Fótbolti

Með hvaða þjóðum verða strákarnir okkar í riðli ef þú prófar að draga?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alfreð Finnbogason skoraði í síðustu tveimur landsleikjum íslands á árinu.
Alfreð Finnbogason skoraði í síðustu tveimur landsleikjum íslands á árinu. vísir/jastrzebowski
Dregið verður til riðlakeppni Evrópumótsins í fótbolta 2016 í byrjun næsta mánaðar en í fyrsta sinn í sögunni verður Ísland í pottinum.

Strákarnir okkar unnu sér sæti á EM með því að hafna í öðru sæti síns riðils í undankeppninni þar sem þeir unnu frækna sigra á Tyrkjum, Tékkum og Hollendingum.

Styrkleikaröðun fyrir dráttinn er klár eftir leiki gærdagsins þegar Úkraína og Svíþjóð tryggðu sér síðustu farseðlana til Frakklands.

Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki með Tyrklandi, Írlandi, Wales, Albaíu og Norður-Írlandi.

Í efsta styrkleikaflokki eru Spánn, Þýskaland, England, Portúgal og Belgía, en Frakkland er nú þegar komið í A-riðil úr efsta styrkleikaflokki sem gestgjafaþjóð.

Í öðrum styrkleikaflokki eru Ítalía, Rússland, Sviss, Austurríki, Króatía og Úkraína og í þriðja flokki eru Tékkar, Svíar, Pólverja, Rúmenar, Slóvakar og Ungverjar.

Mikil spenna er fyrir drættinum og hafa allir sinn draumariðil. En í hvaða riðli lenda strákarnir okkar ef þú prófar að draga sjálfkrafa í riðla?

Hér má prófa að draga í riðla fyrir Evrópumótið, en blaðamaður spreytti sig og sendi strákana okkar í C-riðil með Englandi, Úkraínu og Svíþjóð. Hvað gerist hjá þér, lesandi góður?


Tengdar fréttir

Heimir: Fáum á okkur aulaleg mörk

"Það er alltaf leiðinlegt að tapa. Það eru svona mín fyrstu viðbrögð," segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Slóvökum í kvöld.

Zlatan skaut Svíum á EM

Zlatan Ibrahimovic sá til þess í kvöld að Svíar fara á EM en Danir og Svíar gerðu 2-2 jafntefli í seinni leik liðanna á Parken í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×