Dunkin' Donuts opnar á miðvikudag Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 31. júlí 2015 19:22 Það hefur ekki farið framhjá neinum að bandaríski kleinuhringjarisinn Dunkin' Donuts er að opna hér á landi. Viðtökurnar hafa að vissu leyti verið blendnar, en fyrir þá allra spenntustu er biðin á enda því staðurinn opnar fljótlega eftir helgi. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel. Þetta er búið að taka langan tíma. Það eru 18 mánuðir síðan að við hófum þetta ferli með Dunkin, en síðustu vikur hafa verið virkilega spennandi. Við erum búin að vera með fólk í þjálfun erlendis og síðan að þjálfa starfsmenn hér heima og nú er þetta allt að fara að bresta á,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin' Donuts á Íslandi. Staðurinn við Laugaveg opnar formlega á miðvikudaginn en alls er fyrirhugað að opna 16 staði hér á landi. Árni segir Dunkin Donuts kominn til að vera og á von að Íslendingar taki staðnum vel. „Já ég á von á því. Við höfum allavega fengið rosalega góðar viðtökur. Það er fjöldinn allur sem er að fylgjast með okkur á Facebook og mikill spenningur fyrir því að koma og prófa. Við höfum verið hér síðustu daga að stilla staðinn af og klára þjálfun á starfsfólki og það er endalaus straumur af fólki sem vill koma og prófa,“ segir Árni. Ljóst er að það verða ekki bara Íslendingar sem munu sækja staðina 16, enda komu hingað til lands í fyrra rúmlega 150 þúsund bandarískir ferðamenn sem munu áreiðanlega fá sér nokkra svona. „Já þetta verður svona samblanda af Íslendingum og ferðamönnum. Ferðamenn hafa verið mjög áhugasamir um hvenær við opnum,“ segir Árni. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá neinum að bandaríski kleinuhringjarisinn Dunkin' Donuts er að opna hér á landi. Viðtökurnar hafa að vissu leyti verið blendnar, en fyrir þá allra spenntustu er biðin á enda því staðurinn opnar fljótlega eftir helgi. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel. Þetta er búið að taka langan tíma. Það eru 18 mánuðir síðan að við hófum þetta ferli með Dunkin, en síðustu vikur hafa verið virkilega spennandi. Við erum búin að vera með fólk í þjálfun erlendis og síðan að þjálfa starfsmenn hér heima og nú er þetta allt að fara að bresta á,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin' Donuts á Íslandi. Staðurinn við Laugaveg opnar formlega á miðvikudaginn en alls er fyrirhugað að opna 16 staði hér á landi. Árni segir Dunkin Donuts kominn til að vera og á von að Íslendingar taki staðnum vel. „Já ég á von á því. Við höfum allavega fengið rosalega góðar viðtökur. Það er fjöldinn allur sem er að fylgjast með okkur á Facebook og mikill spenningur fyrir því að koma og prófa. Við höfum verið hér síðustu daga að stilla staðinn af og klára þjálfun á starfsfólki og það er endalaus straumur af fólki sem vill koma og prófa,“ segir Árni. Ljóst er að það verða ekki bara Íslendingar sem munu sækja staðina 16, enda komu hingað til lands í fyrra rúmlega 150 þúsund bandarískir ferðamenn sem munu áreiðanlega fá sér nokkra svona. „Já þetta verður svona samblanda af Íslendingum og ferðamönnum. Ferðamenn hafa verið mjög áhugasamir um hvenær við opnum,“ segir Árni.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira