Heimir Hallgrímsson: Skipulagið í liðinu hrundi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2015 18:55 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. vísir/stefán „Við vorum mjög ánægðir með fyrri hálfleikinn. Sóknarleikurinn var með því besta sem við höfum sýnt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundi eftir 2-2 jafnteflið gegn Lettum í A-riðli undankeppni EM á Laugardalsvelli í dag. „Strákarnir gerðu það sem var lagt upp með,“ sagði Heimir og minnti á að liðið hefði fengið fullt af færum í fyrri hálfleik til að bæta við mörkun en staðan í hálfleik var 2-0. „Við áttum að drepa leikinn í fyrri hálfleik. Það eina neikvæða við hálfleikinn var að ná ekki að skora þriðja markið.“Í leit að svari Aðspurður hvað hefði gerst í síðari hálfleik svaraði Heimir: „Góð spurning!“ Hann hefði verið að ræða við Lars Lagerbäck hvað hefði gerst og þeir væru enn að leita að svarinu. Lettar sóttu í sig veðrið seinni hluta fyrri hálfleiksins og fengu fjölmörg skotfæri. Þar á meðal eitt dauðafæri undir lokin. „Við töluðum um það í hálfleik að ætla að ná meira jafnvægi í liðið til að gefa þeim ekki möguleika á þessum skyndisóknum,“ sagði Heimir. Þeir hefðu leikgreint Letta sem væru með fínt lið en þeirra styrkleiki væri einmitt skyndisóknir. „Við fáum svo á okkur mark eftir skyndisókn eftir fimm mínútur. Þá einhvern veginn hrynur skipulagið í liðinu,“ sagði Heimir.Ragnar fagnar marki Kolbeins sem var hans átjánda fyrir A-landsliðið. Hann er nú næstmarkahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi.Vísir/vilhelmMargt sem liðið er ekki vant að gera „Við vitum ekki hver ástæðan er en við spiluðum mjög ólíkt því sem við höfum spilað,“ sagði Heimir og vísaði til leikskipulagsins, jafnvægis í liðinu og baráttu í návígum. „Það var svo margt í þessum síðari hálfleik sem við erum vanir að gera aldrei.“ Heimir sagðist aðspurður telja að líklega væri seinni hálfleikurinn slakasta frammistaða Íslands í undankeppninni. „Ég ætla ekkert að taka af Lettum,“ sagði Heimir og hrósaði Marian Pahars og leik liðsins undir hans stjórn. „Þeir fóru bara illa með okkur í seinni hálfleik. Við vorum að spila einhvern leikstíl sem við erum ekki vanir að gera. Hann gekk út á einstaklingsframtak. Knattspyrna er hópíþrótt,“ sagði Heimir. Ef menn ætluðu að spila fyrir sjálfla sig væri ekki von á góðu. „Okkur líður eins og við höfum tapað leiknum. Við töpuðum þessum stigum sjálfir.“Ekki minnimáttar andstæðingar Strákarnir okkar hafa nú gert jafntefli á heimavelli tvo leiki í röð gegn þjóðum sem flestir telja töluvert lakari en okkar lið. Sannfærandi sigrar unnust á Kasakstan og Lettum ytra en jafntefli niðurstaðan í báðum leikjum gegn sömu þjóðum hér heima eftir sigurinn í Hollandi. Heimir var ekki tilbúinn að taka undir með blaðamanni að íslenska liðið ætti erfitt uppdráttar í hlutverki „stóra liðsins.“ Landsliðsþjálfarinn sagði það ranga nálgun að líta á þessa tvo andstæðinga sem minnimáttar. Íslenska liðið hafi auk þess alveg vitað hvað það ætlaði að gera gegn Kasakstan á Laugardalsvelli. „Við lögðum áherslu á að halda hreinu og gerðum það. Við hefðum getað spilað betri sóknarleik en það var ákveðinn sálfræðisigur,“ sagði Heimir um markalausa jafnteflið gegn Kasakastan þegar sætið á EM var tryggt. „Auðvitað hefði einhver viljað að við spiluðum eins og Barcelona gegn Kasakstan,“ sagði Heimir og sneri sér að leiknum í dag þar sem okkar menn komust í 2-0 og litu mjög vel út framan af leik.Gylfi Þór var bestur að mati Vísis í dag.Vísir/VilhelmFjarvera Arons Einars og Kára ekki ástæðan „Við áttum flottar sóknaraðgerðir og gerðum allt rétt,“ sagði Heimir. Svo hefði eitthvað gerst í síðari hálfleiknum