Beckenbauer viðurkennir mistök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2015 08:00 Franz Beckenbauer og Sepp Blatter. Vísir/Getty Franz Beckenbauer, sem bæði varð heimsmeistari með þýska landsliðinu sem fyrirliði og þjálfari, hefur viðurkennt mistök nefndar sem hann fór fyrir þegar Þjóðverjar sóttust efir því að fá að halda heimsmeistaramótið í fótbolta 2006. Beckenbauer viðurkennir mistökin en neitar því að Þjóðverjar hafi keypt atkvæði eins og fréttir bárust af á dögunum. Beckenbauer er einn háttsettum mönnum innan FIFA sem hefur verið til rannsóknar vegna spillingarmála. Beckenbauer var yfirmaður skipulagsnefndar heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi sumarið 2006 en Þjóðverjar höfðu betur í baráttu við Suður-Afríku þegar FIFA kaus um hvar keppnin ætti að fara fram. Sú kosning fór fram árið 2000 eða sex árum fyrir keppnina. Fréttatímaritið Der Spiegel sló því upp hjá sér að 6,7 milljónir evra hafi farið í það að kaupa atkvæði í kosningunni sem fór fram hjá Framkvæmdanefnd FIFA en þýska knattspyrnusambandið hefur neitað þessum ásökunum. Beckenbauer kom strax fram og neitaði því að hafa staðið fyrir því að hafa kaupa atkvæði fyrir kosninguna. Þýska knattspyrnusamband réð lögfræðifyrirtæki til að kanna málið betur og var Beckenbauer tekin í yfirheyrslu. Þar tók hann ábyrgð á þessum mistökum. „Til að fá nauðsynlega styrki frá FIFA [til að halda HM 2006] þurftu þeir hinir sömu að fylgja eftir tillögu frá fjárhagsnefnd FIFA en með augum dagsins í dag þá átti sú tillaga aldrei að vera samþykkt," sagði Franz Beckenbauer í yfirlýsingu sem BBC sagði frá. „Ég, sem forseti umræddrar skipulagsnefndar, tek ábyrgðina á þessum mistökum," bætti Franz Beckenbauer við. Franz Beckenbauer sem hélt upp á sjötugsafmælið sitt á dögunum fékk tvisvar sinnum Gullboltann sem besti knattspyrnumaður Evrópu (1972 og 1976) en hann vann HM sem leikmaður (og fyrirliði) 1974 og sem þjálfari 1990. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Cantona kærir New York Cosmos Eric Cantona er farinn í mál við bandaríska fótboltaliðið New York Cosmos. 21. maí 2015 08:15 Fleiri háttsettir menn hjá FIFA undir rannsókn Siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins mun greina frá frekari rannsóknum síðar í dag. 21. október 2015 07:00 Platini gefst ekki upp Michel Platini ætlar í forsetaframboð hjá FIFA þó svo hann sé grunaður um spillingu. 19. október 2015 15:00 Beckenbauer ósáttur við leikmannaveltuna hjá Bayern Franz Beckenbauer, heiðursforseti Bayern München, segir að liðið hafi gert mistök á leikmannamarkaðnum í janúar. Hann er ekki sáttur með hvernig þýska félagið hefur hagað sér á leikmannamarkaðnum undanfarið. 10. maí 2015 15:30 Beckenbauer nú til rannsóknar vegna spillingarmála innan FIFA Franz Beckenbauer og formaður spænska knattspyrnusambandsins eru tvö nýjustu nöfnin sem hafa flækst í rannsókn Alþjóðaknattspyrnusambandsins á spillingu meðal háttsettra starfsmanna sambandsins. 21. október 2015 17:00 Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Franz Beckenbauer, sem bæði varð heimsmeistari með þýska landsliðinu sem fyrirliði og þjálfari, hefur viðurkennt mistök nefndar sem hann fór fyrir þegar Þjóðverjar sóttust efir því að fá að halda heimsmeistaramótið í fótbolta 2006. Beckenbauer viðurkennir mistökin en neitar því að Þjóðverjar hafi keypt atkvæði eins og fréttir bárust af á dögunum. Beckenbauer er einn háttsettum mönnum innan FIFA sem hefur verið til rannsóknar vegna spillingarmála. Beckenbauer var yfirmaður skipulagsnefndar heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi sumarið 2006 en Þjóðverjar höfðu betur í baráttu við Suður-Afríku þegar FIFA kaus um hvar keppnin ætti að fara fram. Sú kosning fór fram árið 2000 eða sex árum fyrir keppnina. Fréttatímaritið Der Spiegel sló því upp hjá sér að 6,7 milljónir evra hafi farið í það að kaupa atkvæði í kosningunni sem fór fram hjá Framkvæmdanefnd FIFA en þýska knattspyrnusambandið hefur neitað þessum ásökunum. Beckenbauer kom strax fram og neitaði því að hafa staðið fyrir því að hafa kaupa atkvæði fyrir kosninguna. Þýska knattspyrnusamband réð lögfræðifyrirtæki til að kanna málið betur og var Beckenbauer tekin í yfirheyrslu. Þar tók hann ábyrgð á þessum mistökum. „Til að fá nauðsynlega styrki frá FIFA [til að halda HM 2006] þurftu þeir hinir sömu að fylgja eftir tillögu frá fjárhagsnefnd FIFA en með augum dagsins í dag þá átti sú tillaga aldrei að vera samþykkt," sagði Franz Beckenbauer í yfirlýsingu sem BBC sagði frá. „Ég, sem forseti umræddrar skipulagsnefndar, tek ábyrgðina á þessum mistökum," bætti Franz Beckenbauer við. Franz Beckenbauer sem hélt upp á sjötugsafmælið sitt á dögunum fékk tvisvar sinnum Gullboltann sem besti knattspyrnumaður Evrópu (1972 og 1976) en hann vann HM sem leikmaður (og fyrirliði) 1974 og sem þjálfari 1990.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Cantona kærir New York Cosmos Eric Cantona er farinn í mál við bandaríska fótboltaliðið New York Cosmos. 21. maí 2015 08:15 Fleiri háttsettir menn hjá FIFA undir rannsókn Siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins mun greina frá frekari rannsóknum síðar í dag. 21. október 2015 07:00 Platini gefst ekki upp Michel Platini ætlar í forsetaframboð hjá FIFA þó svo hann sé grunaður um spillingu. 19. október 2015 15:00 Beckenbauer ósáttur við leikmannaveltuna hjá Bayern Franz Beckenbauer, heiðursforseti Bayern München, segir að liðið hafi gert mistök á leikmannamarkaðnum í janúar. Hann er ekki sáttur með hvernig þýska félagið hefur hagað sér á leikmannamarkaðnum undanfarið. 10. maí 2015 15:30 Beckenbauer nú til rannsóknar vegna spillingarmála innan FIFA Franz Beckenbauer og formaður spænska knattspyrnusambandsins eru tvö nýjustu nöfnin sem hafa flækst í rannsókn Alþjóðaknattspyrnusambandsins á spillingu meðal háttsettra starfsmanna sambandsins. 21. október 2015 17:00 Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Cantona kærir New York Cosmos Eric Cantona er farinn í mál við bandaríska fótboltaliðið New York Cosmos. 21. maí 2015 08:15
Fleiri háttsettir menn hjá FIFA undir rannsókn Siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins mun greina frá frekari rannsóknum síðar í dag. 21. október 2015 07:00
Platini gefst ekki upp Michel Platini ætlar í forsetaframboð hjá FIFA þó svo hann sé grunaður um spillingu. 19. október 2015 15:00
Beckenbauer ósáttur við leikmannaveltuna hjá Bayern Franz Beckenbauer, heiðursforseti Bayern München, segir að liðið hafi gert mistök á leikmannamarkaðnum í janúar. Hann er ekki sáttur með hvernig þýska félagið hefur hagað sér á leikmannamarkaðnum undanfarið. 10. maí 2015 15:30
Beckenbauer nú til rannsóknar vegna spillingarmála innan FIFA Franz Beckenbauer og formaður spænska knattspyrnusambandsins eru tvö nýjustu nöfnin sem hafa flækst í rannsókn Alþjóðaknattspyrnusambandsins á spillingu meðal háttsettra starfsmanna sambandsins. 21. október 2015 17:00