Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2015 20:30 Robin van Persie og félagar eru úr leik. Vísir/Getty Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. Hollendingar pressuðu mikið í lokin en tókst ekki að jafna leikinn sem hefði þó aðeins hjálpað Íslendingum en ekki þeim því Tyrkir unnu Ísland á sama tíma. Tékkar komust í 3-0 í leiknum þar af kom þriðja markið eftir að þeir voru búnir að missa mann af velli. Hollendingar voru í miklum vandræðum í fyrri hálfleiknum og Tékkar voru komnir í 2-0 eftir aðeins 35 mínútur. Bakvörðurinn Pavel Kaderábek skoraði fyrra markið á 24. mínútu eftir sendingu Jirí Skalák og ellefu mínútum síðar kom Josef Sural Tékkum tveimur mörkum yfir. Danny Blind tók Jairo Riedewald af velli á 39. mínútu og setti inná völlinn reynsluboltann Robin van Persie. Robin van Persie lífgaði strax upp á sóknarleik Hollendinga en þeir urðu síðan manni fleiri á 43. mínútu þegar Marek Suchý fékk beint rautt spjald fyrir brot á Memphis Depay. Robin van Persie tókst ekki að koma boltanum í mark Tékka en hann fann leiðina í eigið mark. Van Persie varð nefnilega fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark á 66. mínútu eftir aukaspyrnu frá hægri. Klaas-Jan Huntelaar minnkaði muninn fjórum mínútum síðar með skalla eftir aukaspyrnu Wesley Sneijder. Robin van Persie skoraði síðan í rétt mark á 83. mínútu og gaf hollenska liðinu smá von. Þeir þurftu hinsvegar tvö mörk og þau komu ekki auk þess að sigur Tyrkja á Íslendingum þýddi að Holland átti aldrei möguleika á því að komast á HM. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. Hollendingar pressuðu mikið í lokin en tókst ekki að jafna leikinn sem hefði þó aðeins hjálpað Íslendingum en ekki þeim því Tyrkir unnu Ísland á sama tíma. Tékkar komust í 3-0 í leiknum þar af kom þriðja markið eftir að þeir voru búnir að missa mann af velli. Hollendingar voru í miklum vandræðum í fyrri hálfleiknum og Tékkar voru komnir í 2-0 eftir aðeins 35 mínútur. Bakvörðurinn Pavel Kaderábek skoraði fyrra markið á 24. mínútu eftir sendingu Jirí Skalák og ellefu mínútum síðar kom Josef Sural Tékkum tveimur mörkum yfir. Danny Blind tók Jairo Riedewald af velli á 39. mínútu og setti inná völlinn reynsluboltann Robin van Persie. Robin van Persie lífgaði strax upp á sóknarleik Hollendinga en þeir urðu síðan manni fleiri á 43. mínútu þegar Marek Suchý fékk beint rautt spjald fyrir brot á Memphis Depay. Robin van Persie tókst ekki að koma boltanum í mark Tékka en hann fann leiðina í eigið mark. Van Persie varð nefnilega fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark á 66. mínútu eftir aukaspyrnu frá hægri. Klaas-Jan Huntelaar minnkaði muninn fjórum mínútum síðar með skalla eftir aukaspyrnu Wesley Sneijder. Robin van Persie skoraði síðan í rétt mark á 83. mínútu og gaf hollenska liðinu smá von. Þeir þurftu hinsvegar tvö mörk og þau komu ekki auk þess að sigur Tyrkja á Íslendingum þýddi að Holland átti aldrei möguleika á því að komast á HM.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira