Fótbolti

„Ertu tveggja ára, maður?“ | Svona var stemningin á Meistaradeildarkvöldi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðmundur Benediktsson stýrði Meistaradeildarkvöldi á Stöð 2 Sport 4 HD í gærkvöldi og sérfræðingar kvöldsins voru Gunnleifur Gunnleifsson og Arnar Gunnlaugsson.

Meistaradeildarkvöld er nýjung í Meistaradeildinni á Stöð 2 Sport, en þar fara sérfræðingar stöðvarinnar yfir öll mörkin og helstu atvikin um leið og þau gerast. Útkoman getur verið ansi skemmtileg.

Arnar Gunnlaugsson var til dæmis ekkert sérstaklega hrifinn af varnarleik Antonio Valencia, bakvarðar Manchester United, þegar Wolfsburg komst yfir á Old Trafford í gærkvöldi.

„Hversu barnalegur er hægt að vera í nútímafótbolta, í alvöru talað? Hvað er Valencia að gera? Þetta er ekki hægt. Ertu tveggja ára, maður?“ sagði Arnar.

Hann var þó töluvert sáttari með Chris Smalling, miðvörð United, sem tryggði liðinu sigurinn eftir frábæra sendingu Juan Mata.

„Þetta er geggjað hjá Mata,“ sagði Gunnleifur áður en Arnar tók við:

„Fyrir mér er Chris Smalling orðinn einn af albestu miðvörðunum í ensku deildinni. Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta fyrir tveimur árum en hann er svo sannarlega búinn að þroskast undir stjórn Van Gaal.“

Brot af stuðinu í kringum United-leikinn má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Mata magnaður í sigri Manchester United | Sjáðu mörkin

Juan Mata var allt í öllu í 2-1 sigri Manchester United á Wolfsburg á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Mata skoraði jöfnunarmark liðsins og lagði upp sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks.

Van Gaal: Ég skil þetta bara ekki

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með lífsnauðsynlegan sigur á Wolfsburg í Meistaradeildinni í gærkvöldi en segir að lið hans verði að bæta sinn leik ætli liðið að ná langt í keppninni í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×