sem þeir Lars væru að leita að svari við. Aron Einar Gunnarsson var fjarverandi í dag vegna leikbanns og Kári Árnason haltraði af velli snemma leiks. Þar fóru tveir leikmenn sem hafa spilað alla leikina átta á undan og mikilvæg tenging á milli varnar og miðju. Emil Hallfreðsson og Sölvi Geir Ottesen komu inn en einhvern veginn virtist vörn og miðja ekki ná saman. Endurtekið fengu Lettar skotfæri utan teigs og áttu átján marktilraunir áður en yfir lauk. Aðdragandinn að mörkum Letta var töluverður og úrslitin í leikslok sanngjörn. Heimir sagði að maður ætti að koma í manns staða. Emil hefði staðið vaktina vel í fyrri hálfleik í fjarveru Arons Einars. Hans mat var að fyrri hálfleikurinn hefði verið mjög vel útfærður og því væri skýringin á hruni liðsins í seinni hálfleik ekki fjarvera Arons Einars og Kára.Margt til að svekkja sig yfir Landsliðsþjálfarinn talaði eins og Ísland hefði tapað leiknum þótt hafa verði auðvitað í huga að jafntefli var niðurstaðan. Heimir sagði það hafa verið upplifun sína inni í klefa eftir leik eins og um tap væri að ræða. „Alveg klárlega. Ég held að það sé enginn ánægður með að glata þessu niður. Við erum ekki vanir því að fá tvö mörk á okkur, og það í sama hálfleik. Aðvitað eru allir svekktir yfir því og þetta verður til þess að við förum ekki upp um styrkleikaflokk. Það er margt til að svekkja sig yfir. “ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Megum ekki halda að við séum of góðir Eiður Smári Guðjohnsen segir að leikurinn gegn Lettlandi hafi verið ágætisvatnsgusa fyrir Ísland og að það megi læra af honum. 10. október 2015 18:38 Sölvi: Var dálítið eins og körfubolti eftir að ég kom inn á "Mjög svekkjandi úrslit í ljósi þess að við vorum 2-0 yfir og höfðum tiltölulega góða stjórn á leiknum,” sagði Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Íslands, í samtali við fjölmiðla eftir 2-2 jafntefli gegn Lettlandi. 10. október 2015 18:40 Alfreð: Það er bara á milli okkar Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með að fá tækifæri í byrjunarliðinu í 2-2 jafntefli gegn Lettum í undankeppni fyrir Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar. Alfreð var þó ekki ánægður með spilamennskuna í síðari hálfleik. 10. október 2015 18:37 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00 Kolbeinn: „Ekkert nema þrjú stig kemur til greina í Tyrklandi“ Fyrirliðinn Kolbeinn Sigþórsson var súr með síðari háflleik íslenska liðsins. 10. október 2015 18:27 Birkir Bjarnason: Veit ekki hvað gerðist í seinni hálfleik Birkir Bjarnason átti ekki skýringu á því hvað hefði gerst hjá íslenska landsliðinu í stöðunni 2-0 gegn Lettlandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. 10. október 2015 18:52 Hannes: Nýtum svekkelsið til að koma okkur á toppinn gegn Tyrkjum Hannes Þór Halldórsson markmaður íslenska landsliðsins segir að varnarleikur liðsins hafi verið opnari en venjulega. 10. október 2015 18:45 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
„Við vorum mjög ánægðir með fyrri hálfleikinn. Sóknarleikurinn var með því besta sem við höfum sýnt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundi eftir 2-2 jafnteflið gegn Lettum í A-riðli undankeppni EM á Laugardalsvelli í dag. „Strákarnir gerðu það sem var lagt upp með,“ sagði Heimir og minnti á að liðið hefði fengið fullt af færum í fyrri hálfleik til að bæta við mörkun en staðan í hálfleik var 2-0. „Við áttum að drepa leikinn í fyrri hálfleik. Það eina neikvæða við hálfleikinn var að ná ekki að skora þriðja markið.“Í leit að svari Aðspurður hvað hefði gerst í síðari hálfleik svaraði Heimir: „Góð spurning!