Formúla 1

Rosberg: Á morgun eru möguleikar

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Rosberg, Hamilton og Raikkonen voru fljótastir í dag.
Rosberg, Hamilton og Raikkonen voru fljótastir í dag. Vísir/Getty
Lewis Hamilton náði sínum fjórða ráspól í Kanada í dag. Hann ræsir fremstur í keppninni á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

„Þessi braut snýst um að bremsa seint og það er minn stíll. Við breytum engu fyrir morgundaginn. Dagurinn í dag byrjaði ekki vel, ég náðu einungis níu hringjum á æfingunni og var í vandræðum. Ég er afar glaður að ná að snúa blaðinu við og ná mínum 44. ráspól hér í dag,“ sagði Hamilton sem einmitt ekur bíl númer 44.

„Það gekk allt vel og svo fór allt úrskeiðis sem gat í þriðju lotu. Liðið telur sig vita hvað gerðist en við skulum sjá til, kannski er auðveld lausn á þessu. Þetta var ömurlegt. Á morgun eru möguleikar, það er hægt að taka fram úr og ýmislegt getur gerst hérna,“ sagði Nico Rosberg á Mercedes sem ræsir annar á morgun en ætlar að reyna allt til að vinna.

„Við munum gera okkar besta á morgun en það er of snemmt að fara að tala um að vinna keppnina. Við erum í góðri stöðu fyrir keppnina. Þrátt fyrir góðar keppnisæfingar í gær er ekkert víst að það skili sér á morgun, það er allt annar dagur,“ sagði Kimi Raikkonen á Ferrari.

„Við vissum að þessi braut yrði okkur erfið. Ég veit ekki hvenær það er von á uppfærslu frá Renault en við þurfum á slíku að halda. Við myndum gjarnan vilja hafa meira afl, en það getur allt gerst á morgun og stig eru möguleg,“ sagði Daniil Kvyat á Red Bull.

„Það getur allt gerst eins og sannaðist í fyrra en það lítur alls ekki vel út akkurat núna. Ég á ekki von á miklu á morgun,“ sagði Daniel Ricciardo á Red Bull.

Hér fyrir neðan er að finna gagnvirkt brautarkort með öllum tímum helgarinnar.


Tengdar fréttir

Hamilton á ráspól í Kanada

Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji.

Bílskúrinn: Mercedes með martraðir

Eftir rólega byrjun stóð Mónakó kappaksturinn undir væntingum hvað varðar glundroða og upplausn. Þvílíkir lokahringir sem leiddu til þess að Nico Rosberg vann og Sebastian Vettel varð í öðru sæti.

Hamilton: Ég stefni á að vinna í Kanada

Lewis Hamilton hefur átt afar góðu gengi að fagna í Kanada á undanförnum árum. Hann stefnir á að snúa aftur til vinnandi vegar eftir vonbrigðin í Mónakó.

Ferrari og Honda nota uppfærsluskammta

Mercedes og Renault hafa staðfest að vélasmiðirnir hafa ekki notað uppfærsluskammta sína. Ferrari og Honda hafa byrjað að nýta sér sína skammta.

Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum

Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Rigning á seinni æfingunni sendi Hamilton útaf, hann endaði æfingunna á varnarvegg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×