Fótbolti

Strákarnir vinsælir í Leifsstöð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/E.Stefán
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta ferðaðist til Tyrklands í dag en flogið var beint frá Keflavík til Konya í suður Tyrklandi þar sem síðasti leikur liðsins í undankeppni EM 2016 fer fram á þriðjudaginn.

Strákarnir fóru á æfingu í morgun áður en lagt var af stað út á völl en íslenska liðið gerði 2-2 jafntefli við Lettland á Laugardalsvellinum á laugardaginn.

Íslensku strákarnir hafa staðið sig frábærlega í undankeppninni og það er meira en mánuður síðan að liðið tryggði sér sæti á EM. Það voru aðeins þrjár þjóðir sem voru fljótari að tryggja sér EM-sætið.

Íslenska liðið vakti vissulega mikla athygli þegar strákarnir fóru í gegnum Leifsstöð í dag en strákarnir voru afslappaðir og tóku þessari athygli vel.

Eiríkur Stefán Ásgeirsson mun fjalla um leikinn við Tyrki og aðdraganda hans fyrir Vísi og Fréttablaðið og hann náði þessari mynd hér fyrir ofan.

Á myndinni má sjá tvo af aðdáendum íslensku strákanna fá mynd af sér með stjörnunum. Það eru leikmennirnir Eiður Smári Guðjohnsen, Rúrik Gíslason, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson sem eru fyrirsæturnar að þessu sinni.


Tengdar fréttir

Róbert: Ekki hægt að sleppa svona tækifæri

Róbert Örn Óskarsson sendi Hannesi batakveðjur á leiðinni út í flugvél til Tyrklands en hann fékk frí í vinnuni til þess að taka þátt í landsliðverkefninu.

Hannes Þór fór úr axlarlið

Íslenska landsliðið varð fyrir áfalli í morgun þegar markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson meiddist á æfingu. Hannes lenti illa á annarri öxlinni og fór úr axlarlið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×