“ Hann hefði verið að ræða við Lars Lagerbäck hvað hefði gerst og þeir væru enn að leita að svarinu. Lettar sóttu í sig veðrið seinni hluta fyrri hálfleiksins og fengu fjölmörg skotfæri. Þar á meðal eitt dauðafæri undir lokin. „Við töluðum um það í hálfleik að ætla að ná meira jafnvægi í liðið til að gefa þeim ekki möguleika á þessum skyndisóknum,“ sagði Heimir. Þeir hefðu leikgreint Letta sem væru með fínt lið en þeirra styrkleiki væri einmitt skyndisóknir. „Við fáum svo á okkur mark eftir skyndisókn eftir fimm mínútur. Þá einhvern veginn hrynur skipulagið í liðinu,“ sagði Heimir.Ragnar fagnar marki Kolbeins sem var hans átjánda fyrir A-landsliðið. Hann er nú næstmarkahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi.Vísir/vilhelmMargt sem liðið er ekki vant að gera „Við vitum ekki hver ástæðan er en við spiluðum mjög ólíkt því sem við höfum spilað,“ sagði Heimir og vísaði til leikskipulagsins, jafnvægis í liðinu og baráttu í návígum. „Það var svo margt í þessum síðari hálfleik sem við erum vanir að gera aldrei.“ Heimir sagðist aðspurður telja að líklega væri seinni hálfleikurinn slakasta frammistaða Íslands í undankeppninni. „Ég ætla ekkert að taka af Lettum,“ sagði Heimir og hrósaði Marian Pahars og leik liðsins undir hans stjórn. „Þeir fóru bara illa með okkur í seinni hálfleik. Við vorum að spila einhvern leikstíl sem við erum ekki vanir að gera. Hann gekk út á einstaklingsframtak. Knattspyrna er hópíþrótt,“ sagði Heimir. Ef menn ætluðu að spila fyrir sjálfla sig væri ekki von á góðu. „Okkur líður eins og við höfum tapað leiknum. Við töpuðum þessum stigum sjálfir.“Ekki minnimáttar andstæðingar Strákarnir okkar hafa nú gert jafntefli á heimavelli tvo leiki í röð gegn þjóðum sem flestir telja töluvert lakari en okkar lið. Sannfærandi sigrar unnust á Kasakstan og Lettum ytra en jafntefli niðurstaðan í báðum leikjum gegn sömu þjóðum hér heima eftir sigurinn í Hollandi. Heimir var ekki tilbúinn að taka undir með blaðamanni að íslenska liðið ætti erfitt uppdráttar í hlutverki „stóra liðsins.“ Landsliðsþjálfarinn sagði það ranga nálgun að líta á þessa tvo andstæðinga sem minnimáttar. Íslenska liðið hafi auk þess alveg vitað hvað það ætlaði að gera gegn Kasakstan á Laugardalsvelli. „Við lögðum áherslu á að halda hreinu og gerðum það. Við hefðum getað spilað betri sóknarleik en það var ákveðinn sálfræðisigur,“ sagði Heimir um markalausa jafnteflið gegn Kasakastan þegar sætið á EM var tryggt. „Auðvitað hefði einhver viljað að við spiluðum eins og Barcelona gegn Kasakstan,“ sagði Heimir og sneri sér að leiknum í dag þar sem okkar menn komust í 2-0 og litu mjög vel út framan af leik.Gylfi Þór var bestur að mati Vísis í dag.Vísir/VilhelmFjarvera Arons Einars og Kára ekki ástæðan „Við áttum flottar sóknaraðgerðir og gerðum allt rétt,“ sagði Heimir. Svo hefði eitthvað gerst í síðari hálfleiknum sem þeir Lars væru að leita að svari við. Aron Einar Gunnarsson var fjarverandi í dag vegna leikbanns og Kári Árnason haltraði af velli snemma leiks. Þar fóru tveir leikmenn sem hafa spilað alla leikina átta á undan og mikilvæg tenging á milli varnar og miðju. Emil Hallfreðsson og Sölvi Geir Ottesen komu inn en einhvern veginn virtist vörn og miðja ekki ná saman. Endurtekið fengu Lettar skotfæri utan teigs og áttu átján marktilraunir áður en yfir lauk. Aðdragandinn að mörkum Letta var töluverður og úrslitin í leikslok sanngjörn. Heimir sagði að maður ætti að koma í manns staða. Emil hefði staðið vaktina vel í fyrri hálfleik í fjarveru Arons Einars. Hans mat var að fyrri hálfleikurinn hefði verið mjög vel útfærður og því væri skýringin á hruni liðsins í seinni hálfleik ekki fjarvera Arons Einars og Kára.Margt til að svekkja sig yfir Landsliðsþjálfarinn talaði eins og Ísland hefði tapað leiknum þótt hafa verði auðvitað í huga að jafntefli var niðurstaðan. Heimir sagði það hafa verið upplifun sína inni í klefa eftir leik eins og um tap væri að ræða. „Alveg klárlega. Ég held að það sé enginn ánægður með að glata þessu niður. Við erum ekki vanir því að fá tvö mörk á okkur, og það í sama hálfleik. Aðvitað eru allir svekktir yfir því og þetta verður til þess að við förum ekki upp um styrkleikaflokk. Það er margt til að svekkja sig yfir. “
