Fótbolti

Albanía í lokakeppni stórmóts í fyrsta sinn | Rúmenía á EM

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Loric Cana, fyrirliði Albaníu.
Loric Cana, fyrirliði Albaníu. Vísir/getty
Albanía komst í dag í lokakeppni stórmóts í fyrsta sinn eftir 3-0 sigur á Armeníu á útivelli í dag en Albanir fylgja Portúgölum upp úr I-riðlinum.

Albanska liðið vissi að sigur myndi skjóta liðinu á EM í fyrsta sinn og fengu þeir sannkallaða draumabyrjun þegar Kamo Hovhannisyan, leikmaður Armeníu, skoraði sjálfsmark.

Albanir bættu við tveimur mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn og unnu að lokum öruggan 3-0 sigur.

Rúmenía komst sömuleiðis á lokakeppni EM í dag með 3-0 sigri á Færeyjum í Þórshöfn en Rúmenar hefðu komist áfram sama hver úrslitin yrðu eftir að Ungverjaland tapaði óvænt gegn Grikklandi 3-4.

Þá var boðið upp á dramatík í 1-2 sigri Portúgal á Serbum en Aleksandr Kolorov fékk tvö gul spjöld á tveggja mínútna fresti þrátt fyrir að hafa verið tekinn af velli stuttu áður.

Nemanja Matic, leikmaður Chelsea, fékk beint rautt spjald stuttu síðar en Cristiano Ronaldo lék ekki með Portúgal í dag.

I-riðillinn:

Armenía 0-3 Albanía

Serbía 1-2 Portúgal

F-riðillinn:

Finnland 1-1 Norður-Írland

Grikkland 4-3 Ungverjaland

Færeyjar 0-3 Rúmenía

Lokastaðan í I-riðli:

Portúgal 21 stig

Albanía 14 stig

Danmörk 12 stig

Serbía 4 stig

Armenía 2 stig



Lokastaðan í F-riðli:

Norður-Írland 21

Rúmenía 20

Ungverjaland 16

Finnland 12

Færeyjar 6

Grikkland 6




Fleiri fréttir

Sjá meira


×