögu í vináttuleiknum gegn Slóvakíu í kvöld verður það hans 54. landsleikur. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Birkir Már byrjaði á bekknum í síðustu undankeppni en kom inn í fimmta leik gegn Kasakstan og eignaði sér stöðuna á ný. Þrátt fyrir að vera fastamaður meira og minna í landsliðinu sem hefur notið mikillar athygli undanfarin misseri hefur lítið borið á Birki í fjölmiðlum. Þessi 31 árs gamli Valsmaður hefur hægt um sig og lætur verkin tala inn á vellinum. Í afar skemmtilegu viðtali við fótbolti.net segir hann hreint út að hann hafi ekkert gaman af viðtölum eða athygli fjölmiðla. „Ég vil helst ekki vera í sviðsljósinu. Ég held að fólk sé kannski farið að átta sig á því en mér líður ekkert svakalega vel að fá athygli og vera í viðtölum. Ef ég gæti sleppt öllum viðtölum þá myndi ég gera það,“ segir Birkir. „Ég er ekkert að troða mér fremst. Ég reyni yfirleitt að vera fyrir aftan og líður mjög vel þar. Ég á fullt af félögum í hópnum sem ég umgengst en ég er ekki sá sem er í því að halda uppi fjörinu og vera dansandi upp á borðum.“ Birkir er giftur Stefaníu Sigurðardóttur sem hann kynntist í Menntaskólanum á Laugarvatni. Hún átti tvö börn fyrir og saman hafa þau eignast tvö þannig Birkir er fjögurra barna faðir. Og þau hjónin ætla að láta fjögur duga. „Við erum hætt núna. Það verður ekkert meira. Það yrði krísa. Þetta er alveg nóg í bili. Nú förum við að hugsa um að koma þessum börnum út í lífið og þá verðum við laus við þau af heimilinu þegar við erum í kringum fimmtugt,“ segir Birkir Már Sævarsson. Viðtalið má lesa í heild sinni hér.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland gæti lent í riðli með Englandi, Ítalíu og Danmörku á EM Það styttist óðum í það þegar kemur í ljós með hvaða þremur þjóðum Ísland lendir í riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakkalandi næsta sumar. 17. nóvember 2015 14:30 Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Landsliðsfyrirliðinn gat ekki æft í dag og verður ekki með í vináttuleiknum annað kvöld. 16. nóvember 2015 13:57 Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30 Heimir: Hef engar áhyggjur af þessum tapleikjum Landsliðsþjálfarinn segir það verið skrítið að fá strákana upp á tærnar fyrir vináttuleiki þegar þeir eru nú þegar komnir á EM. 17. nóvember 2015 11:30 Tvær hliðar íslenska karlalandsliðsins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið leik síðan liðið komst á EM og slök frammistaða í seinni hálfleik síðustu leikja á mikinn þátt í því. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira
Ísland gæti lent í riðli með Englandi, Ítalíu og Danmörku á EM Það styttist óðum í það þegar kemur í ljós með hvaða þremur þjóðum Ísland lendir í riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakkalandi næsta sumar. 17. nóvember 2015 14:30
Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Landsliðsfyrirliðinn gat ekki æft í dag og verður ekki með í vináttuleiknum annað kvöld. 16. nóvember 2015 13:57
Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30
Heimir: Hef engar áhyggjur af þessum tapleikjum Landsliðsþjálfarinn segir það verið skrítið að fá strákana upp á tærnar fyrir vináttuleiki þegar þeir eru nú þegar komnir á EM. 17. nóvember 2015 11:30
Tvær hliðar íslenska karlalandsliðsins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið leik síðan liðið komst á EM og slök frammistaða í seinni hálfleik síðustu leikja á mikinn þátt í því. 17. nóvember 2015 06:00