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Megum ekki halda að við séum of góðir Eiður Smári Guðjohnsen segir að leikurinn gegn Lettlandi hafi verið ágætisvatnsgusa fyrir Ísland og að það megi læra af honum. 10. október 2015 18:38 Sölvi: Var dálítið eins og körfubolti eftir að ég kom inn á "Mjög svekkjandi úrslit í ljósi þess að við vorum 2-0 yfir og höfðum tiltölulega góða stjórn á leiknum,” sagði Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Íslands, í samtali við fjölmiðla eftir 2-2 jafntefli gegn Lettlandi. 10. október 2015 18:40 Alfreð: Það er bara á milli okkar Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með að fá tækifæri í byrjunarliðinu í 2-2 jafntefli gegn Lettum í undankeppni fyrir Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar. Alfreð var þó ekki ánægður með spilamennskuna í síðari hálfleik. 10. október 2015 18:37 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00 Kolbeinn: „Ekkert nema þrjú stig kemur til greina í Tyrklandi“ Fyrirliðinn Kolbeinn Sigþórsson var súr með síðari háflleik íslenska liðsins. 10. október 2015 18:27 Birkir Bjarnason: Veit ekki hvað gerðist í seinni hálfleik Birkir Bjarnason átti ekki skýringu á því hvað hefði gerst hjá íslenska landsliðinu í stöðunni 2-0 gegn Lettlandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. 10. október 2015 18:52 Hannes: Nýtum svekkelsið til að koma okkur á toppinn gegn Tyrkjum Hannes Þór Halldórsson markmaður íslenska landsliðsins segir að varnarleikur liðsins hafi verið opnari en venjulega. 10. október 2015 18:45 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Eiður Smári: Megum ekki halda að við séum of góðir Eiður Smári Guðjohnsen segir að leikurinn gegn Lettlandi hafi verið ágætisvatnsgusa fyrir Ísland og að það megi læra af honum. 10. október 2015 18:38
Sölvi: Var dálítið eins og körfubolti eftir að ég kom inn á "Mjög svekkjandi úrslit í ljósi þess að við vorum 2-0 yfir og höfðum tiltölulega góða stjórn á leiknum,” sagði Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Íslands, í samtali við fjölmiðla eftir 2-2 jafntefli gegn Lettlandi. 10. október 2015 18:40
Alfreð: Það er bara á milli okkar Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með að fá tækifæri í byrjunarliðinu í 2-2 jafntefli gegn Lettum í undankeppni fyrir Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar. Alfreð var þó ekki ánægður með spilamennskuna í síðari hálfleik. 10. október 2015 18:37
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00
Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00
Kolbeinn: „Ekkert nema þrjú stig kemur til greina í Tyrklandi“ Fyrirliðinn Kolbeinn Sigþórsson var súr með síðari háflleik íslenska liðsins. 10. október 2015 18:27
Birkir Bjarnason: Veit ekki hvað gerðist í seinni hálfleik Birkir Bjarnason átti ekki skýringu á því hvað hefði gerst hjá íslenska landsliðinu í stöðunni 2-0 gegn Lettlandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. 10. október 2015 18:52
Hannes: Nýtum svekkelsið til að koma okkur á toppinn gegn Tyrkjum Hannes Þór Halldórsson markmaður íslenska landsliðsins segir að varnarleikur liðsins hafi verið opnari en venjulega. 10. október 2015 18:45